Friday, October 31, 2008

Komin til Noregs

Jæja ég er mætt og það er rosa gaman hjá okkur. Við erum bara að skoða blöðin núna og sjá hvað skal gera í dag. Við eigum eiginlega eftir að heimsækja Höllu líklega í kvöld og gera eittnhvað skemmtilegt.
Annars hef ég fátt annað að segja í bili nema bara skemmtið ykkur vel heima á Íslandi og ég sé ykkur á mánudaginn.

Friday, October 24, 2008

Vinna vinna vinna

Jæja nú sti ég hérna í vinnunni fátt að gera fyrir utan að figta í tölvunni minni. Þsð er verið að minka við mig vinnuna þannig að frá og með 1 nóv er ég búin að vinna kl 17:30 í stað 18:30 sem er bara gott fyrir mig fyrir utan peningamissinn en hann var nú ekki mikill til að byrja með. ég ætla bara að vona að það verði brjálað að gera hjá mér í hundaþvotti fyrir jólinn svo ég nái að hala mér inn pening þannig. Þannig að allir sem ekki nenna að þrífa hundinn sinn sjálfir fyrir jólin komið bara með hann til mín og ég skal gera það fyrir ykkur og gefa þeim góða likt.
Ég fór með Arisi mína í hlýðni hjá Alberti í gær og oh hvað það var gaman. Hún stóð sig alveg hreint eins og hetja og hlýddi mér í einu og öllu þrátt fyrir að ég sé ekki mamma hennar. Albert bað svo að heilsa Mola mínum enda er hann svo hrifin af honum ;).
En það er margt sem ég þarf að gera í kvöld áður en ég fer. Srax og ég kem heim fer ég í það að pakka og svo ætlaði ég að fara með Kristínu í þjálfunartíma þar sem ég gjörsamlega gleymdi að mæta á mánudaginn í Chihuahua þjálfnina algjör asni. Svo er að fara til mömmu hennar helgu og ná í dót sem ég á að taka með út til hennar og vo ætla ég að reyna að setjast niður og horfa á ANTM ef ég hef tíma. Ég fer svo eld snemma í fyrramálið til Noregs og Davíð minn og Moli ætla að keyra mig út á völl. Ég hlakka svo til að hitta hana Helgu mína og tala við hana um heima og geyma.
En ég segi þetta gott í bili.

Kær kveðja Fjóla Dögg

Noregur here I come

Þá er bara komið að því er að fara til Noregs á morgun að hitta hana Helgu mína og Fróða minn. Kallin verður 3 ára daginn sem ég kem út þannig að ég verð að gef honum eitthvað gott. Það er allt á kafi í snjó þarna úti núna þannig að stemmarinn breytist ekki mikið frá stemmaranum hérna heima. Ég á eftir að gera helling áður en ég fer en það reddast allt saman.
Þetta er nóg í bili og ég bið að heilsa ykkur.

Fjóla á leið til Norge ;)

Myndir frá göngu

Ég skellti mér í göngu um daginn með Kristínu, Maríönnu og Sunnevu og öllum voffunum auðvita. Gjöriði svo vel.

Ég náði þó nokkrum mjög flottum myndum af hennit Töru henar Maríönnu og vil ég bara hér með segja að henni er velkomið að stela þeim ;)

Kormákur hennar Sunnevu sæti kall alltaf að reyna að fá Mola að leika

Tara dúlla

Moli og tara vinirnir

Nammi nammi nammi....

Aris fína fína

Kormákur myndarlegur
Svo ein nebbamynd af Mola hann er náttúrulega með sætasta nebba í heimi ;)
Njótið vel :D

Jæja á leið til Noregs

Þá er ekki langt í að ég komi til hennar Helgu minnar færandi hendi með íslenskar flatkökur og hangikjöt ásamt íslensku nammi því það er ekki til betra nammi en íslenskt nammi.
Ég fer á fimmtudagsmorguninn eldsnemma og er komin til Noregs um kl 11 held ég. Ég þarf að fara að vesenast í bankamálum og reyna að fá einhvern gjaldeyri svo ég geti allavegnana haft fyrir mat fyrir mig þarna úti og við sjáum hvernig það fer. Ég á sem betur fer evrur frá Spánarferðinni okkar sem ég ætla að taka með mér út og fá að skipta í norskar í bankanum úti.
En annars er alveg nóg að gera hjá mér hellingur alveg en nóg um það seinna.

Hef það ekki lengra í bili Fjóla Noregsfari.

Thursday, October 23, 2008

Aftur snjór GAMAN GAMAN!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja við Moli skelltum okkur út í snjóinn í gær og ég tók myndavélina með og náði nokkrum af kauða sem ég ælta að deila með ykkur.
En annars er ekki mikið að frétta af mér bara hanga heima þar sem ég er að fara að vera prófdýrið hennar Marisu í dag og fékk bara frí sem er bara frekar nice því þá kemst ég í göngu með Kristínu og Maríönnu í öllum snjónum JJJEIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!
En ég hef það ekki lengra.

Blessó

Fallega Ísland

Sko fallega fallega svona líka tignarlegur

Fallegastur

Davíð inn á leiðinni í héraðsdóm Reykjavíkur

Mikill snjór mikið gaman

Friday, October 17, 2008

Fólkið í blokkinni


VÁÁÁÁÁÁÁ hvað það var ÓGEÐSLEGA SKEMMTILEGT.
Ég var alveg að tapa mér þeta var svo skemmtilegt. Allir leikararnir eru frábærir og ég hló og grét og skemmti mér konunglega. Við Davíð erum svooooo að fara aftur ekki spurning það er bara hvenar við förum :D. Ólafur Haukur á sko skilið hrós fyrir þennan söngleik ó já .
Vildi bara deila þesu með ykkur.

Meiri myndir

Moli sæti heima hjá Hlynsa og Dísu að horfa á okkur borða

Mynir úr göngu með Kristínu og Maríönu Snotra kellinginAllir að bíða eftir nammi en Aris og Moli eru lang mest þjalfuð í þessu

Allir að elta Mola ekki óalgeng sjón

Moli og Tara á fullu ógeðslega gaman

Myndir frá Árshátíð Svalbarða (MH-ingana) Dóra og gæjinn hennar Einar

Þá er það nefndin þetta árið Rakel, Ég og Davíð

Ottó, Auður og Ásrún

Helgi og Annika

Gugga og Tommi

Karó og Kalli

Tuesday, October 14, 2008

Nokkrar flottar myndir

Var bara að skoða myndirnar í tölvunni minni og langaði að deila nokkrum af þeim með ykkur. Svo njótið vel.
Moli minn i Þjóðhátímarlundi að hoppa til mömmu sín

Sóldís litli Dvergur í Þjóðhátíarlundi

Þessi mynd af Coco pg Mola er ein af mínum uppáhalds finnst hún svo flott

Sól vinkona Mola að hlaupa í fjörunni

Bestustu vinirnir... elsku kallarnir

Davíð minn og Molinn minn

Ég og yndislegi Fróði sem ég sakna svo mikið

Ég og Moli fynnst þetta svo flott mynd

Sæti sæti strákurinn minn. Þessi mynd var tekin þegar ég Helga og Kristín fórum í sumarbústaða ferð síðasta sumar...oh það var svo gaman.

Ég og Molinn minn

Ég og Aris í gegjuðu veðri

Ég skal svooo náð þér!!!!!!

Þau eru náttúrulega bara sæt

Aris og Moli vinirnir að bíða eftir nammi!!!

Sunday, October 12, 2008

Frábærir tónleikar

Ég skellti mér á mynningartónleikana um Vilhjálm Vilhjálmsson með Steinunni og Eddu og vá vá vá hvað þeir voru stóroslegir. Það komu fram listamen á borð við Bo, Egill, Doddú, Bubbi, Jónsi, Páll Rósinkrans, Raknheiður Gröndal, Lay low, Laddi, Helgi Bjöss o.fl.
Vilhjálmur tók meira að segja tvö lög sjálfur og vá hvað það var flott. Manni leið eins og maður þekkti Villa Vill í eigin persónu eftir að heyra frásagnirnar af honum og sjá myndirnar og góðlegu augun hans. Það er sko alveg á hreinu að þessu maður hafði mikinn sjarma og hefur verið dásamlegur maður. Ég reyndi mikið að fella ekki tár en það var óumflíanlegt þegar að Hrafninn var flutur sem er eitt að mýnum uppáhalds lögum þrátt fyrir að vera flutt af Bubba sem ég er ekkert sérstaklega hrifin af en hann gerið það mjög vel. Það er líka svo rosalega magnað hvað textarnir eru rosalega miklir og áhrifaríkir enda skiptu textarnir Villa miklu máli og frammburður þeirra.
Ég er æfinlega þakklát að hafa átt Ellert Borgar sem skólastjóra þegar ég var barn og fá Villa Vill strax inn í líf mitt og að læra að meta hann eins og ég geri í dag þetta er og verður lílega alltaf minn upppáhalds Íslenski söngvari.
Fjóla Dögg

Wednesday, October 08, 2008

Nóg að gera

Það er alveg nóg að gera. Ég er að fá fult af hundum í snyrtingu og ég vona að ég sé að standa mig vel og fái einhverja af þeim aftur.
Davíð minn var að flytja í Háskólanum fyrirlestur um Réttarhöldin yfir Jesú og stóð hann sig gjörsamlega eins og heltja og þetta var svo fræðandi og skemmtilegt. Það mættu milli 45 og 50 mans sem er bara mjög gott fyrir hádeigisfund.
Við erum að fara að fá Edgar, Guðrúnu og krakkana í mat á föstudaginn og hlakkar okkur mikið til þess þrátt fyrir að það þýði að við þurfum að taka til heima.....ooohhhhh ;).
Hlynsi bróssi var að brjóta á sér höndina og er því heima í allavegana viku og er hann ekki leiður yfir því kallinn, við ætlum því að kíkja í nýa Rúmfatalagerinn áður en ég fer í vinnuna og það verður nú gaman.
Ég var að koma úr göngu með Kristínu og Maríönnu þar sem við hittum brjálaða kanínukallinn ég ætla að reyna að vera ekki pirruð út í hann og frekar að biðja fyrir honum því hann á auðsjáanlega bátt elsku kallinn en ég nenni ekki að fara út í það.
Jæja ég ætlaði bara að leggja inn eina færslu svo þið gleymið mér ekki alveg en ég kem með meira seinna þegar ég hef eitthvað meira að segja.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Friday, October 03, 2008

SNJÓR SSSSÆÆÆÆÆÆÆLLL!!!!!!!!!!!!!

Jæja gott fólk þar er SNJÓR úti ef þið skilduð ekki vera búin að átta ykkur á því. Ég smellti af nokkrum myndum af Mola úti í snjónum gjöriði svo vel.
Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá kvöldinu í gær af okkur ljósálfunum.

Moli að teigja sig og chilla í snjónum ;9....fattiði CHILLA :D HAHAHAHA

ummmm nammi snjór

Berglind með bínu pínu bleijurnar en hún stal þeim (djók) frá vöggudeildinni

Bára og Berglind dúllu rassar

Frábæru kvöldi lokið

Við fengum Báru, Ásgeir, Berglindi og Jón Ómar í mat til okkar í kvöld. Við buðum upp á innbakaðan lax í smjördegi með hrísgrjónum og sallati. Í eftir rétt bjó ég svo til rosalega fensí ostaköku sem var bara nokkuð góð fyrir að vera fyrsta ostakakan mín. Við ræddum heima og geyma og spiluðum Bíóspilið.
Þá er bara að fara í háttinn og safna orku fyrir morgundaginn sem verður strembinn.

Guð blessi ykkur og varðveiti. Ég bið að þið fáið að kynnast honum enn betur.

Kær kveðja Fjóla Dögg

Wednesday, October 01, 2008

4 hundar í snyrtingu :D

Jæja það er búið að vera brjálað hjá mér að gera í morgun. Ég er komin með hvorki meira né minna en fjóra hunda í snyrtingu þrjá chihuahua og einna Poodel. Ég verð með tvo á föstudaginn og svo tvo á þriðjudaginn og hlakka ég ekkert smá til að spreyta mér á þeim.
Á morgun koma svo Berglind frænka og Jón Ómar ásamt Báru og Ásgeiri í mat og hlakka ég mikið til þess enda ekki búin að sjá þau í þúsund ár..... eða svona næstum ;). Ég ætla ekkert að fjalla hér um hvað verður í matinn fyrr en eftir kvöldið þar sem gestirnir lesa þetta blogg og það á að koma á óvart :D. En þau eiga von á góðu ef allt heppnast vel.
Föstudagurinn minn er gjörsamlega troð fullur. Ég byrja á því að fara með Mola minn í hundaæðisbólusetningu kl 9:30, strax eftir það fer ég að hitta Hafliða með Davíð mínum, svo er að vesla með Rakel fyrir MH Árshátíðina okkar sem er á laugardaginn, þar næst koma svo tveir hundar í snyrtingu annar kl 1 og hinn kl 3. Kvöldið er þó meira og minna laust sem er gott því við þurfum að undirbúa Árshátíðina.
Jæja hef það ekki lengra. Guð blessi ykkur öll og varðveiti

Kær kveðja Fjóla