Sunday, March 02, 2008

Kór æfing, Chihuahua bás, afmælisboð, keila og hádegismatur.


Jæja það hefur verið nóg að gera hjá mer og Davíð þessa helgi.
Ég fór á kóræfingu í gær og þar sem ég þurfti ða vera mætt á Chihuahua bás kl 12 og æfingin var ekki búin fyrr en 12 þá fékk ég með leifi Óskars að taka Mola með á æfinguna. Moli vakti svona líka mikla lukku. Edgar og dóttir hans sátu við hliðina á mér nánast alla æfinguna útaf voffa þar sem þau voru bæði svo hrifin af hinum. Aðrir komu og sýndu honum áhuga sem Mola fannst nú sko als ekki leiðilegt. Þegar við þurtum svo að fara 15 mín fyrir 12 var mér hrósað í bak og fyrir hvað hann er vel uppalin og frábær hundur, þannig að einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að ég meigi taka hann með mér aftur ef þörf er á því. Annasr er rosalega mikið að gera hjá kórnum núna það verða Sálar tónleikar þann 14. mars í höllinni og það verða væntanlega 6000 mansa á staðnum.... VÁ!! Á næstu æfingu kemur svo Jasmín dansgella og ætlar að gera smá gorígrafíu með okkur. Strax svo eftir tónleikana er farið að vinna í páska lögum.
Þá er það Kynningarbásinn, sú sem átti að vera með mér var með veikan hund og gat ekki komið með hann þannig að auma Tara var látin vera í 2 tíma í viðbót með okkur Mola og Davíð kom og var með mér á básnum sem var bara mjög gaman að fá að hafa hann með mér. Hann stóð sig svo vel að svara öllum spurningunum sem fólk spurði og er ég svo stolt af honum. Helga vinkona kom og heilsaði upp á okkur og endaði með því að kaupa búr handa Mola þar sem hún vissi að mig langaði í það og hún skuldaði mér pening og ákvað að leisa bara vandan svona... Helga engri lík það er alveg á hreinu ;).
Kristín vinkona stóð sig eins og algjör pró á sýningunni og elskuðu bæði Sóldís og Aris að fá að vera með henni og gera allt það sem hún vildi að þær gerðu. Ég segi bara innilega til hamingju með þær báðar og hlakka til ða sjá þig á sýningum í framtíðinni.
Við Davíð fórum svo í afmæli í Keflavíkinni hjá Ágústu og Hemma en hún Valí litla átti afmæli og er orðin 4 ára. Við átum og átum og spjölluðum og höfðum það bara gott. Jón Magnús hringdi svo í Davíð og spurði hvort við vildum fara með honum og Marisu í keilu og við sögðum bara já og skellum okkur með þeim strax og vil lentum í bænum. Það var rosagaman ég var náttúrulega neðst og Jón efstur. Vonandi hittum við þau sem fyrst aftur.
Nuna á eftir er svo hádegisatur hjá pabba og mömmu með tengdó þar sem við erum að fara að ræða Ameriku mál. Við Moli ætlum að taka langan röltara til pabba og mömmu sem verður hressandi og gott.
Svo veit maður aldrei hvort maður hitti kanski Helgu í kvöld og horfi á mynd eða einhvað annað skemmtilegt.

Njótið dagsins og næstu viku Guð blessi ykkur

Kveðja Fjóla og Moli

p.s. 23 daga í Flórída

1 comment:

Anonymous said...

Æi takk fyrir það, þetta gekk allt bara eins og ég vonaðist eftir þannig ég er rosalega ánægð með stelpurnar mínar og ætlum við að gera enn betur í júní :D

Kveðja Kristín og sýnngar dúllurnar