Monday, April 13, 2009

Páska myndir

Við áttum alveg hreint frábæra Páska og höfðum það kósý og notarlegt heimafyrir. Við kíktum þó í Páska kirkju í PCC og var það alveg hreint frábært. Eftir kirkjuna fórum við fljótlega að undirbúa matin því við ákváðum ða hafa hann bara tiltölulega snemma. Ég byrjaði á því að undirbúa kotasælubollur sem eru bestu bollur sem Bróðir minn hefur smakkað svo það var um að gera að baka þær í tilefni dagsins, ég bjó einig til eitt af uppáhalds dýfunum mínum en hún er köld og ég hef búið hana til fyrir fult af fólki sem les þetta blogg ;). Davíð minn sá svo um kjötið en við vorum með kalkúnabringu (ummm) og bjó hann til glasseringuna á hana. Ég flysjaði svo og sauð sætar karteflur sem voru svo stappaðar í spað og set útí það kanill og sykurpúðar algjört nammi. Eftir matinn tókum við því rólega og láum á meltunni og átum gulrótaköku sem ég hafði búið til deginum áður, horfðum meðal annars á alveg klikaða sýningu um líf Jesú þar sem sami maðurinn og leikur Jesú í Holyland var að leika Jesú þar en við erum að tala um 2000-3000 manna leik kór og voru kindur, geitur, hestar, asnar og Kameldýr gott fólk. Englar svifu um loftið og allt sem þér getur dottið í hug var í þessari sýningu, enda komumst við að því eftir að skoða netið að þessi sýning kostaði hvorki meira né minna en 1 millu dollara :S.
Núna er ég að þvo þvott og klára að taka til heima fyrir áður en við förum svo seina í dag að þrífa bílin okkar, borga rafmagnsreikninginn og það sem skiptir öllu máli ná í Kristínu út á völl :D.
Jæja ég ætla ekki alveg að skilja ykkur úti í kuldanum og kem því hér með nokkrar myndir frá páskunum okkar hérna á Flórída.
Knús á ykkur öll Fjóla, Davíð og Moli

Ég að borða páskakanínuna mína

Davíð með sína kanínu

Moli að kúra meðan við vorum að undirbúa matinn

Ég að taka til í eldhúsinu heima eftir alla matargerðina

Ég með bollurnar mínar rosalega stolt ;)

2 comments:

Helga said...

Skemmtilegar myndir að vana. Engin smá sýning sem þetta hefur verið. Vá hvað það er skrýtið að Kristín sé komin til þín. Hlakka svo til að fá fréttir hvernig allt hefur gengið.
Knús frá mér og Fróða

Halla Marie said...

Þú ert svo dugleg að elda góðan mat. Gleðilega Páska til ykkar hjóna og Mola. Gaman að sjá umhverfið þar sem þið búið.