Wednesday, April 15, 2009

Kristín komin :D

Hæ gott fólk Kristín vinkona er komin til Flórída :D. Við fórum út á völl og náðum í hana um 9 leitið í gær kvöldi en vélinni seinkaði vegna ókyrðar í lofitinu en allt gekk vel engin vesen á influtningav-örðunum eða neitt þanig að allt gekk vel. Við vorum komin heim rúmlega 12 að miðnætti og fórum fljótlega í háttin eftir að við komum heim.
Í dag átti planið að vera þannig að við færum á hundaströndina en þar sem það er búið að rigna og mikið um þrumur og eldingar ásamt roki komumst við ekki þangað en vonumst við til að komast þangað fljótlega í vikunni. Við sátum þó ekki aðgerðalausar heldur fórum með Mola í búðarrölt. Við fórum í Wal Mart, Pet Smart, Dollar Tree, TJ Maxx og Burlington og Kristín stóð sog mjög vel í að versla og við komum heim með troðfult skott af pokum ;).
Núna situm við heima og erum að horfa á Biggest loser eftir að hafa arið í hundafimi og borðað kvöld mat.
Á morgun er svo komið að Disney World. Við ætlum að byrja í Epcot og fara svo í Magic Kingdom á fimmtudaginn. Kristín hefur aldrei farið í Disney garð þannig að þetta verður algjört æði. En núna ætla ég að hætta og fara að tala við gestin minn ;).
Góða nótt öll sömul og myndir koma seina í vikunni ;)

No comments: