Saturday, November 14, 2009

Jólabasar :D

Jæja gott fólk í dag förum við Davíð á Jólabasar hjá Íslendingafélaginu. Ég er alveg rosalega spennt og er að vonast eftir að fá jólaöl (gæti ekki huksað neitt betra akkúrat núna) en það verður víst boðið upp á sér íslenskan mat :D. Ég tek myndavélina með og vonandi get ég tekið einhverjar myndir án þess að það sé alveg meka hallærislegt :S.
í gær fórum við Davíð í kokteil hjá einhverri lögfræðistofu og var það bara huggulegt. Þetta var s.s einn af kúrsunum hans Davíðs sem var að hittast. í næsta mánuði eða 4. desember er okkur svo boðið í svona loka skóla dinner hjá einum kennaranum HEIMA hjá honum í D.C þannig að það verður spennandi.
En ég ætla að fra að vekja manninn minn og fara svo að gera okkur sæt og fín fyrir basrinn en ég er svo spennt og vona ég að hann standi undir væntingum ;D.

knúsar Fjóla jóla álfur :D

No comments: