Við stöllurnar þrjár skelltum okkur á Kúluströnd og vá hvað það var gaman. Hundarnir voru svo sáttir að fá að hlaupa og leika sér í sandinum og sólinni. Við löbbuðum á ströndinni í einn og hálfan tíma og nutum náttúrunnar og veður blíðunnar þrátt fyrir að það varð soldið kalt undir lok göngunnar.
Ég ætla að láta myndirnar tala og bið ykkur vel að njóta
Sóldís prinsessa elskaði að vera úti í góða veðrinu alveg alsber enda ekki þörf fyrir neina yfirhöfn
Á þessari mynd eru þrír hundar....já þeir eru þrír. Moli er vanur að hlaupa við hliðina á Fróða og öskra í eyrað á honum ;). Hundar hvað getur maður sagt
3 comments:
Geggjaðar myndir, ekkert smá skemmtilegar. Elska þessa af Fróða og Mola bestustu vinunum.
Þetta var alveg frábærlega vel heppnuð ganga í alla staði. Ég skemmti mér rosalega vel.
Kveðja, Helga og Fróði fjörufrík
P.S. Það er ekkert YD KFUK hjá mér á morgun svo ég er alveg laus e. kl. 14
Ok flott við skulum vera í bandi og sjá hvað við getum gert ;)
Kveðja Fjóla og Moli
Rosa flottar myndir :)
Post a Comment