...fram að jólum :S. Við Davíð erum búin að taka þá ákvörðun að frá og með deginum í dag ætlum við ekki að borða neitt nammi þar til alveg ofaní jólahátíðinni. Við tókum allt íslenska og ameríska nammið okkar og settum það ofaní læsta ferðatösku svo við getum ekki laumast í það. Þetta á eftir að vera mjög erfitt, MJÖG erfitt en ég skal standa mig. Ég ætla að reiða mig á hana Helgu mína sem er að takast á við eitthvað sem ég gæti aldrei treyst mér að gera en það gengur miklu lengra en að borða ekki nammi :S. Ég ætla líka að minka allt annað sykur át en veit að ef það verða boð eða eitthvað slíkt fyrir jól (t.d. Thanksgiving) þá ætla ég að leifa mér í hófi aupvita að fá mér smá þá bara vegna þess að ég veit að ég á eftir að falla þegar kemur að svoleiðis málum þannig að ég gef mér leifi strax að fá mér smá þá ;).
Við Davíð ákváðum líka að meðan við erum að taka á heylsunni þá ætlum við að taka á sambandinu okkar við Guð og reyna að eiða saman stundum með honum og lesa hans orð og biðja saman. Þannig að við værum mjög þakklát ef þið gætuð haft okkur í huga meðan við erum að taka okkur á.
En knúsar á ykkur frá okkur ;D
Fjóla
3 comments:
Mikið eruð þið dugleg, líst vel á þetta :D Efast ekki um að þið eigið eftir að standa ykkur. Andlegi parturinn er alltaf erfiðastur, sykurinn fer alveg ótrúlega fljótt úr líkamanum og sykurlöngunin með. Svo er bara að vera dugleg að búa til góðan mat og njóta þess að borða eitthvað hollt og gott.
Ég veit að gervisykur er ekki hollur, en hann getur hjálpað manni að trappa sig niður fyrstu um sinn. Þá er ég að tala um sykurlaust gos og tyggjó.
Þið eruð í bænum mínum að vanda :D
Knús frá mér og Fróða.
Dugleg!!!!
Ef eg aetti eitthvad islenskt nammi efast eg um ad eg gaeti stadist thad!! sem betur fer er astralskt nammi ekki mjo gott! Andlegt og likamlegt atak hljomar mjog vel, held ad vid aettum oll ad gera hvoru tveggja reglulega!
Knusar,
Tomas
Skelfilegt.....good luck!
Post a Comment