Saturday, April 25, 2009

Við erum að bæta við okkur...

...Hamstri í litlu fjölskylduna okkar. Upphaflega planið var að fá okkur Rottu því bæði mig og Davíð langar alveg rosalega mikið í rottu þar sem þær eru svo klárar og skemmtilegar, getur haft þær á öxlinni þinni og tekið þær út o.s.fv. En við komumst að því að af einhverjum fáránlegum ástæðum eru Rottur og mýs banaðar hér í íbúðinni okkar en hamstrar, kanínur, minkar og naggrísir í fínu lagi FÁRÁNLEGT!!!!!! Við ætlum því að málamiðla smá og fá okkur hamstur fyrst og svo rottu þegar við höfum þannig aðstöðu þar sem það er í lagi.
Við erum búin að kaupa búr sem átti að vera fyrir rottu en það er allt í góðu fyrir hamstur bara tvisvarsinnum stærra en hamstrabúr sem ætti nú aldeilis að vera fínt. Við stefnum á að fara í dag eða á morgun og kaupa okkur eitt kríli og fáið þið þá fleyri myndir. Moli elskar litlu nagdýrin og fær ekki nó þegar við erum í dýrabúðum og við liftum honum upp að sjá þau. Hann klórar með loppunni í glerið til að fá athyggli þeirra og svo stara þau á hvort annað og skilja ekkert í þessu skrítna dýri ;).
Meira seinna gott fólk endilega komið með hugmyndir fyrir hamstra nafn en við erum líklegast að fá okkur kellingu.
Fjóla og Fjölskylda

9 comments:

Anonymous said...

ohhh ég var orðin svakalega spennt að sjá rottuna ykkar ;) hehe en hamstrar eru svoom mikið krútt! hlakka til að sjá mynd af rúslunni! Elisabeth Taylor passar fínt á svona krútt ;)heheh

kv frænkulíus

Anonymous said...

Hlakka til að sjá Mola og nýju skvísuna. Fyrstu nafnatillögur héðan: Miss Piggy eða Svínka:)
Knúsar
Tengdó

Anonymous said...

Þetta er notlega frekar spes að velja þessi 2 nagdýr eitthvað út úr en jæja hamstur er öruglega fínn :)
Hlakka til að sjá myndir af henni :)

Knús Kristín

Æsa said...

:) Hamstrastelpan ykkar á ábyggilega eftir að fá skemmtilegt víðáttubrjálæði í svona risastóru búri! en það er bara betra :) Ég átti tvo hamstra þegar ég var krakki og hét önnur Ída og hin Ögn (kallaði hana oftast Agnarögn). Annars kann ég engin hamstranöfn, minnir að ég hafi helst farið í gegnum mannanafnaskránna og skoðað öll stuttu nöfnin (svona þriggja stafa nöfn).
Alltaf gaman að kíkja hérna inn til þín Fjóla og sjá myndir frá ykkur í Ameríkunni! Hlakka til að sjá myndir af nýjasta fjölskyldumeðliminum ykkur!
Kveðja frá Svíþjóð

Fjóla Dögg said...

Já ég var ekki mjög fjölbreitt í hamstranöfnunum sjálf þegar ég var með hamstra en frsti hamsturinn minn hét Moli.. þannig að þið sjáið hvar Moli fékk nafnið sitt ;). En svo átti ég tova kalla sem voru bærður og hétu Eldur og Ís og það passaði mjög vel við þá því þeir voru ekki mjög hrifnir af hvor öðrum.
En ég er mjög ánægð með þessa nafnahugmyndir og endilega haldið áfram að koma með hugmyndir.
Litla stelpan kemur heim á morgun ef allt gengur vel og við finnum réttu prinsessuna fyrir okkar heimili ;)

Kv Fjóla og Moli alveg að springa úr spennu að fá litla hamstra systur ;)

Anonymous said...

yay! you got the little one! So happy for you! Thanks so much for calling us, it was so nice and such a sweet surprise! Must happen more often :)

Love,
Marisa

Helga said...

Geturðu ekki bara keypt rottu og sett á hana kanínueyru? Með nöfn, tja ef það væri rotta þá kannski meindýr, plága, eða... Ok, smá grín, bara varð. Annars mæli ég með kínverska dverghamstrinum, þeir eru rosa sætir og gæfir.
Ég var í grilli hjá Örnu í gær og Rúnar maðurinn hennar var að segja mér að þau hefðu fundið mús í eldhúsinu hjá sér um daginn. Rúnar lagði músagildru með MacIntosh mola svo ekki var amaleg síðasta kvöldmáltíðin hennar.

Anonymous said...

Þetta er mjög sniðugt hjá ykkur. Mig hefur sjálfri lengi langað í hamstur. Að velja nafn getur verið ansi snúið. Kannski er betra að hafa einhver nöfn til reiðu þegar hamsturinn kemur, þá er hægt að sjá hvaða nafn fer best við þegar komið er heim. Annars hef ég enga hugmynd um nöfn. Var að hugsa um að kíkja í nafnabókina, en oft kemur líka nafnið þegar dýrið er komið í hús.

Annars er mjög gaman að fylgjast með þér. Kíki alltaf reglulega þó ég kommenti sjaldan.

Vona innilega að þið hafið það rosalega gott.

Bestu kveðjur, Snærún

Anonymous said...

Hún mágkona þín, Guðlaug María, bað mig að senda þér línu með tillögu að nafni. Hún stingur upp á nafninu "Narta".

Kveðja, tengdapabbi