Wednesday, May 06, 2009

Strandar ferð

Við litla fjölskyldan skelltum okkur hjólandi í góða veðrinu á hundaströndina góðu. Það var mikil sól og mjög heitt sem er það sem þarf fyrir góðan strand dag. Við smurðum nesti handa okkur og lögðum svo afstað, við Davíð hjólandi og Moli í körfuni á hjólinu mínu. Þegar við vorum nánast komin alla leið leifðum við Mola að hlaupa með hjólinu restina af leiðinni áður en við skelltum okkur á ströndina. Moli hitti fult af undum og synti eins og herforingi en ég ætla að reyna að setja myndband af því seinna hingað inn. Við Davíð sleiktum sólina og tókum þess á milli labbitúra á ströndinni með Mola.
Þegar eim var komið áttuðum við okkur á því hvað við höfðum brunnið mikið sérstaklega þá eftir hjólið en þið fáið myndir af því hérna neðst í þessu bloggi.
En nóg um tal hér koma myndir.
Davíð minn að lesa bók með litla prinsinn við hliðina á sér
ég í sólinni að fíla mig

Moli kjáni ákvað að velta sér upp úr sandinum og fékk þá sand í augun ;)

Ég og Davíð

Mola fannst heitt á ströndinni

já mjöf heitt

og svo geispa smá

og sleikja út um líka ;)

já við semsagt hjóluðum heim og ég brann ekkert lítið. Þetta er s.s far eftir kjólinn sem ég var í en ég var bara í honum þegar ég var að hjóla þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur


og svona var ég í framan og er jafnvel enn verri núna :S. En þetta á bara eftir að breytast í brúnnku ;)
Knúsar frá okkur á Flórída.

p.s. fyrir ykkur sem ekki vita það þá er Davíð að koma til Íslands þann 12. maí til 22. maí því myður höfum við Moli ekki efni á því að koma með og verðum því hér og skilum saknaðar kveðju til ykkar allra en okkur myndi ekki langa neitt frekar en að fá að koma með og hita ykkur öll.

7 comments:

Æsa said...

Þú hefur náð þér í alveg svakalega brúnku Fjóla! sést best ef maður skoðar myndirnar frá því í færslunni á undan og ber þær saman við þessar myndir!

Helga said...

Vá, geggjað að fara á svona hundaströnd. Það er víst svona hundaströnd hér í Osló líka sem ég ætla að fara á með Camillu í sumar.
Knús og kveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

Þið eruð brjáluð á hundaströndinni, Moli hlýtur að vera rosalega ánægður með ykkur. En passið ykkur að brenna ekki því það er víst stórhættulegt.

kv. Hlynur og Dísa

Fjóla Dögg said...

Já við pössum okkur á því að brenna ekki svona erum dugleg í áburðinum en þú veits hvernig ströndin er Hlynsi maður finnur ekkert fyrir þessu. Já Moli er mjög ánægður með pabba sinn og mömmu. En hvenar ætlið þið Dísa að kíkja á okkur hérna? Við erum bara að bíða ;)
Já takk fyrir brúnku commentið ég er búin að ná mér í mikin lit og er rosalega fljót að verða brún núna þegar húðin er búin að venjast sólinni ;)

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá :)
O hvað ég hefði verið til í að vera með á ströndinni :)

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

Við hefðum svo gjarnan viljað hafa þig með Kristín hlökkum svo til að fá þig aftur í heimsókn á nýum stað.

Anonymous said...

Já, tökum undir með Hlyn og Dísu að þið passið ykkur á að brenna ekki - við munum vel hvað þetta er fljótt að gerast - munið þið hvað SG var fljótur að taka "lit" á ströndinni í fyrra - hí, hí, hí ...
Knúsar
Tengdó ;o)