Wednesday, February 13, 2008

:D


Þá sit ég bara hérna heima og hugga mér með tölvuna í fanginu og hlusta á imban. Ég var að koma úr göngu með Helgu og Kristínu en Kristín var svo sæt að sækja okkur bíl lausu konurnar og við skelltum okkur svona næstum í Guðmundarlundinn (enn bíllinn hennar KJ sagði hingað og ekki lengar með þetta hlass þegar við komum í brekkuna). Veðrið var ekkert til að hrópa húrra yyfir en hundarnir voru sáttir (já svona næstum allir) með að fá að hlaupa og japla á smá hrossaskít þegar mömmur þeirra sáu ekki til sem var nú ekki oft.
Það er gaman að segja frá því að ég er byrjuð að lesa fyrir bílprófið mitt sem ég tek núna í lok mars úti á Flórída. Þetta virðist nú ekki vera nein brain surgery en það er nú gott að vera við öllu viðbúinn því það geta laumast inn á milli lumskulegar spurningar. En prófið úti er mun auðveldara þar sem þú getur bara gert einn kross í hverri spurningu en ekki eins og hérna heima þar sem þú getur svarað 4 af 4 krossum í einni spurningu.
Annars fæ ég líklega Fróða sem næturgest hérna til okkar á föstudagsnóttina þar sem Helga er að vinna og mamma hennar er að fara til Skálholts. Það verður bara gman að hafa kallinn hjá okkur. Ég er samt ekki búin að ná að tala við Davíð en ég er nokkuð viss um að það verður ekkert mál.
En þessi helgi hjá okkur Davíð er alveg stútfull. Það byrjar strax á morgun með Valentínusardeginum en ég veit ekki hvort það er einhvað sem Davíð hefir planað handa mér en ég vona það ;), svo á föstudaginn er kveðjupartí hjá Svanhvíti frænku og ætlum við að kíkja þar inn, á laugardaginn er svo kóræfing um morgunninn og Árshátíð laganema um kvöldið og þarf ég víst að vera rosalega vel út sofin fyrir það kvöld annars verður Davíð ekki sáttur með mig (en satt að segja hef ég rosalega lítið úthald í svona skemmtanir þegar maturinn er búinn þá er ég líka búin) svo er það sunnudagurinn en hann byrjar á Chihuahua og papillon göngu kl 13 í Heiðmörk einhverstaðar og strax eftir hana er farið í kveðju matarboð hjá Svanhvíti (aftur ;D).

Jæja ég hef það ekki lengar í þetta skiptið. Yfir og Út

Fjóla Dögg

2 comments:

Helga said...

Mikið er ég glöð að þú getur skotið skjólshúsi yfir prinsinn aðfaranótt laugardags. Ekkert smá pökkuð dagskrá hjá þér! Kíktu svo endilega á bloggið mitt og commentaðu ;)
Kveðja, Helga, einmanna bloggari

Anonymous said...

Vá nóg að gera takk fyrir gönguna vonandi komumst við alla leið í lundinn næst ( samsagt að veðrið feri að lagast) reyndar er fínasta veður núna þó það sé svakalegt svell á gangstéttunum alla vega í vesturbænum í Kóapvogi fór í göngu þar í morgun ;)
Sjáumst sem fyrst

Kristín og voff voff