Friday, May 29, 2009

Moli og ströndin

Við Moli kíktum á ströndina í dag meðan Davíð var að vinna í einhverju verkefni. Moli hitti fult af skemmtilegum hundum og skemmti sér vel. Við löbbuðum í 1 og hálfan tíma og skemmtum okkur vel þar til við hittum snákin en ég kem að því hér á eftir.
Moli að leika við einn voffa

Voða gaman

Hlaupa á ströndinni eftir að hafa farið aðeins útí sjóinn

Þarna er svo snákurinn sem var nánast jafn langur og faðmurinn á mér. Moli var að rölta aðeins á undan mér og tók ekkert eftir snáknum og nánast rakst í hausinn á snáknum án þess að vita það. Ég fékk alveg sjokk og bannaði Mola að hreyfa sig og ég hljóp framhjá honum en náði þessari mynd af honum áður en við fórum.
En sem betur fer er allt í lagi með okkur bæði allt Guði að þakka og við erum komin heim í afslappelsi.
Kv Fjóla og Moli

3 comments:

Anonymous said...

já vá ekkert smá langur hjúkk að hann gerði ykkur ekkert :)

Kristín

Anonymous said...

Svona sandsnákar geta verið stórhættulegir! Guði sé lof að þið sluppuð bæði heim!

Donna said...

Looks like Moli found a friend...Chase me! Chase me!

Oh! what kind of snake is that?