Thursday, April 02, 2009

Dagurinn í dag

Jæja ég var að stíga inn úr dyrunum eftir áhugaverðan dag hjá SPCA. Ég mætti rétt fyrir eitt og var sett í það að baða hvolpa :D það verður ekki mikið betra en það. Þessir hundar sem DART er að sjá um komu frá Arisona en það hafa verið flóð þar nýlega og koma þeir því frá kenneli sem varð að finna nýja staði fyrir greyjin. Í þessum hopi af hundum sem við fengum frá Arisona eru hvorki meira né minna en fimm tíkur með hvolpa, þrjár þeirra eru með alveg glæ nýja hvolpa, ein er með svona 4 vikna hvolpa og sú síðasta er með syrka 6-7 vikna hvolpa. Ég fékk að baða þessa 6-7 vikna en allir þessir hvolpar eru alsherjar kogteilar og mjög erfitt að átta sig á því hvaða tegundir eru þarna á ferð. Eftir að þeir elstu voru búnir baðaði ég ásamt annari 4 vikna hvolpana ;). Seini hluti dagsins fór svo í að baða stóru hundana en það var aðein meiri vinna enda er aðstaðan til böðunar ekki góð (engin baðker eða borð) og við vorum úti í þokkabót í hitanum enda lak af mér svitin í allan dag og það var ekki þurr þráður á mér annaðhvort þá af völdum svita eða hunda ;9.
Núna er ég að taka því rólega með bestasta hundinum mínum sem var ekkert smá glaður að fá mömmu heim enda skildi hann ekkert í því að hann fengi ekki að fara með mér en ég var út þefuð og grandskoðuð þegar ég kom heim enda ekki við öðru að búast ;).
En nóg í bili blogga fljótt aftur (eins og alltaf)
Kv Fjóla

3 comments:

Anonymous said...

O æðislegt voru þetta mest stórir hundar eða líka smáhundar?

Kristín

Fjóla Dögg said...

mest stórir hundar en slatti af svona miðlungs líka

Helga said...

Vá, þetta hefur verið heillings vinna. Samt spennandi að fá að taka þátt í einhverju svona.