Sunday, May 10, 2009

Jæja þá er komið að því....

Eurovision blogg árið 2009.
Ég ætla að tjá mig hér hvaða lag mér finnst skemmtilegust og hvaða lag ég held að vinni. Fyrir ykkur sem langar að heyra öll lögin sem veru í boði í ár þá endilega kíkið á eurovision.tv þar er hækt að sjá og heyra þau öll. Þar sem að við erum að tala um 42 eða 43 lög þá nenni ég ekki að fjalla um lau öll hér en ætla að koma með mín uppáhalds og mín fyrstu viðbrögð þegar ég heyrði þau.
Hvíta Rússland:
Fyrstuviðbrugð:
Frekar rokkað strengir og allur pakkinn já veistu það er bara alveg ágætt. Það sem eurovision þarf soldið að hafa. Sterk rödd.
Ég fíla þetta lag sérstaklega söngvaran hann er með hörku rödd minnir smá á Wig Wam og endar með blasti flott lag.

Tyrkland:
Fyrstuviðbrögð: Er grípandi með góðum takti. Já er bara nokkuð ágætt. Þetta er svona alveg ágætt geti verið alveg klikað á sviðinu.
Sönkonan gæti gefið aðeins meira í lagið en annars svona alveg ágætis tilraun.

Svíþjóð:
Fyrstuviðbrögð:
Mezzosópransöngkona flytur lagið. Popað lag með classísku ívavi. Já er bara alveg að virka flott rödd.
Þetta lag er mjög öðruvísi ég er að fíla söngkonuna enda Mezzó eins og moi ;). ég held hún sé miklu flottari live en svona í gegnum netið eins og ég er að horfa á þetta.

Spánn:
Fyrstuviðbrögð:
Rosa skemmtilegur tagtur strax í byrjun. Æðislegt dans lag. Já ég hef alltaf gaman af Spáni og þetta nær að heilla mig. Já ég dilla mér við þetta það er alltaf góðs viti.
Spánn er yfirleitt með lög sem ég fíla og í ár er endurtekur sagan sig. Þetta er ekki besta spænska lagið sem ég hef heyrt en það nær að koma manni í gírinn.

Rúmenía:
Fyrstuviðbrögð:
Grípandi. Rosa gellur í laginu, en það vantar smá power í þetta til að ég falli alveg fyrir því.
Já það vantar svona Powerið eins og ég sagði að ofan en þetta er svona skemmtana lag og vonandi verður sviðsframkoman skemmtileg :D
Portúgal:
Fyrstuviðbrögð:
Flott röd mjög svo. Kemst ekkert rosalega langt en lagið á sér góðar stundir. Já já allt í lagi.
Þetta er svona lag sem leifir þér að líða vel. Svona dansandi í blómabreiðu einhverstaðar í góðu veðri lag svona lætur manni líða vel innan í sér ;). Ég fíla það en spái því ekki langt

Litháen:
Fyrstuviðbrögð: Minnir á Queen Bohamien Rabsodi í byrjun. Þetta lag á eftir að kverfa í keppnini held ég. En lagið er fallegt og söngvarinn er mjög góður. Hann er rosa mikið krútt.
Fallegt lag og mér finnst það gott en ég er ansi hrædd um að þetta komist ekki endilega mjög langt. Lagið er samt með tilfinningu og fallega sungið.

Grikkland:
Fyrstuviðbrögð:
Lagið er ekki eins grípandi og Shake it lagið sem hann var með fyrir nokkrum árum síðan. Jú það er skemmtilegt en ekki alveg eins grípandi og gamla góða en það á pottþétt eftir að vera skemmtileg sviðsframkoma. Viðlagið er eiginlega það eina sem er skemmtilegt við lagið.
Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur í keppnina en lagið er bara ekki eins gott og fyrra langið hans þar sem hann lenti í 4 sæti held ég. Ég hlakka bara svo til að sjá sviðsframkomuna.

Finnland:
Fyrstuviðbrögð:
Já það er flott ekki alveg það sem ég er að leita að í Eurovision lagi en það er flott samt sem áður svona teknó lag. Maður dillar sér smat við þetta og byrjar að raula með.
Já þetta leg verður betra með hverri hlustun held ég bara. Þetta er svina danslag og þú byrjar ósjálfrátt að dilla þér í takt við tónlistina og það nota ég soldið sem viðmiðun og sérstakelga ef ég er byrjuð að syngja með þá er það gott ;).

Albanía:
Fyrstuviðbrögð: Sönkonan bara 16 ára gömul. Framburðurinn ekki góður á enskunni. Vá myndbandið er svo hræðilegt en ok viðlagið er gott samt ekkert til að þeyta sokkunum af mér sko. Stelpan er samt góð það er alveg á hreinu.
Mér finnst lagið betra og betra eftir því sem ég heyri það oftar það er eitthvað heillandi við það enda fell ég oftast fyrir lögum sem eru vel sungin frekar en eitthvað annað.

Búlgaría:
Fyrstuviðbrögð:
Rosalega væmið en er samt að virka á kjánalegan hátt. Hann fer soldið mikið upp á falsetuna.
Hann er náttúrulega með mjög sérstaka rödd enda einhverskonar tenor rödd sem ég man ekki alveg hvað var en hann er svona kjánalega skemmtilegur og ég fíla það ;). Öðruvísi á skemmtilegan hátt.

Danmörk:
Fyrstuviðbrögð: Lag samið af Ronan Keeting. Rosalega mikið Ronan lag það er alveg á heinu. Já en það er soldið grípandi ég á örugglega eftir að hlusta á það á disknum þegar ég fæ hann s.s ekki hoppa yfir það. Söngvarinn góður. Svona dúlló lag
Ég held að þetta lag geti gert góða hluti er eins og ég sagði svona dúlló lag það vinnur ekki en það er skemmtilegt.

Aserbajan:
Fyrstuviðbrögð:
Já þetta er alveg það sem mér finnst Eurovision lag verði að hafa svona taktin í þessu lagi. Þau eru rammfölsk live VÁ hræðilegt.
Þetta lag lofaði alveg rosalega góðu þar til ég heyrði það Live og vá það var alveg hræðilegt þannig að ég bara vona að þetta verði ekki svona hræðilegt og þegar ég heyrði það á netinu Live því lagið er gott og með skemmtilegan takt en við verðum að bíða og sjá.

Ísland:
Fyrstiviðbrögð: Mjög flott ekki rétt söngkona
Lagið okkar er gott en ég er aldrei mjög jákvæð með ballöður í Eurovision þessvegna er ég ekki viss að við komumst langt en fyrir utan það er Jóhanna okkar ekki alveg tilbúiní þetta stóra hlutverk að mínu mati röddin er ekki nógu þroskuð.

Noregur:
Fyrstuviðbrögð:
Spilar á fiðlu, algjört krútt. Spes lag allt öðruvísi. Góður söngvari. Mjög skemmtileg sviðsframmkoma fiðlispilið er algjör snild. Bakraddirnar algjör snild þegar þær koma inn. Já pottþétt eitt af mínum uppáhalds ef ekki uppáhaldslagið mitt í ár. Mjög power full lag.
Ég er alveg heilluð af þessu lagi og finnst það alveg æðislegt og hafa allt það sem Eurovision lag þarf að hafa. Áfram Noregur :D

Vonandi hjálpaði þetta ykkur einhvað með valið á besta laginu ;9, endilega segið mér hvað ykkur finnst flottasta lagið og hvað þið haldið að vinni mjög spennt að heyra það :D.

4 comments:

Anonymous said...

jahá ekkert smá blogg:) en mér persónulega finnst lögin frá Noregi og Rúmeníu flottust. Held samt að Tyrkland og Grikkir eigi eftir að gera góða hluti í ár þó ég sé kannski ekkert endilega að fíla lögin þeirra, er samt alveg með Dum Tek Tek á heilanum en þó bara þessa einu línu:/ En mér finnst Jóhanna Guðrún samt alveg skila laginu okkar vel frá sér, mér finnst röddin hennar vera kraftmikil og þegar hún hækkar sig þarna eiginlega alveg í endann finnst mér geðveikt:) en við verðum bara að bíða og sjá hvað verður:)
Kv. Dísa:)

Fjóla Dögg said...

Ég er alveg sammála þér Dísa með upphækkunina hjá Jóhönnu hún setur lagið upp í allt annan klassa mjög góð breiting þar á ferð ;).
Já ég veit að Grikkir eiga eftir að hala eitthvað inn af stigum sérstaklega þar sem mér skilst að sviðsframkoman hans sé einhvað voðalega mikið leindó og fólk er að giska á að hann komu fljúgandi inn á sviðið.
En ég persónulega fíla Norska og Hvíta Rússlands lögin best finnst gæjin með ofur slétta ljósa hárið algjört ÆÐI talandi um sterka rödd SÆLLL!!!!!!

Kv Fjóla ;D

Helga said...

Vá, ég held að Norðmenn eigi nú eftir að gera í buxurnar ef þeir vinna þetta. Þeir eru svo nískir :p

Fjóla Dögg said...

óhhh lélegt hjá Norðmönnum. Ég bíst við flottari keppni en núna í ár hjá þeim á næsta ári ;)