Thursday, April 30, 2009

Myndir liðinna daga. Undir búið ykkur undur Krútt festival ;D

Jæja hér leikur allt í lindi eins og venjulega. Við vorum með alveg rosalega góðan mat í gær en ég bjó til fiskrétt með laxi í ofni og Jamie Oliver brauð með eða Foccasia heitir það víst. Við erum að reyna að byrja aftur að taka okkur á eftir allt íslenska nammi átið og páskaeggja sukkið okkar og gengur það ágætlega allavegana ætlum við bara að hafa einn nammidag og reyna að fara í ræktina eins oft og við getum allavegana 4 sinnum í viku. Ég er nú þegar búin að fara tvisvar í þessari viku þannig að ég er á góðu róli. Annars hreyfum við Moli okkur alltaf einhvað á hverjum degi þannig að ég er nú aldrei alveg aðgerðarlaus ;).
Núna er Davíð minn að leggja síðustu drög að þessari blessuðu meistarariterð en við erum byrjuð að sjá fyrir endan á henni enda þarf að skila henni 5 eða 6 maí held ég að það sé. Hann er búin að senda hana á tengdó og Sigga frænda sinn og er búin að fá heila gommu að kommentum til baka samt aðalega bara einhvað púnta, kommu og stórastafa komment skilst mér. Við Moli drepum tíman með Nörtu og með hvort öðru á meðan. Ég er að lesa tvær bækur í einu en önnur er Marley and me og hin er Joyce Meyer, How to here from God en ég er að lesa hana í kvenna bókaklúbb sem er í kirkjunni minni. Ég er alveg búin að sjá það að Lilly amma sem gaf mér Marley and me bókina í jólagjöf verður að fá hana lánaða hjá mér eftir að ég er búin að lesa hana hún hefði gaman af því og örugglega Maddi afi líka ;).
Ég talaðui við Bárulíusinn minn á netinu í gær og var hún að segja að hún á Ásgeir væru að fara til New York í lok Ágúst og væru hugsanlega að hugsa um að koma og heimsækja okkur enda væri annað bara fásinna fyrst þau eru svona nálægt okkur og D.C er náttúrulega verðugur staður að skoða ekki síður en N.Y. :D. Pabbi og mamma eru að velta fyrir sér hvenar þau ætla út og hvort þau ætli að koma til okkar en ég veit ekki hvernig það fer þau komu með uppástungu í gær sem gæti verið soldið erfið fyrir okkur Davíð að framkvæma mér finnst að þau ættu bara að koma og vera hjá okkur í 2-3 vikur því það er hellingur að skoða og mjög gaman í D.C svo geta þau verið restina af feriðnni á Flórída :D. Hvað finnst ykkur um það p og m?
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili meira seinna Guð geymi ykkur krúttí púttin mín og passið ykkur á krúttleika myndana sem fara hér á eftir ;)
Moli er enþá hæst ánagður með Nörtu og er farin að stlaka aðeins meira á í kringum hana ekki alltaf svona ofur spenntur

Það er komið sumar hér eins og sjá má núna fer þetta bara að þróast í mis mikla hita geðveiki og Moli finnur mikið fyrir því enda eftir 30-45 mínótna göngu er hann alveg búin á því bara vegna hitans

I was feeling Patriotic

Hér er allt líf að blómstra og andarungar út um allt litlu sætu krúttin

Narta að hlaupa í hjólinu sínu en Davíð var að segja mér að svona meðal hamstur er að hlaupa allt að 8 km í hjólinu sínu yfir nótt pæliði aðeins í því

Þarna er svo litli gamli kallinn hann Moli með pabba sínum

Svona voru litlu svefnpurkurnar í morgun þetta er náttúrlega ofur krúttlegt

Jæja hér sjáið þið svo saman Mola minn og Nörtu mína. Nörtu finnst bara kósí ða vera ofaná Mola og hún er sko ekkert hrædd við hann en eftir að þessi mynd var tekin stóð reyndi Moli að standa upp en passaði sig rosalega mikið vegna þess að hann vissi að hún var á honum ógeðslega dúlló, svo eftir að ég var búin að taka Nörtu af honum þá leifði ég henni að labba um og hún hljóp beint til Mola og fór á milli lappana á honum :D

Þessi varð að fylgja með vegna þess að þau fengu bæði flasið í augun bara KRÚTTLEGT!!!!!!!

Þarna er svo litla prinsessan á heimilinu fröken Narta að þrífa sig á Mola sín
Vonandi höfðuð þið gaman af þessu over and out
Fjóla og co

Wednesday, April 29, 2009

Smá leifar...

...af ferðalaginu hennar Kristínar hingað til Flórída njótið vel.

Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Tuesday, April 28, 2009

Afhverju rottur!

Ég veit að það eru margir sem ráku upp stór augu eða jafnvel hrylti við löngun okkar Davíðs að langa í rottu. Ég sé þegar ég sé rottu skemmtileg dýr sem hækt er að kenna ýmislegt, þær hafa gaman af því að ver hjá þér vilja t.d sita á öxlunum þínum eins og páfagaukur og eru ynndisleg á margan hátt. Ég tel rottur vera alveg rosalega miskilin dýr og þær eiga rétt að því að fólk kynnist þeim áður en þær eru dæmdar sem einhver viðbjóður sem ætti ekki að vera á heimilum fólks.
Ég ætla ekki að segja meira en leifa myndunum að tala.
Njótið :DGóða nótt :)

Monday, April 27, 2009

Moli og Narta

Jæja eins og þið öll vitið núna fengum við okkur Kínverskan dverghamstur í gær. Moli er í skýunum með nýja flotta leikfangið sitt og eiðir flestum stundum sínum fyrir framan búrið að horfa á hana. Við keyftum hamstrakúlu handa henni sem hún getur hlupið í en hún er ekki alveg að fatta hana allavegana hefur hún ekkert hlupið í henni enþá. Við ætlum samt að gefa henni séns þar semhún hefur aldrei farið í svona kúlu og sjá hvort hún fatti þetta ekki á endanum. En það vantaði ekki hjálpsemina frá Mola sem þið getið séð hér ;).

Meira seinna ;D

Sunday, April 26, 2009

Narta er komin til okkar

Jæja við erum komin með lítin Kínverskan dverghamstur inn á heimilið. Hún hefur fengið nafnið Narta (uppástunga frá Guðlaugu Maríu) og okkur finnst nafnið passa mjög el við hana allavegana enþá því hún hefur soldið verið að narta í okkur en vonandi lagast það með endalausu figti frá okkur ;). Við keyftum kúlu svo hún getur rúllað út um alla íbúð án þess að verða sér að voða. Við höfum tvær vikur til að venjast henni og hún okkur þannig að vonandi gengur allt vel og hún nær að venjast okkur á þeim tíma annas ætlum við að skila henni í búðina og bíða betri tíma þar til við getum fengið okkur Rottu.
En hér koma nokkrar myndir af Mola og snúllunni en hann hefur ekki viljað fara of langt frá búrinu ef hann skildi missa af einhverju en hann er alveg hreint heillaður afhenni ;).
En hér koma myndirnar

Moli fyrir framan tóma Rottu/hamstra búrið en þið getið rétt ýmindað ykkur að vona lítill hamstr fái ekki bara víðáttu brjálæði í vona stóru búri

Þarna er svo Moli og hún Narta þið sjáið ekki störu tárin hans Mola en þau voru sko til staðar ;)

og ein önnur af litla dindlinum

Jæja komin í Eurovision fílinginn

Þá fer að líða ða Eurovision og það er ekki laust við að ég sé orðin spennt eins og alltaf þrátt fyrir að ég hótaði að horfa aldrei á þessa keppni aftur eftir að þetta hroðafenglega lag hjá Rússum vann í fyrra ég fæ alveg hrodd legar það er verið að spila það núna aftur og aftur ojbara.
Ég er búin að vera ða horfa á þættina með Palla og svo þessa frá Rússlandi og er svona að reyna að átta mig á hvaða lag er flottast að minni hálfu en ég ætla að taka mé tíma í að deila þeirri niðurstöðu hérna með ykkur. En eitt get ég sagt að ég er mjög ánægð með Íslanska lagið okkar ég hef bara eitt út á það að setja og það er hún Jóhanna Guðrún okkar. Ég tel hana ekki vera tilbúna í þetta stóra hlutverk röddin er enþá að þroskast og ég hefið vilja sjá einhverja ofur söngkonu með alveg feiknalega stóra rödd í þessu lagi en ég vona að stelpan nái að taka þetta vel og taki loka tóninn alveg á fúl blasti bara.
Í dag ætlum við svo að fara og kaupa okkur hamstur og vonandi finnum við einhvern sætan og góðan. Annars prófaði ég að gera skonsur í morgun handa mér og Davíð en þær voru ekki eins og þær áttu að vera þannig að ég verð að gera aðra tilraun seina. En nóg með það ég ætla að fara mð litla prinsinn út að labba þar sem hann hefur ekki fengið labbitúrinn sinn í dag og svo sjáum við hvað gerist :D.
Fjóla og Moli

Saturday, April 25, 2009

Við erum að bæta við okkur...

...Hamstri í litlu fjölskylduna okkar. Upphaflega planið var að fá okkur Rottu því bæði mig og Davíð langar alveg rosalega mikið í rottu þar sem þær eru svo klárar og skemmtilegar, getur haft þær á öxlinni þinni og tekið þær út o.s.fv. En við komumst að því að af einhverjum fáránlegum ástæðum eru Rottur og mýs banaðar hér í íbúðinni okkar en hamstrar, kanínur, minkar og naggrísir í fínu lagi FÁRÁNLEGT!!!!!! Við ætlum því að málamiðla smá og fá okkur hamstur fyrst og svo rottu þegar við höfum þannig aðstöðu þar sem það er í lagi.
Við erum búin að kaupa búr sem átti að vera fyrir rottu en það er allt í góðu fyrir hamstur bara tvisvarsinnum stærra en hamstrabúr sem ætti nú aldeilis að vera fínt. Við stefnum á að fara í dag eða á morgun og kaupa okkur eitt kríli og fáið þið þá fleyri myndir. Moli elskar litlu nagdýrin og fær ekki nó þegar við erum í dýrabúðum og við liftum honum upp að sjá þau. Hann klórar með loppunni í glerið til að fá athyggli þeirra og svo stara þau á hvort annað og skilja ekkert í þessu skrítna dýri ;).
Meira seinna gott fólk endilega komið með hugmyndir fyrir hamstra nafn en við erum líklegast að fá okkur kellingu.
Fjóla og Fjölskylda

Friday, April 24, 2009

Hundafimi myndir

Kristín fór með okkur Mola í hundafimi meðan hún var hér og tók fyrir okkur slatta af myndum´en ég ætlaði að leifa ykkur að njóta góðs af þeim líka.

Þetta er s.s hundafimi salurinn okkar ekki eins stór og reyðhöllin heima en hlýrri og bara þokkalega kósý. Þarna er Moli að sýna listir sínar á vegasaltinu

Moli í vefinu rosa duglegur

Moli á brúnni en þarna í bakgrunn (konan í rauða bolnum) er Sam og Simon en það eru bestu vinir okkar í hundafimini

Þarna eru svo félagarnir aftur og rassarnir á eigendunum ;)

God bless
Fjóla

:(

Ég átti erfiðan og leiðilegan dag í dag :(
Það er ekki alltaf gaman á Flórída
Fjóla

Thursday, April 23, 2009

Íbúðaleit :(

oh það gengur ekki vel að finna réttu íbúðina frir okkur. Ég er búin að vera að skoða þetta í dag og hringja og tala við fólk og mér finnst ekkert ganga. Það er altaf einhvað sem vantar annað hvort of dýrt, eða of lítil, eða of langt í burtu eða uppfyllir ekki gæludýrakröfur og þið vitið hvað Moli skiptir mig miklu máli og svo verður að leifa að fá annan hund því það kemur ekkert annað til greina í framtíðinni.
En vildi bara deila þessu með ykkur og biðja ykkur um að hafa okkur í bænum ykkar að íbúðin fynnist og hún hafi allt það sem við þurfum.
kv Fjóla og Moli

Tuesday, April 21, 2009

Kristín mín er farin :(

Þá er Kristín komin í loftið og á leið til Íslandsins góða en í burtu frá okkur :(. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og hlökkum til að fá hana sem fyrst aftur í heimsókn.
Ég ætla samt að leggja inn kvörtun til ykkur. Mér þykir alveg rosalega leiðinlegt að fá aldrei að heyra neitt frá neinum í gegnum comment. Stundum velti ég því fyrir mér hvort maður ætti ekki bara að hætta að leggja alla þessa vinnu á sig að sitja inn myndir ef það er hvort eð er engin að skoða þetta en ég veit að fjölskyldan kíkir mikið og vill sjá myndir en þetta er rosalega mikil vinna og stundum finnst mani þetta ekki vera þess virði :(. Ég er rosalega mikið á móti því þegar fólk er að hóta að hætta að blogga þess vegna ætla ég ekki að gera það því ég hef gaman af þessu en ég hefði enþá meira gaman af þessu ef ég fengi bara nokkrar línur svona annað slagið frá ykkur til að vita hvort það sé eitthvað að frétta.
En nóg um það Við Kristín erum búnar að vera alveg rosalega duglegar að gera allt sem okkur dettur í hug meðan hún var hér og hér kemur annað alsherjar myndablogg fyrir ykkur frá síðustu dögunum hennar hér. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta nema bara með skíringu undir myndunum ;9.
Knúsar og kossar frá Flórída

Hérna núna er mjög mikið af þessum gullfallegu fjólubláu trjám og er mjög gaman að sjá þau inn á milli þessara venjulegu grænu ;)
Þarna erum við svo komin yrir utan Pet Kennelin þar sem Moli okkar var á meðan við skemmtum okkur (án hans) í Busch Gardends. Litla barnið að fara í fyrstu pössununa sína í langan tíma
Þarna er hann svo kominn í búrið sitt og var rosalega hissa að við ætluðum að skilja hann bara þarna eftir

Þarna er ég og Kristín komin inn í garðin og búin að stilla okkur upp fyrir framan þetta flotta fiðrildi

Ég og Kristín hjá Flamingóunum

Við gátum fengið að fara og gefa páfagaukum að borða og komu þeir og settust á okkur og þáðu sopa af sykurvatni

Flottir fuglar

Þessi fannst mér flottastur

Kristín fékk tvo á sig sem börðust um athyggli hennar

Já svo fékk einn sér sæti á hausnum á henni ;)

Einn kom og heimsótti mig

Davíð klikkhaus fór í þennan rússíbana sem fer 200 fet upp í loftið (en það er svona næstum jafn hátt og Hallgrímskirkjuturn) en frá þeirri hæð fellur þú beint niður eða 90° en fyrst ertu stoppaður í svona 2-3 sek þar sem þú horfir hert þú ert að fara svo er þér skellt niður á 70 milna hraða eða 120 km hraða ca við Kristín afþökkuðum pent að fara með og tókum bara mynd af honum en hann er þarna fyrir miðju á 2 eða 3 bekk.

Fórum á svona dýra sýningu þar sem dýr voru í aðalhlutverki og höfðum gaman af

Þessi flotti páfagaukur var að setja blóm í blómavasa

Köttur að vefa á milli fótana hennar flott

Fyndnar skjaldbökur

Við fengum að gefa Flamingóunum en það kítlaði soldið mikið ;9

Klikað flottir froskar

davíð eins nálægt sofandi híenu og hann mun vonanandi nokkurntíman vera aftur ;)

Oh Meerecats (kann ekki að skrifa þetta) þetta eru náttúrulega með þeim fyndnustu dýrum í heimi :D

Við hjónin í svona svif vögnum yfir Busch Gardens

Ég og Kristín í river rafting tæki og við urðum mjög blautar en samt ógeðslega gaman

Eins og sjá má mjög blaut en buxurnar voru gersamlega alveg gegn sósa

Kristín og Davíð að bíða eftir lestinni sem fer hringinn í kringum garðinn

Þarna erum við svo komin á California Pizza Kitchen en það var víst algjört möst að prófa það hjá Kristínu þar sem Ella systir hafði sagt að það væri svo frábært enda er þetta góður staður það vantar ekki ;9

Ummm Kristín með BBQ kjúklinga pizzuna sína sem er mjög fræg og vinsæl hjá þeim

Þarna erum við svo komin á ströndina góðu þar sem Moli skemmti sér alveg rosalega vel eins og sjá má

oh svo sæt saman þessi gella var mjög skotin í Mola

já komdu að leika pleeeease

Moli að fá sér smá að drekka enda heitt og gott veður. Svo er Ítalski Grayhoundinn að bíða eftir smá sopa

Kristín sæta sæta að labba á ströndinni

Moli og lítla sæta Yorka gimpið en ég skil svo vel afhverju fólk fær sér Yorkcher Terrier þegar maður hittir svona krútt

Flottur Kínverskur Faxhundur

Moli á sprettinum en hann leikur oft við þennan enda er hann mjög oft á ströndinni

þessir tveir hundar eiga sama eigandan og eru oft á ströndinni

oh svo gaman

leika sér saman
Þessi flotti Ítalski Grayhound er algjört æði hann er þrí fættur en algjört kelu krútt

Moli var rosalega hrifin af þessari feita bolli og var alltaf að reyna að fá hana til að leika ;)

Þarna erum við komin fyrir utan Believe it or not safnið en það er ekkert venjulegt hús eins og sjá má

Kristín í vel skökku herbergi sem lætur mann svima en þetta er á safninu

Kristín hjá eftir mynd af stærsta manni í sem til hefur verið en hann var vel stór eins og sjá má

Þarna erum við dömurnar komnar á Medieval times sem er dinner show

Kristín sæta

Aðal maður kongsins flottur ;)

Kristín komin með veifuna tilbúin að kvetja okkar Riddara til dáða

Þarna er svo sviðið en það er bara svona sand grifja beint fyrir framan þig en við Kristín vorum svo heppnar að vera á 1 bekk :D þannig að við fengum stemmninguna beint í æð

Svo hófst sýningin en hún er að megninu til öll á hestum

ógeðslega flott hesta listdans sýning
þeir dönsnuðu svo flott
og þá er komið að matnum. Sko málið er að allir fá það sama að borða en það er í forrétt: tómatsúpa og hvítlauksbrauð, aðalrétt: 1/2 kjýklingur (já gott fólk ég er ekki að íkja) og lítill biti af svínarifi ásamt karteflubát og í eftir rétt einhverskonar epla smjördeigs dæmi.

Þarna er svo riddarinn okkar eða The Yellow Knight hann stóð sig ágætlega en ekkert til að hrópa húrra fyrir

Þarna er svo hetjan með Kristínu
Njótið vel og það væri gaman að fá að heyra frá ykkur ég er sko í öðru landi og frétti ekkert af ykkur ;) og halló ég var að setja inn 54 myndur það tekur vinu og tíma endilega komið með comment