Tuesday, May 12, 2009

Davíð að fara heim...

...til Íslands eftir nokkra tíma. Við erum bara að klára það sem klára þarf áður en við keyrum út á völl en vélin hans fer kl 14:05 frá Tampa airport. Hann flýgur svo til New York og þaðan heim þannig að hann kemur ekki fyrr en í fyrramálið til Íslands. Við Moli og Narta eigum eftir að sakna hans mikið en reynum að finna okkur eitthað sniðugt að gera á meðan hann er í burtu. Ég hef líka hundafimina og bókaklúbbinn minn til að halda mér smá upptekni. Ég ætla ða reyna ða klára Marley and Me sem fyrst svo ég geti arið að sjá myndina og að ég geti farið með hana til Íslands og lánað afa og ömmu hana.
En í kvöld hjá ykkur en um miðjan dag hjá mér er fyrsta yndankeppnin í Eurovision og hlakka ég alveg óstjórnlega til. Ég ætla að vona að hún Jóhanna komist upp úr undankeppninni það væri alveg frábært. Ég á eftir að vera límt við tölvuskjáin fyrir þá sem vilja tjá sig eitthað við mig þá á ég pottþétt eftir að fá þau skilaboð ;).
En nóg í bili, endilega hugsið bara til Davíðs míns meðan hann flýgur og svo auðvita
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!!! :D

2 comments:

Helga said...

Ég vona að heimferðin hafi gengið vel hjá Davíð. Þú, Moli og Narta verðið bara að hafa brjálað júróvisjónpartý á meðan hann er í burtu :p

Fjóla Dögg said...

já og við gerum það pottþétt. Ég horfði á fyrri undankeppnina með pabba, mömmu og Hlyn í beinu Skype sambandi það var mjög fínt :D