Friday, October 24, 2008

Vinna vinna vinna

Jæja nú sti ég hérna í vinnunni fátt að gera fyrir utan að figta í tölvunni minni. Þsð er verið að minka við mig vinnuna þannig að frá og með 1 nóv er ég búin að vinna kl 17:30 í stað 18:30 sem er bara gott fyrir mig fyrir utan peningamissinn en hann var nú ekki mikill til að byrja með. ég ætla bara að vona að það verði brjálað að gera hjá mér í hundaþvotti fyrir jólinn svo ég nái að hala mér inn pening þannig. Þannig að allir sem ekki nenna að þrífa hundinn sinn sjálfir fyrir jólin komið bara með hann til mín og ég skal gera það fyrir ykkur og gefa þeim góða likt.
Ég fór með Arisi mína í hlýðni hjá Alberti í gær og oh hvað það var gaman. Hún stóð sig alveg hreint eins og hetja og hlýddi mér í einu og öllu þrátt fyrir að ég sé ekki mamma hennar. Albert bað svo að heilsa Mola mínum enda er hann svo hrifin af honum ;).
En það er margt sem ég þarf að gera í kvöld áður en ég fer. Srax og ég kem heim fer ég í það að pakka og svo ætlaði ég að fara með Kristínu í þjálfunartíma þar sem ég gjörsamlega gleymdi að mæta á mánudaginn í Chihuahua þjálfnina algjör asni. Svo er að fara til mömmu hennar helgu og ná í dót sem ég á að taka með út til hennar og vo ætla ég að reyna að setjast niður og horfa á ANTM ef ég hef tíma. Ég fer svo eld snemma í fyrramálið til Noregs og Davíð minn og Moli ætla að keyra mig út á völl. Ég hlakka svo til að hitta hana Helgu mína og tala við hana um heima og geyma.
En ég segi þetta gott í bili.

Kær kveðja Fjóla Dögg

No comments: