Friday, November 06, 2009

Tölva...

...ég er kanski að fara að fá eina ef allt gengur upp :D. Mína eigin fyrstu keyftu tölvu en öl mín ár hefur hann yndislegi pabbi minn skaffað mér allt sem ég þarf tölvulega séð :D.
Ég er búin að finna eina alveg klikkaða sem hefur ALLT sem ég get huksað mér að tölva þurfi að hafa, Blue ray, bloue tooth, 500g GB harðan disk, 17" skjá, 4 GB ram, skrifara, innbyggðri vefmyndavél, klikuðu skjákorti og einhverjum hellingi í viðbót :D. Ég er náttúrulega alveg í skýjunum en ástæðan fyrir því að það er verið að pæla í þessum kaupum er Points.com sem er snildar síða þar sem þú getur selt pungtana þína (eins og Icelandair vildarpunktana) og fengið inneign í eihverri búð eða gjafabréf t.d hjá amazon. Við eigum einhverja punkta sem við ætlum að setja upp í tölvuna :D.
Annars er fátt að frétta héðan, Davíð ákvað að vera heima og reyna að ná þessari flensu úr sér sem fyrst því á morgun erum við að fara á tónleika með Casting Crowns og hann ætlar sko ekki að missa af því :D. Ég fer svo í hundafimi með Mola í kvöld en við höfum verið í veseni að fá hann til að hpooa yfir hopp ánþess að ég segji honum að gera það sem getur verið vandamál í braut að ég þarf að kvetja hann yfir hvert hopp en við erum búin aðvera að æfa okkur í dag og í gær og er hann núna farin að hoppa yfir án þes að ég segi nokkuð eða geri nokkuð og þá er bara að vina að hann geri það sama þegar við erum komin í hundafimi salinn :S.
En við höfum það mjög fínt annars eins og alltaf. Ég taðali við pabba og mömmu áðan og svo hringdi Hlynsi bróssi í mig það var alveg æðislegt að ná að tala við hann svo langt síðan ég heyrði í honum seinast. Annars er ég búin að gera Íslands jóla skrappbókina, hún er s.s alveg tilbúin rosa flott ég tek myndir af henni fljótlega og skelli hérna inn fyrir ykkur aðdáendurna mína ;D.
En nóg í bili bið bara að heylsa ykkur :D

kveðja Fjóla og co

No comments: