Við erum búin að fara í gegnum öll aðal atriðin en eigum eftir að klára og ganga frá nokkrum smáatriðum ásamt nokkrum stórum atriðum.
Við erum búin að ákveða að bílinn meigi ekki kosta meira en $ 7000, ég þarf að kaupa síma úti, Davíð er búinn að panta fyrir mig tíma í skriflega og verklega bílprófið, búin að kaupa farið heim til Íslands 31. maí o.s.fv. Það sem á eftir að gera áður en ég fer út er að redda tryggingaupplýsingum, ákveða hvað er gott að taka með út núna, læra á gps-tækið, instalera skypinu, leita að kirkjum í nágreninu á netinu, athuga með vefmyndavélar o.s.fv.
Eins og sjá má er mikið sem þarf að skipuleggja og er það spennandi og á sama tíma stressandi.
Ég er náttúrulega orðin rosalega spennt að komast út og get ekki beðið en á sama tíma er ég kvíðin og stressuð að fara svona lengi frá kallinum mínum og litla Mola barninu.
Ég veit að Guð á eftir að vera með mér og ég veit að ef ég treysti honum verður allt í lagi.
Jæja hef það ekki lengar í þetta skiptið.
Kær keðja Fjóa Flórídafari
3 comments:
Hæ hæ. Mig langaði að benda þér á svoldið sniðugt sem ég notaði mikið þegar ég var úti ;) Farðu á www.voipstunt.com. Þar geturu downloadað forriti þar sem þú getur hringt úr tölvunni þinni í heimasíma á Íslandi. Þá hringiru frítt í alla heimasíma á Íslandi (þarft samt að leggja inn eitthvað smá í byrjun en það eyðist samt ekki ef þú hringir bara í heimasíma...) Þú getur líka notað þetta til að hringja í gsm síma en þá borgaru eitthvað fyrir það. Þetta kemur sér oft vel ef fólk er ekki með kveikt á tölvunni sem maður þarf að ná í :) (vó... svoldið langt hjá mér) En góða ferð annars og gangi þér vel :)
Takk æðislega Edda ég á pottþétt eftir að skoða þetta. Annars hitti ég Valda í bakaríinu hjá mér í gær og skilaði kveðju til þín og Petru vonandi hefur hann munað eftir því ;).
Kveðja Fjóla
Já :) Takk fyrir það. Hann mundi einmitt eftir því þegar ég sagði honum að ég hefði verið að segja þér frá voipstunt ;)
Kveðja, Edda
Post a Comment