Wednesday, April 08, 2009

Það er bara aldrei þessu vant hellingur að frétta

Fyrstu fréttir eru þær að við erum búin að selja Tröll Angantýr litla Aygoin okkar heima á Íslandi loksins. Við fengum ekki eins mikið og við vorum að vonast eftir að fá fyrir hann en við vonuðumst eftir 1 millu en fengum í vasan rétt um 940.000 kr fyrir hann sem við erum sátt með. hlynur, pabbi og mamma eru búin að vera alveg hreint frábær að hjálpa okkur með að selja bílinn, þrífa hann og setja í olíuskipti og allt sem hefur þurft á meðan við erum her og erum við þeim alveg endalaust þakklát.
Annað í fréttum er það að ég fór á konu bókaklúbbin sem ég hef farið einusinni á í dag. Þær eru að byrja á nýrri bók sem er líka eftir Joyce þannig að ég vildi alveg hreint endilega vera með og sé sko ekki eftir því. How to hear from God (held ég sé að segja rétt) en ég er því miður ekki komin með mitt eintak þar sem ég panntaði bókina á netinu og hún er ekki komin. Ég þarf því að vera dugleg og lesa þrjá kafla þegar ég fæ hana. Mér líka alveg afskaplega vel við allar þessar konu sem eru á öllum aldri og ofboðslega pnar og skemmtilegar. Ég veit að ég á eftir að læra mikið og vaxa mikið á því að fá að umgangast þessar konur og ég trúi því að Guð á eftir að gera góða hluti í mér þegar fram líða stundir. Mig hlakkar mikið til næsta hittings en ég missi því miður af einum degi þar sem Kristín er að koma (en það er nú alsekki leiðinlegt ;9) en þá stend ég mig bara enn betur að mæta öll hin skiptin. Moli kom með mér á bókaklúbbin og var í fínu bláu prinsatöskunni sinni undir borði og var alveg hreint til fyrirmyndar fyrir utan smá klór í töskuna á einum tímapungti en ég var fljót að þagga niður í honum ;).
Núna er ég komin heim Moli er að lúlla á náttslopnum mínum meðan ég skrifa þetta blogg og ég bíð eftir því að hann Davíð minn komi heim. En ég læt þetta duga að þessu sinni þangaðtil næst Blessó verið Hressó ;)

Já þetta er semsagt Davíð að drekka þvottaefni æ hann langaði bara að prófa.....

DJÓK!!!!!!! Við keyftum þennan djús í Walmart um dagin en þetta er kíví, jarðarberja og eitthvað djús en hann er svona líka skemmtilega grænn á litinn ;9


Ég og Moli erum aftur byrjuð í hundafimini með Sam og Símon en þau gáfu Mola þennan bol svo hann gleymi þeim ekki þegar við flytjum frá Flórída og fanst mér hann bara nokkuð sætur í honum ;). Við Moli erum að velta fyrir okkur hvað við getum gefið Símoni í staðinn og það sem er ofalega á listanum núna er góð feit sneið af slátri ;9.

No comments: