Tuesday, May 12, 2009

Við erum komin árfam :D

Sko hana Jóhönnu okkar hún er búin að koma okkur áfram í Eurovision keppnina í ár. Ég var alveg rosalega ánægð með henni og fyltist þjóðarstolti eftir söngin. Hún stóð sig svo miklu betur en ég var búin að þora að vona og mér fannst kjóllinn og sviðsmyndirnar alveg hreint æðislegar.
En ég er mjög fúl vægastsagt mjög fúl að hvíta Rússland hafi ekki komist áfram ég bara heinlega skil það ekki því það var svo langsamlegas besta lagið í kvöld hin komust ekki nálægt því. En ég verð bara að vonast til þess að dómararnir séu ekki einhver hver hópur af hálfvitum og hleypi því áfram seinna í vikunni.
Jóhanna þú rockar og ert frábær nú er bara að taka þetta ærlega í keppninni á laugardaginn :D

Fjóla á Flórída alein í Eurovision stuði :D

7 comments:

Anonymous said...

hæ, ég er sammála þér að Hvíta Rússland var með gott lag, en leiðinlegt að það hafi ekki komist áfram :( en við getum sætt okkur við það að Jóhanna komst áfram og Noregur á pottþétt eftir að vinna,, ;)
kv Guðlaug María

Helga said...

Frábært að við komumst áfram. Ég hlakka til að fylgjast með keppninni á laugardaginn, hef reyndar ekki fundið neinn til að horfa á hana með mér, en þú verður bara að koma til mín:p
Knús og kveðjur frá Helgu og Fróða

Anonymous said...

Mér fannst þetta rosalega flott hjá henni :D Mér fannst nú reyndar Finnland og Ísland með bestu lögin í gær :D

Kristín

Garðhús said...

hæ grasekkja
og takk fyrir allar myndirnar þessi með löngu tunguna erlang flottastur.
amma og afi eru með þér í anda þegar þú ert ein með dýrin

Fjóla Dögg said...

oh takk fyrir það afi og amma.
Já ég væri alveg til í að koma og horfa á þetta með þér Helga :D, bíddu er engin Halla eða Kata til að glápa á þetta með þér?
Kristín úff Hvíta Rússland var LANG FLOTTAST ;)

Mamma og Pabbi! said...

Já við erum alveg sjokkeruð hér á holtinu, Belarus ekki inni. Erum ekki alveg að átta okkur á hvort dómaralagið sé komið inn því það komu 10 lög inn í gær?!?

Helga said...

Já, endilega kíktu bara :D En ég hugsa ég fái nú Höllu til að glápa á þetta með mér. Kötu var boðið í eitthvað einkasamkvæmi :þ