Monday, November 30, 2009

Fyrsti í aðventu

Við kveikjum einu kerti á
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lág
og Jesúbarnið er

Þá er liðinn fyrstu sunnudagur í aðventu. Jólin eru að nálgast hratt. Ég held ég reyni að taka upp á því sama og ég hef gert síðastliðin ár að blogga daglega í desember ef fólk hefur áhuga á því ;D.
Við Davíð áttum alveg frábæra þakkargjörðar helgi og náðum að koma helling í verk.
Davíð minn á bara þrjá daga eftir í skólanum mánudag, miðvikudag og föstudag held ég að það sé og svo er hann farin í upplestrar frí :D. Við erum búin að skipuleggja helling skemmtilegt sem við ætlum að gera fyrir jólin og má þar nefna kleinugerð (er nefnilega að fara að hitta fólkið sem hefur áhuga á að læra íslensku og við ætlum að horfa á Nonna og Manna og allir eiga að taka eitthvað íslenskt), laufabrauðsgerð (en við ætlum að búa til deigið, fletja út og steikja, sjáum hvernig það fer), smákökugerð, setja upp og skreyta piparkökuhús, setja upp jólaþorpið og skreyta jólatréið.
Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum en samt er þetta eitthvað svo skrítið og sorglegt að vera hér á allra ættingja og vina.
Í dag fer Davíð í skólann um 11 þannig að spá að reyna að ná að fara í leikfimi áður en hann fer og kaupa kanski jólakúlur í cosco en þar sem við erum komin með svo stórt jólatré þá vantar okkur skraut og mikið af því þannig að við ætlum að kaupa 80 kúlu pakka (plast kúlur reyndar) í cosco.
Annars ætla ég að spjalla við hana Helgu mína í dag er ekki búin að ná að tala við hana alla helgina þannig að það verður skyp hittingur seina í dag :D.

Annars segi ég bara knús á ykkur öll

Fjóla og co

p.s. Kristín ertu alveg hætt að blogga?

Saturday, November 28, 2009

Jæja hér kemur bloggið...

...sem margir hafa beðið eftir.
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur Davíð þessa Þakkargjörðarhátíð. Á fimmtudagsmorgninum vöknuðum við snemma og fórum í amerískan fótbolta með kirkjunni okkar og var það mjög gaman þrátt fyrir þó nokkurn kulda og mikla þoku. Davíð stóð sig þrátt fyrir að vita ekkert hvað hann væri að gera sökum of mikilla og of flókna reglna eins og virðist vera í flestum amerískum íþróttum ;D.
Við fórum svo til Veroniku og Gary í mat og var það alveg æðislega gaman enda eru þau æðislegt fólk ;).
Annars erum við Davíð búin að vera á haus í jóla hreingerningu, jóla skreytingu, jóla föndri og flest öllu jóla sem ykkur dettur í hug. Íbúðin okkar er eins og lítið jólahús "AND I LOVE IT" :D.
Við vorum fyrir stuttu að koma úr jálatrés leiðangri en við ákváðum að kaupa okkur gerfi jólatré þar sem það er að borga sig á tveim árum eða svo og við þurfum ekki að setja neina seríu á það þvú hún er á trénu :D sem er BEST Í HEIMI!!!!!!!!!!!!!! En þið fáið myndir af trénu seina þegar við erum búin að skreita það og gera fínt en það er bnara komið upp núna og er óskreytt ;D en við erum samt búin að setja jólamottuna undir tréið þá sem við vorum að fá frá pabba og mömmu hún er KLIKKUÐ þið fáið að sjá hana líka seinna, en svo eru líka nokkrir pakkar komnir undir tréið ;D.
En nóg með blaðrið hér koma nokkrar myndir :D.

Davíð minn mættur í fótboltan eld hress ;D

Verið að ræða hvernig skal taka á hinu liðinu

Gary alveg að fara að grípa boltann ;D

Moli var duglegur að fylgjast með

Sæti okkar hann Moli blautur en hann skemmti sér konunglega, hitti meira að segja nokkra hunda og allt ;D

Heima hjá Veroniku og Gary allir að borða og hafa það kósý

Strákarnir að spila tölvuleiki

Við hjónin að spila Apples to apples

gaman að spila :D

ég bjó til pönnukökur sem var í desert ásamt öðru en þær kláruðust alveg sem er frábært :D

Ég að jólaskreyta. Verið að hengja upp Georg Jensen óróana :D

mjög einbeitt ;9

Jólasokkarnir hjá arninum en ég er núna búin að bæta við litla sokknum hans Mola ;D

Klikkaða jólakúlan mín og María, Jósef og Jesú barnið ;D

Þarna er svo jólapóstspokinn okkar komin upp ef við skildum vera svo heppin að fá einhver jólakort en heimilisfangið okkar er.
12411B Midsummer Ln apt 304, Woodbridge, 22192 VA (Béið fyrir aftan 12411 er MJÖG mikilvægt svo ekki gleyma því)

Ég að búa til aðventukransinn okkar
Þarna er svo stofan okkar, grettir í sófanum, auka jólasokkar á hliðarveggnum, önnur jólakúla, engillinn og svo aðventukransinn :D

Við erum með svona lítil skraut hjá hverju kerti sem segir til hvaða gerti er hvað :D. Þetta er Betlehem kertið :D

Kransinn en hann er búin til út tveim kertaskreytingum sem ég læt bara hlið við hlið og reyni að láta það líta út eins og kranns nokkuð gott ekki satt?

og að lokum þá er það flotti útidyrakransinn okkar og svo erum við með svona húna skraut á hurðarhúninum :D

Knúsar frá okkur og við biðjum fyrir þessu veseni með Fíló og allt það :S.

Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Thursday, November 26, 2009

Gleðilegan Þakkargjörðar dag :D

Við Davíð erum vöknuð og tilbúin að fara og spila fótbolta :D. við Moli ætlum reyndar bara að horfa á og taka myndir og jafnvel myndband ;D. Veðrið er milt, en það er þoka sem er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hérna.
Í gær kvöldi fórum við í kirkjuna okkar (en Occoquan er alveg orðin okkar kirkja) á Thanksgiving kvöldið og það var alveg hreint frábært. fólk var skírt, fólk sagði hvað það væri þakklátt Guði fyrir (en Davíð fór pg sagði fólki frá okkar sögu) og svo voru tövrabrögð ógeðslega gaman :D. Eftir stundina hittust allir niðri og fengu sér smá hressingu og við höfðum ekki undan að spjalla við fólk alveg æðislegt. Ég var eiginlega búin að gefast upp á því að finna kirkju sem ég yrði ánægð í því við fundum hana ekki á Flórída, hér var ég ekki alveg að fíla mig eins og ég hélt hjá Clint en svo plantar Guð okkur akkúrat í þetta kverfi þar sem kirkjan er í köknu fjarlægð og í henni er Veronika og allt þetta yndislega fólk sem við erum, að ná að kynnast. Við erum svo þakklát fyrir Occoquan :D.
En við ætlum að fara að gera okkur til fyrir fótboltan hlakka til :D.

Knúsar heim og Gleðilega Þakkargjörðarhátíð :D

Tuesday, November 24, 2009

blee.....

Ég er eitthvað slöpp :(. Vaknaði í morgun með dúndrandi hausverk, flögurt og stíf í hálsi og öxlum (en ég er búin að vera þannig í smá tíma þarf nauðsilega nudd). Ég ætlaði að fara á Íslendinga hittinginn en það er lítill hópur sem hittist alltaf einusinni eða tvisvr í viku til að læra íslensku alveg æðislegur hópur en ég bara er ekki nógu hress til að fara. Ég veit ekkert hvað þetta er hjá mér kom mjög á óvart því ég fór ekkert í gær var bara heima þannig að ég er alveg lost hvað er að mér.
Þannig að ég ætla bara að vera heima (eitthvað sem ég var ekki farin að hlakka til að gera) með Mola og elda matinn og hanga :S. Kanski fer ég út með hann smá hring en ég veit ekki hvort það sé góð hugmynd er enþá hálf svomandi og skrítin.
En ég heyri í ykkur
Fjóla :S

Sunday, November 22, 2009

Fréttir / News

Clifton fjölskyldan var að fara frá okkur rétt í þessu en þau komu með alla krakkana í hádegismat til okkar :D. Við buðum upp á heimatilbúna pízzu og svo ís í desert ;D. Ég held að Pízzan hafi slegið í gegn en ég fékk allavegana mikil hrós fyrir hana og Clint sagði meira að segja að þetta væri besta heimatilbúna pízza sem hann hefur fengið :D.
Þau stoppuðu í svona tvo tíma og var það bara virkilega huggulegt. Móses stækkar og stækkar og er orðin virkilega myndarlegur strákur :D.
En annað í fréttum er það að við verðum hjá Veroniku og fjölskylduni henar yfir Þakkargjörðar hátíðina sem er alveg frábært :D. Á miðvikudaginn (daginn fyrir Þakkargjörðarhátíðina) verður um kvöldið í Occoquan kirkjunni svona skemmtilegt kvöld þar sem tövramaður kemur og allt rosa spennó að sjá hvernig það verður. Snemma morguns daginn eftir mun kirkjan halda árlegan fótboltaleik s.s amerískan fótbolta og ætlum við Davíð að kíkja þangað áður en við förum til Veroniku en það verður alveg rosalega gaman að fá að fylgjast með því en ég held að Davíð ætli að taka þátt :D. Við erum alveg rosalega þakklát og hlökkum alveg rosalega mikið til fimmtudagsins :D.

........................................................................

The Cliftons just left but they came for lunch with all the kids. We offered home maid pizza and ice cream for desert. I think that the pizza did good things but Clint sad that it was the best home maid pizza he ever had. They stopped by for two hours or so and it was very lovely, Moses gets bigger and bigger and is becoming a very handsome little man.
But in other news, we will be at Veronika's and her families house over Thanksgiving which is GREAT :D.
On Wednesday (the day before Thanksgiving) there will be a Thanksgiving eve service in the Occoquan church which is suppose to be a fun evening with some magic and stuff so I´m excited to see how that will turn out :D. Early the next morning there will be the annual turkey ball which will be held by the church and me and Davíð will check it out I think that Davíð is even going to play, it will be fun :D. We are grateful and very excited about next Thursday.

Knúsar/hugs
Fjóla og Co.

Whole Foods :D

Við Davíð fórum í Whole Foods í dag og var það alveg hreint frábært :D. Við keyftum íslenskt labalæri, skyr.is og annað ekki íslenskt dót. Það var rosalega gaman að fara þarna og skoða en þeir eru með sult af skemmtilegum vörum sem fást hvergi annarstaðar :D.

skyr.is goðan DAGINN!!!!!!!!!!!! Við keyftum tvær dollur ;9

umm íslenskt labalæri við ákváðum að það væri gott að eiga eitt svona í fyristinum ef við fáum fólk í mat :D. En það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skipti EVER sem við Davíð kaupum lambalæri sama hvort það sé íslenskt eða eitthvað annað

Davíð fann alvöru danskan low fat Havarti og var alveg í skýjunum :D

Við keyftum svo eldivið og kveiktum upp í arninum í fyrsta sinn síðan við flutum hingað inn meka kósý :D.

En þetta var bara svona stutt kvöld blogg fyrir ykkur svo þið hafið eitthvað að lesa í fyrramálið ;9
Kveðja og knús Fjóla og co


Saturday, November 21, 2009

Æðislegt kósý kvöld :D

Við Davíð æattum alveg yndislegt kósý kvöld í gær. Við borðuðum hangikjötið umtalaða, ég bjó til rauðkál og ostaköku og Davíð bjó til uppstúf (með smá af minni hjálp ;9). Jálastemmningin og ilmurinn lá í loftinu, jólatónlist hljómaði um húsið þetta hefði ekki getað verið betra :D. Ég er svona hækt og rólega að fá heimþrá þegar ég átta mig á því að ég er ekki að fara að vera heima um jólin, það þurfti ekki meira til fyrir mig en að opna grænubaunirnar til að verða klökk.
Ég tók nokkrar myndir svona til að reyna að ná andrúmsloftinu fyrir ykkur heima.

Maturinn kominn á borðið

nammi nammi

Davíð að búa til uppstúfinn sem komst bara ansi nálægt þeim sem amma gerir ;)

Davíð að skála kvöldinu búin að gera hangikjöts stöppu á disknum sæinum ;)

ég tilbúin að smakka á ostakökunni, ohhh hún var svo góð :9

Moli mest dekraði hundur í heimi fékk nákvæmlega það sama og við + hundamat og - rauðkál ;9

umm....

Borða borða borða......

HÁMA!!!!!!!!!!!!!! :D

Annars er ég búin að finna út að fyrir jól eru tveir staðir nálækt okkur þar sem ég get keyft See´s candy en það er alveg ógeðslega gott nammi sem ég fékk að smakka hjá Marisu ein jólin :D. Við eru líka annars að spá í að fara í Whole foods en þar er hækkt að fá alskona íslenskt dót :D eins og t.d. skyr.is, lambalæri o.s.fv en við erum að spá í að verla smá af íslensku dóti :D.

knúsar á ykkur frá okkur Fjóla, Davíð, Moli og Narta :D

Friday, November 20, 2009

Kominn tími á blogg :D

Fólk er víst farið að kvarta ;D.
Jæja þá er kominn föstudagur og helgin frammundan. Við erum líklegast að fara og hjálpa Pelt fjölskyldunni að flytja í dag eftir að Davíð kemur heim og kanski líka á morgun en húsið þeirra er tilbúið :D.
Clifron fjölskyldan hefur aftur afbókað sig :S en þau koma í hádeginu á sunnudaginn og ef það gengur ekki þá held ég að við gleymum þessu bara núna og borðum hangikjötið sjálf :D.
Annars er ég alveg í skýjunum með tölvuna en er enþá að læra á hana t.d. að setja inn myndir og breyta þeim og svona.
Við Moli fórum út að skokka saman í gær og gekk það bara mjög vel :D, ég er nefnilega að reyna að fá Davíð til að taka hann með sér þegar hann fer út að skokka en hann segir að Moli sé allt öðruvísi, s.s auðveldari, með mér.
Í dag ætla ég að reyna að drattast til að taka til hérna heima, fara með Mola út í labbitúr og fara í leikfimi. En nóg af blaðri hér koma tvær myndir svona bara rétt til að sýna ykkur :D.

Moli á fína snyrtiborðinu sínu en ég er alveg rosalega ánægð með það :D

og hér er svo gripurinn er ekki alveg búin að gefa henni nafn en var að detta í hug núna Trausti tölva, hvað finnst ykkur?

Kv Fjóla og Moli

Wednesday, November 18, 2009

Ekkert matarboð í dag/ No gests for dinner to day :(

Því miður komast Clifton fjölskyldan ekki í mat í dag vegna tvíbókunar Clints. Ég var búin að sjóða hangikjötið eins og þið vitið en ég talaði við Simma og hann sagði að það væri í lagi að geyma það fram á laugardag ef ég setti það bara í vel lokaðan plastpoka og geymdi það inni í kæli, hann er náttúrulega algjör life saver :D (en þau koma s.s á laugardaginn í staðinn).
En í dag á ég að fá allar þær sendingar sem við vorum búin að pannta s.s tölvuna mína :D, hundadót fyrir Mola og hundasnyrtiborð. Ég er alveg að springa ekkert smá spennó :D (ég er samt skít hrædd um að Davíð rífi af mér tölvuna og opni hana sjálfur :S).
Í kvöld (fyrst við fáum enga gesti) fer ég á kóræfingu í kirkjunni okkar sem verður æðislegt. Ég ætla líka að reyna að lauma mér aðeins út og kaupa smá límmiða fyrir skrapp bókina hans Mola en ég er langt komin með hana en vantar meiri hundalímmiða :D.
Annars er það bara það sama, ég verð að fara í leikfimi því ég hef ekki farið í tvo daga í röð og svo fær Moli minn labbitúr líklega bráðum.
.......................................................
Sadly the Clifton´s will not come for dinner to night because Clint had doudle booked him salf (bissy man). I had cooked the Hangikjöt yeasterday but I did talk to Simmi my friend and he sed that it would be ok just to but it in to a plastick bag and keep it in the refrigerator.
But to day we are suposto get all the stuf we orderd through the internet, my computer, dog stuff and my dog grooming table. I´m very exited :D (but I´m a litle worry that Davíð wil try to open up my computer before me :S).
But to night I will go to choir pragtis (sins we are not having the Clifftons) and it will be great. I´m also going to try to go and buy more dog stickers for Moli´s scrapbook but I´m wall on my way to finishing it.
But in other news it´s just the same stuff, I have to go to the gym sins i have not been ther in two days and Moli needs his walk so i will probably take him out soon.
Knúsar/Hugs Fjóla og co

Tuesday, November 17, 2009

Hangikjöts ilmur :)...

... er í allri íbúðinni okkar :D. Á morgun fáum við Clifton fjölskylduna í mat og ætlum við að bjóða þeiðm uppá hangikjöt, uppstúf og karteflur, heimatilbúið rauðkál, grænar baunir og svo heimatilbúna ostaköku í desert (Takk Íris fyrir ostaköku uppskriftina en ég fékk hana hjá tengdamömmu ;D). Ég hef verið að taka til hérna heima og undirbúa fyrir morgundaginn, Davíð sauð hangikjötið áðan þannig að það er tilbúið inni í kæli og þá þarf bara að búa til rauðkálið uppstúfinn og ostakökuna á morgun eða í kvöld.
Ég er að fara núna kl 6 með veroniku á svona hitting þar sem fólk sem hefur áhuga á að læra íslensku hittist og langaði mig að prófa að fara með og sjá :D.
Á morgun á tölvan mín að koma og er ég ekkert smá spennt að sjá gripinn :D enda búin að bíða lengi eftir henni.

En annars segi ég bara knús á ykkur
Kveðja Fjóla og Moli kall

Monday, November 16, 2009

Nammi bindindi...

...fram að jólum :S. Við Davíð erum búin að taka þá ákvörðun að frá og með deginum í dag ætlum við ekki að borða neitt nammi þar til alveg ofaní jólahátíðinni. Við tókum allt íslenska og ameríska nammið okkar og settum það ofaní læsta ferðatösku svo við getum ekki laumast í það. Þetta á eftir að vera mjög erfitt, MJÖG erfitt en ég skal standa mig. Ég ætla að reiða mig á hana Helgu mína sem er að takast á við eitthvað sem ég gæti aldrei treyst mér að gera en það gengur miklu lengra en að borða ekki nammi :S. Ég ætla líka að minka allt annað sykur át en veit að ef það verða boð eða eitthvað slíkt fyrir jól (t.d. Thanksgiving) þá ætla ég að leifa mér í hófi aupvita að fá mér smá þá bara vegna þess að ég veit að ég á eftir að falla þegar kemur að svoleiðis málum þannig að ég gef mér leifi strax að fá mér smá þá ;).
Við Davíð ákváðum líka að meðan við erum að taka á heylsunni þá ætlum við að taka á sambandinu okkar við Guð og reyna að eiða saman stundum með honum og lesa hans orð og biðja saman. Þannig að við værum mjög þakklát ef þið gætuð haft okkur í huga meðan við erum að taka okkur á.
En knúsar á ykkur frá okkur ;D
Fjóla

Sunday, November 15, 2009

Veðrið hér/The weather here...

...er hálf undarlegt. Alla þessa viku hefur verið hálf leiðinlegt veður rigning, rok og kuldi, en í dag aftur á móti er sólskýn, smá gjóla og 25°C og það er NÓVEMBER!!!!!
Við Moli vorum að koma úr labbitúr og erum bæði hálf másandi :D. Maður veit eignlega ekki hvort veturinn ætlar nokkuð að koma miðað við þetta veður í dag. Persónulega er ég nú samt að vonast eftir því að hann komi fyrr en seinna (s.s sjnór fyrir jól ;9).
Við annars höfum það alveg dásamlegt, áttum alveg frábæran dag í gær og erum að taka því rólega í dag, Davíð að læra og ég er svona að velta fyrir mér að fara og undirbúa skrappbókina hans Mola :D. En Guð er góður of við höfum það alveg æðislegt hér þrátt fyrir söknunar tilfinningar heim til Íslands (já og Noregs og Californiu ;9).
...............................................
...is kind of weird. All this week the weather has been wet, windy and cool but to day the sun is shining, light wind and 77°F and it is NOVEMBER!!!
Me and Moli took a good walk in the forest and we are bouthe warm :D. We just aren't shore if the winter is coming at all if we are gonig to get more days like this. I'm personally hoping that it comes sooner rather then later (then I meen snow before Christmas ;9).
But in other news we have it very good and are happy, we had a gread day yesterday and are taking it easy to day, Davíð is studying and me, I'm thinking of starting Moli's Schrapbook. But God is good and we love our life all though we miss everyone back in iceland (yes and Norway and Californiu:9).
Hugs Fjóla and Co

Saturday, November 14, 2009

Íslendingar í Bandaríkjunum :D

VÁ hvað þetta var gaman :D. Við Davíð fengum alveg svona íslensku kikk þegar við fórum á jólabasarinn í dag :D. Við hittum fult af Íslendingum en flesti hafa búið hérna í 20 ár plús. Það var ein kona sem heitir Magga sem talaði við okkur og komumst við að því að maðurinn hennar hann Orlando var í lögfræðinámi í Georgtown líka algjör snild :D. Davíð og ég spjölluðum heilan helling við hann og erum við að vonast til að heyra frá þeim aftur og hitta þau kanski :D en þau eru með allar okkar upplýsingar :D.
Veronika og fjölskylda votu líka þarna (auðvita ;9) og spjölluðum við heilan helling við þau. Við hittum líka sendiherrann og frú en þau voru með voffan sinn og vildi Anna (sendiherrafrúin) endilega að ég tæki hann í snyrtingu :D.
Það var sko hellingur í boði bæði matarkyns og föndur, ullarvinna og þess háttar :D. Það fyndna var að þú varðst hálf ruglaður hvort þú ættir að tala íslensku eða ensku en íslenska lookið er samt nokkuð áberandi ;D.
En ég ætla að leifa myndunum að tala fyrir rest en þið meigið alveg vita það að þetta var algjört ÆÐI og ég get ekki beðið að fara á eitthvað þessu líkt aftur :D

Á þessum bás var verið að selja prjóna vörur

Meira föndur en þessi þarna í lopapeysunni er Íslendungur en við fengum nafnspjaldið hennar og allt :D

Við ætluðum svo að kaupa grænar baunur (þrátt fyrir að þær kostuðu $2 lítil dós) en þær voru búnar þegar við komum aftur að básnum :S. En þær voru með nammi líka sem við keyftum ;D

Þarna er svo hún Veronika okkar og dóttir hennar hún Stefanía :D en hún er sko orðin bestasta vinkona okkar ;D

Þetta er eftir listakonuna hana Sigríði mér fanst þetta svo flott málverk en aðeins of dýrt fyrir mig ($400)

Þarna gastu svo setið inni og fengið þér smá íslenskt góðgæði :D

Þarna eru svo allar snitturnar, flatkökurnar og annað gúmmelaði

þessi var flott í þjóðbúningnum

Við urðum að fá okkur smá flatköku með hangikjöti, og pönnukökur

Davíð að smakka á matnum ummmm....... og svo Íslenski fáninn í bakgrunninn

Þarna erum við svo aftur komin út á básana

Þetta er svo bílastæðið en það var nóg af bílum og fólki, já og þessi mynd er líka til að sanna að við erum í Bandaríkjunum ;D

Davíð að tala við manninn hennar Veroniku hann Keith og svo litla barnabarnið algjört krútt :D

Þarna eru svo tveir íslendingar að spjalla saman en konan er listmáraninn hún Sigríður ;D

fallegir heimatilbúnir skartkgipir

já við keyftum nammi og já það var ógeðslega GAMAN!!!!!!!!!!!!!!!!

GAMAN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Knúsar Fjóla og co