Thursday, May 14, 2009

Þrumur og eldingar

jæja þá fer það að byrja fellibyla tímabilið. Ég fékk mér að borða áðan og sá þá að það voru ansi svört ský að nálgast okkur þannig að ég ákvað að nota tækifærið og setja Mola út að pissa áður en óveðrið næði okkur. Moli er búin að vera eitthvað slappur í dag vill ekkert borða og sefur bara upp í rúmmi hjá mér og er frekar heitur viðkomu. En nóg með það ég setti litla stubbinn út að pissa. Ég var byrjuð að heyra í þrumunum og sjá Eldingarnar í fjarska þannig að ég hvatti bara kallinn að gera stikkin sín og koma okkur svo inn. Hann þarf alltaf að vera eitthvað að þefa og ekki vilja koma þegar mamma hans segir honum að koma þannig að ég hugsaði að kanski þyrfti hann að kúka líka þannig að ég gaf honum smá lengri tíma og þá gerðist það... Þessi rosalega þruma kom og hann fékk alveg sjokk, límdi eyrun aftur skottið datt niður og hljóp að stignum til þess að komast inn. Núna er veðrið að færast í aukana og það er byrjað að helli demba en Moli lyggur hjá mér og er búin að gleyma þessu hræðilega atviki áðan allavegana er hann rólegur hjá mér.
En hér eru nokkrar myndir sem ég náði aðsmella áðan.

Fabío Moli fékk þó bað sem hann þurfti nauðsynlega á að halda :D

Ansi mikil demba

Já alveg eins og helt væri úr fötu

Kveðja héðan úr rigningunni Fjóla, Moli og Narta

4 comments:

Anonymous said...

Í svona veðri á bara að vera undir teppi eða sæng með góða bók eða skemmtilega mynd. Vonandi hressist Moli fljótt.
Knúsar
Tengdó

Edda said...

Úfff ég man eftir þessu tímabili. Það kemur bara FLÓÐ! Svakalega sem getur ringt þarna... og það byrjar oftast alltaf á sama tíma, um kl 16.

Helga said...

Vúhú, nú geturðu farið að syngja í rigningunni :þ Ég vona það rigni ekki hér um helgina, enda planið að fara í góðan göngutúr á morgun og svo er að sjálfsögðu 17 maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna á sunnudaginn. Þá fer maður og bíður fyrir utan konungshöllina eftir að konungsfjölskyldan komi út úr höllinni. Eflaust náföl eftir að vera inní höllinni alla aðra daga ársins :p Vona að Moli hressist fljótlega.
Knús og kveðjur frá mér og Fróðamús

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá
Kristín