Tuesday, November 17, 2009

Hangikjöts ilmur :)...

... er í allri íbúðinni okkar :D. Á morgun fáum við Clifton fjölskylduna í mat og ætlum við að bjóða þeiðm uppá hangikjöt, uppstúf og karteflur, heimatilbúið rauðkál, grænar baunir og svo heimatilbúna ostaköku í desert (Takk Íris fyrir ostaköku uppskriftina en ég fékk hana hjá tengdamömmu ;D). Ég hef verið að taka til hérna heima og undirbúa fyrir morgundaginn, Davíð sauð hangikjötið áðan þannig að það er tilbúið inni í kæli og þá þarf bara að búa til rauðkálið uppstúfinn og ostakökuna á morgun eða í kvöld.
Ég er að fara núna kl 6 með veroniku á svona hitting þar sem fólk sem hefur áhuga á að læra íslensku hittist og langaði mig að prófa að fara með og sjá :D.
Á morgun á tölvan mín að koma og er ég ekkert smá spennt að sjá gripinn :D enda búin að bíða lengi eftir henni.

En annars segi ég bara knús á ykkur
Kveðja Fjóla og Moli kall

3 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Svakalega flott hjá ykkur, mmmm hangikjöt, maður getur varla beðið eftir þessu fram að jólum. Snilld hjá ykkur að hafa ekta íslenska máltíð, hefði verið flott að ná Mr. Ora!:-) Gaman hjá þér að hitta þetta íslensku-fólk, koma ekki allir í lopapeysum?
Gangi ykkur vel!
B21

Fjóla Dögg said...

Já það var leiðinlegt að missa af Mr. Ora en ég veit ekki hvort allir mæta í lobapeysum en það gæri vel verið ;D

Anonymous said...

Maður finnur næstum lyktina hingað ;o) Annars ætlum við að hafa hangikjöt um helgina en norsararnir koma á föstudaginn og þá verða nokkrir frekar þjóðlegir matardagar - ætla samt að sleppa sviðakjömmunum - nema þeir biðji sérstaklega um þá :)
Knúsar og góða skemmtun á morgun - við biðjum kærlega að heilsa gestunum.
A7