Þar sem þessi dagur kemur ekki upp á hverju ári er nú alveg við hæfi að blogga smá færslu til að halda upp á daginn.
Ég er komin í skólann endanlega og er rosalega sátt við það. Gæti ekki verið feignari að vera komin í helgarfrí. Það er nú samt ekki hækt að kalla þetta mikið frí þar sem á morgun er kóræfing frá 10-12 ég á svo að vera mætt kl 12 á Kynningarbás á hundasýningunni í reiðhöll Fáks og verð þar til 14. Kristín og Sóldís verða svo í hringnum um 14:15 og ætla ég að sjá þær áður en ég þaf að þjóta með Davíð og Mola upp í Keflavík í fjölskylduboð hjá Ágústu og Hemma.
Þá er það sunnudagurinn, Davíð fer í sunnudagaskólann og svo er það bara hádegiskaffi hjá pabba og mömmu með tengdó og verða þar efst á baugi Ameríkumál. Ef ég fæ einhverju ráðið ætla ég að plata Davíð með mér í sund fljótlega eftir matinn og synda allavegana hálfan km. Svo væri rosa gott að ná að tala saman um ferðina mína út hvað þarf ða gera áður en ég fer út og svona.
Jæja nóg um það ég ætlaði að nefna nokkra fræðga sem eiga afmæli í dag en það virðist ekki vera neinn frægur sem á afmæli þennan merkilega dag því miður.
Guð blessi ykkur og eigi þið frábæra helgi :D
1 comment:
Ég kíki á þig á sýningarbásnum á morgun áður en ég fer í vinnuna. Því miður næ ég ekki að horfa á Kristínu :(
Knús og kram, Helga og Fróðalús
Post a Comment