Við Davíð erum vöknuð og tilbúin að fara og spila fótbolta :D. við Moli ætlum reyndar bara að horfa á og taka myndir og jafnvel myndband ;D. Veðrið er milt, en það er þoka sem er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hérna.
Í gær kvöldi fórum við í kirkjuna okkar (en Occoquan er alveg orðin okkar kirkja) á Thanksgiving kvöldið og það var alveg hreint frábært. fólk var skírt, fólk sagði hvað það væri þakklátt Guði fyrir (en Davíð fór pg sagði fólki frá okkar sögu) og svo voru tövrabrögð ógeðslega gaman :D. Eftir stundina hittust allir niðri og fengu sér smá hressingu og við höfðum ekki undan að spjalla við fólk alveg æðislegt. Ég var eiginlega búin að gefast upp á því að finna kirkju sem ég yrði ánægð í því við fundum hana ekki á Flórída, hér var ég ekki alveg að fíla mig eins og ég hélt hjá Clint en svo plantar Guð okkur akkúrat í þetta kverfi þar sem kirkjan er í köknu fjarlægð og í henni er Veronika og allt þetta yndislega fólk sem við erum, að ná að kynnast. Við erum svo þakklát fyrir Occoquan :D.
En við ætlum að fara að gera okkur til fyrir fótboltan hlakka til :D.
Knúsar heim og Gleðilega Þakkargjörðarhátíð :D
4 comments:
Frábært að heyra hvað þið eruð ánægð í kirkjunni. Gangi ykkur vel að spila og mynda fótboltann :)
Við erum þakklát fyrir ykkur :):):)
Knúsar
A7
góða skemmtun :)
Æðislegt að heyra að ykkur líði svona vel i krikjunni :D
Vona þú fáir góðan dag í dag Fjóla mín, væri gaman að heyra í þér fljótlega.
Knús, Helga
vonandi hefur fótboltin gengið vel hlakka til að sjá myndir :)
Knús Kristín
Post a Comment