Saturday, May 30, 2009

Hundafimikeppni

Við fjölskyldan skelltum okkur í morgun á horfa á hundafimikeppni í skólanum þar sem við Moli erum að læra. Það var mjög gaman að fylgjast með sérstaklega að sjá hvað við hefðum rúllað þessu liði upp og leikið okkur að því ;). Við fórum samt aðalega til að sjá Sam og Simon keppa og það var mjög gaman að gera það. Við erum samt alveg búin að sjá það að við ætlum að keppa næst og vonandi verður það áður en við flytjum frá Flórída.
Við gerðum fátt annað í dag en að kúra og horfa á mynd, lúlla smá og svo erum við núna södd og sæl eftir alveg ljómandi góðan kjúkklingarétt sé ég bjó til ásamt brauði sem ég bjó líka til :D. Núna erum við aðeins að leika okkur í Wii og svo ætlum við að horfa á bíómynd í kvöld en ætli við gefu ekki Mola smá kvöld rölt áður en við gerum það vegna þess að hann hefur ekki fengið neinn labbi túr í dag greyið litla.
En hér koma myndirnar fyrir ykkur heima.
knúsar frá okkur öllum
Þetta er s.s salurinn sem ég stunda hundafimi í

Þarna erum við Moli að horfa en hann fór í flotta hlírabolnum sínum og fékk mikla athyggli út á það ;)

Þarna er svo Sam og Simon í brautinni

Þarna er davíð og Moli að fylgjast með

Simon að fara í brautina

Ég og Moli með Sam og Simon bestu vinum okkar úr hundafimini :D

Já það þarf varla að útskýra þetta en miðinn er að tístudýri ;)

Kennarinn okkar í hundafimini er svo dugleg að föndra þessa líka flottu hundafimipikara en hún var orðin þreytt á því ða vera alltaf að kaupa einhverja ljóta bikara og ákvað að búa bara til alvöru hundafimibikara en þeir eru ekkert smá sætir :D

Dagurinn í dag

Jæja þá er komin helgi.
Við eru að spá í að fara og horfa á hundafimi keppni í hundafimiskólanum okkar núna á eftir en Sam og Simon eru að keppa og það væri gaman að sjá hvernig þeim gengur. Davíð ætlar eitthvað að vinna í dag þannig að það gæti vel verið að við moli kíkjum á ströndina og förum í smá sólbað og labbitúra og vonumst til að hitta EKKI aftur snák :S.
Annars er fátt að frétta héðan af okkur.
Ég læt fylgja með þessar myndir frá því í gær.

við Moli saman í tölvuni ;)

Ég elska þig mamma mín

Friday, May 29, 2009

Moli og ströndin

Við Moli kíktum á ströndina í dag meðan Davíð var að vinna í einhverju verkefni. Moli hitti fult af skemmtilegum hundum og skemmti sér vel. Við löbbuðum í 1 og hálfan tíma og skemmtum okkur vel þar til við hittum snákin en ég kem að því hér á eftir.
Moli að leika við einn voffa

Voða gaman

Hlaupa á ströndinni eftir að hafa farið aðeins útí sjóinn

Þarna er svo snákurinn sem var nánast jafn langur og faðmurinn á mér. Moli var að rölta aðeins á undan mér og tók ekkert eftir snáknum og nánast rakst í hausinn á snáknum án þess að vita það. Ég fékk alveg sjokk og bannaði Mola að hreyfa sig og ég hljóp framhjá honum en náði þessari mynd af honum áður en við fórum.
En sem betur fer er allt í lagi með okkur bæði allt Guði að þakka og við erum komin heim í afslappelsi.
Kv Fjóla og Moli

Thursday, May 28, 2009

Mola myndir

Kúru dýrið mitt hann Moli

Já og svo teija sig smá

oh svo gott að sofa

R.I.P

Wednesday, May 27, 2009

Moli að mása

Við fórum á ströndina um daginn eins og þið vitið og ég ætlaði alltaf að setja inn þetta myndband af litla voffanum úr hitanum.

Kv Fjóla og co

Samtal

Þáttakendur: Davíð Örn Sveinbjörnsson og Fjóla Dögg Halldórsdóttir
Aðstæður: Davíð er ný búinn að fá Wii tölvuna sýna og er búinn að vera duglegu að spila og fá Fjólu til að spila við sig.
Fjóla: Oh ég er alveg að drepast í olnbogaliðamótunum. ég á erfitt með að rétta almennilega úr handleggnum.
Davíð: ertu ekki bara komin með Wiiþróttameiðsl?
Fjóla og Davíð: HAHAHAHAHAHAHAHAHA :D:D:D:D:D:D......

Tuesday, May 26, 2009

Bj´s ferð

Jæja þá erum við búin að versla inn vonandi til enda júlí mánaðar. Við fórum í Bj.s í dag og versluðum fyrir $241 alveg heilan haug af mat. Það var hægara sagt en gert að koma þessu þó fyrir í frystihólfinu en það gekk upp á endanum fyrir utan að beyglurnar komust ekki í frystinn, það verður þá bara borðað soldið af beyglum næstu daga ;).

Hérna eru kassarnir okkar þrír talsins stútfullir og nýþungir

Hvernig á ég að raða þessu inni í frystihólfið?

s.s. öllu þessu + 1,5 kg af kalkúnahakki, 2,5 kg af nautahakki, kalkúna bringu bita og áleggspoka

SÆÆLLLLL!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja það tókst á endanum en Davíð varð að halda við þgar við lökuðum það er sko ekki pláss fyrir eina pulsu í viðbót ;)
kveðja Fjóla of co

Nörtu myndir

Í dag fáið þið myndir af Nörtu þar sem hún er nú svo mikið krútt ;D.

Narta að kanna hóla og hæði í þessu tilfelli Davíð ;)

Já þarna var hún búin að labba frá hægriöxl yfir á vinstriöxl ig niður handlegginn

ok skildi ég komast yfir á gluggasilluna? Ég ver ekki viss um að ég þori :S

Já og svo að þrífa mig ég varð svo skítug á öllu þessu labbi

já og uppá hausnum og allt andlitið líka ;)

Sæta litla í glugganum

GET IT OFF!!!!!!!

Blik blik ;D

Blessó

Monday, May 25, 2009

Íslenskar fiskibollur í brúnni sósu ummm....

Við Davíð vorum að enda við að borða heimatilbúnar íslenskar fiskibollur í brúnni sósu með karteflumús. Davíð kom með tvo poka af fiskibollum sem Hlynsi og afi bjuggu til og voru þær ekkert smá góðar.
Við þökkum bara kærlga fyrir okkur pabbi og mamma við vorum alveg í skýunum með þetta :D
Kv Fjóla og co

Sunday, May 24, 2009

Frábær dagur í gær :D

Það var svo gaman hjá okkur Davíð í gær. Ég byrjaði dagin á því að koma honum á óvart og bjó til morgunmat (omilettu og pönnukökur) svo skreitti ég íbúðina með Congratulation borðum :D.
Davíð var ekkert smá glaður og ánægður og hissa þegar hann vaknaði og fékk morgunmat sem við Moli höfðu byrjað að búa til um kl 7 um. Moli reundar skildi ekkert í því afhverju hann mætti ekki bara fara aftur upp í rúm og sofa ;).
Ég gaf svo kallinum Nintendo Wii í útskriftargjöf og var hann alveg rosalega ánægður með það :D. Við spiluðum smá wii og fórum svo á ströndina með Mola en vorum ekki viss hvort hann myndi halda þurr. Þegar við komum á ströndina var fult af fólki og steikjandi hiti. Moli var alveg í skýjunum að fá að hitta voffa og hlaupa og leika sér og naut eður sins þar til hitinn var orðinn of mikill og hann sagði hingað og ekki lengra ;D.
Seinnipartinum eiddum við heima þar sem Davíð var svo þreyttur eftir að hafa verið á þeitingi á Íslandi í samtals 10 daga. Við lögðum okkur, enda ekki búin að sofa nóg, vöknuðum svo kl 6:30, fórum þá út í Walmartið góða keyftum okkur dót til að búa til salat og leigðum mynd.
Í dag aftu á móti ætlum við að fara og sjá þá færðgu sýningu Body Worlds http://www.bodyworlds.com/en.html þið getið skoðað það nánar hér. Davíð er búið að langa lengi að fara og ætlum við að skella okkur í dag eftir kirkju.
En nóg af mali komið að myndunum ;)
Kær kveðja í bili Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Morgunverðar borðið áður en Davíð var vakinn

Moli og veifurnar sem ég kom fyrir fyrir utan svefnherbergisdyrnar sem hann by the way sá ekki þegar hann fór á klósettið strax og hann vaknaði ;)

Davíð með hattinn fína :D

Davíð og Wii tölvan að setja þetta allt saman til að geta byrjað að spila

ég fékk að prófa að spila gólf gaman gaman

Moli og Narta voru líka í partýinu :D

Moli í hundagarðinum að skemmta sér konunglega

Þessi var í algjöru uppáhaldi

Ég í góða veðrinu

Þarna er svo Moli búin að koma sér fyrir undir tré í skugganum og sagði hngað og ekki lengra núna verð ég að fara heim

aahhhh.....
(sjáið þið hann ekki vera að segja þetta)

Friday, May 22, 2009

Eitt af því sem ég elska við Bandaríkin...

...er að fá pakka í pósti. Hér er svo sjálfagt að pannta bara á netinu þa ðsem þig vantar og eftir nokkra daga bið bankar huggulegur UPS sendill á dyrnar hjá þér biður þig um að kvitta og stafa furðulega langa eftirnafnið þitt og þú fær pakka fullan af dóti sem þig langaði einmitt í :D.
You got to love it ;)

Davíð kemur í dag :D

Jæja þá er loksins komið að því Davíð á að lenda á Tampaflugvelli kl 1 í nótt.
Við Moli bíðum spennt eftir að fá hann heim og ætlum að taka til þannig að allt sé fullkomið þegar hann kemur heim.
Hlakka til að sjá þig hjartað mitt :D.
Kv Fjóla, Moli og Narta
p.s. ég hef ákveðið að tileinka Davíð Bloggið mitt í allavegana nokkra daga þar sem hann er að útskrifast sem Lögfræðingur frá HÍ og leifa Nörtu að fá að vera yfir myndin en það er í annað sinn sem Moli príðir ekki tpoo sýðunar ;).

Thursday, May 21, 2009

Til hamingju með daginn...

... Guðlaug María :D. Þá ertu bara orðin 15 ára, algjör unglingur ;). Vildi bara óska þér innilega til hamingju með dagin og að við Moli og Narta erum að huksa til þín í allan dag óskandi þess að við gætum fengið að vera með í afmælisfagnaðinum.

Knúsar og kossar frá okkur á Flórída :D

Wednesday, May 20, 2009

ahhh ópera...

... rosalega sakna ég þín. Ég er heima að taka til og þrífa, fór út með þvott í vél áðan og er að ryksuga allt hátt og látt, þurka af og vaskaupp allt á meðan dýrindis aríettur hljóma í eyru mín. Ég geri mér enganvegin grein fyrir því hvað ég sakna söngsins og classískar tónlistar. Hvað er fallegra en ópera? Ég veit fátt betra en það.
Ég ætla að láta flygja með þessa aríettu sem ég varð alveg ástfangin af þegar ég fór til Nice á söngnámskeið og heyrði stelpu frá Kóreu syngja þetta.
Njótið vel
Gretchen am spinnrade eftir Schubert óperusönkonan heitir Renée Fleming

Nokrar af Nörtu ;9

Það hefur verið eithvað myndahallari af henni Nörtu minni en ég ætla ða bæta það upp hér með. Ég var að koma heim úr hundafimini fyrir svona ca klukkutíma síðan og var narta þá vakandi. Ég tók hana út, hafði hana á öxlinni þegar ég undirbjó matinn handa Mola og hún fílaði það bara vel. Ég setti hana svo aðeins í kúluna sína og svo fékk hún að skoða sig umm á eldhúsborðinu.
En nóg með það hér koma myndirnar :D.

Hún kom sér fyrir í nammi pokanum hans Mola sem við notum í hundafiminni

já svna aðeins að kíkja hvort það sé óhætt að koma út

ég er alveg ógeðslega sæt ;)

Kær kveðja frá okkur öllum. Elskum ykkur
Fjóla, Moli og Narta

Tuesday, May 19, 2009

St. Petersburg

Við Moli ákváðum að fara á ströndina þrátt fyrir algjört sólarleysi og hálfgerðan kulda. Mola var nett sama þótt sóli væri ekki að sýna á okkur og naut bara þess að vera úti. Við tókum nokkrar myndir á leiðinni út á strönd til að sýna ykkur smá brot af St. Petersburg.
Njótið

Moli minn að stilla sér upp fyrir myndatöku fékk bara að taka mynd beint framan á hann og allt :D

Hann var svo heppin að hitta góða vini og fékk að hlaupa með þeim en fyrir utan þessa þá vorum við ein á ströndinni.

Moli fremstur eins og alltaf ;)

Þetta er svo útsýni sem við höfum þegar við keyrum út á strönd

Rétt hjá ströndinni er algjört villu kverfi með ekkert smá flottum húsum maður verður alveg veikur að horfa á þau.

Já þau eru flott og STÓR!!!
Kær kveðja Fjóla og Moli strandarfarar ;)