Friday, February 15, 2008

Pabbinn


Valentínusardagurinn var í gær og Davíð kom mér svo sannarlega á óvart.
Við byrjuðum á því að hafa það kósý heima og horfðum á Indiana Jones. Við skelltum okkur svo á Salatbatinn sem var rosalega gott að fá einhvað holt í magan. á matsölustaðnum dregur Davíð upp nýjan spilastokk og biður mig að skipta honum í fjóra jafna búnka og setja svo þrjú efstu spilin neðst í öllum búnkunum og svo eitt á hvern og einn búnka. Eftir að ég var búin að því þá átti ég að fletta upp efstaspilinu í hverjum búnka. Það gerðist ekkert í fyrsta skiptið (planað) þannig að Davíð náði i annan nýjan stokk og ég gerði það sama við hann. Þegar ég fletti svo upp efstia spilinu í hverjum bunka kom í ljós að á spilunm stóð "Viltu koma með mér í Óperuna á Pabban í kvöld?" Ég náttúrulega varð ekkert smá hissa og sagði strax já auðvita og var ekkert smá ánægð.
Við skelltum okkur svo í Óperuna á alveg hreint frábæra sýningu. Bjarni fór alveg á kostum. Ég get sko alveg mælt með þessari sýningu fyrir alla þá sem eru á því stigi að hugleiða barneignir eða eiga börn eða hafa gengið í genum allt barna uppeldið.
Ég vona bara að þið öll hafið haft frábæran dag í gær.

Fjóla Dögg

4 comments:

Helga said...

Ég var nú bara heima og horfði á "Becoming Jane" (sem var btw drepleiðinleg) með Fróða og Trítlu í fanginu á Valentínusardaginn. En frábært að þið skemmtuð ykkur vel :)
Kveðja, Helga, einstæð hundamóðir.

Unknown said...

Hæhæ!
Það var gaman að sjá ykkur áðan. Moli er rosalega fallegur. Verst hvað við hittumst lítið, við vorum búin að villast um Heiðmörkina, þannig að við komum svo seint.
Sjáumst vonandi í næstu göngu! :)
Kveðja, Sólrún og Máni

Unknown said...

P.S. Máni liggur í fanginu mínu núna, alveg gjörsamlega búinn eftir daginn, hehe :)

Davíð Örn said...

oh en frábært.
Ég er hálf fúl yfir því hvað veðrið var leiðinlegt og að ég get ekki verið lengur sökum þess hvað við komum seint og svona. En endilega það væri gaman að hittast og fara í göngu saman.

Kv Fjóla og Moli