Saturday, May 02, 2009

Halló gott fólk

Þá fer þetta alveg að verða búið. Ritgerðin er á síðustu metrunum og verður set í prenntun í dag eða á morgun. Við Davíð og Moli fórum á hundaströndina góðu í gær og eiddum tveimur tímum þar í frábæru veðri. Við lágum á ströndinni með góða bók og nutum veður blíðunar fengum hellings lit og tókum svo smá göngutúr eftir strandlengjunni með Mola og aðeins um svæðið áður en við lögðum afstað heimleiðis. Moli hitti tvær Chihuahua gellur eina snögga hina sóðhærða en báðar voru soddan gribbur að hann nenti ekki lengi að hanga og tala við þær en síðhærða tíkin var alveg hreint til fyrirmyndar fallegur tjúi og þú sérð það ekki oft hér.
Planið í dag aftur á móti er að reyna að kíkja á ströndina aftur og hafa það kósý þar í 2-3 tíma kanski taka með nesti jafnvel og hafa það huggó ;).
Narta er öll ða koma til í kúluni. Davíð kom með þá snildar hugmynd að ná í vínber og veifa því fyrir framan hana til að sjá hvort hún myndi labba í áttina að því, mér fanst það fáránleg hugmynd, en viti menn það virkaði hún fór að þefa og á endanum labbaði hún nokkur skref og er svona að fatta þetta núna :D.
Við erum að velta því fyrir okkur að kíkja í Busch Gardens jafnvel á morgun eða á mánudaginn og skemmta okkur þar einhvern tíma. Spurningin er hvort Moli bíði heima eða hvort við setjum hann í kennelinn fer eftir því hvað við verðum lengi en við höfum góða reynslu af kennelnum hann var ekkert stressaður eða leiður eða neitt eftir vist sína þar.
En núna ætlum við að fara á IHOP þar sme það er jarðaberja tími hérna núna og er plaið að hjóla þangað og fá sér pönnukökur ummm....
Guð belssi ykkur við söknum ykkar allra og vonumst til að sjá og heyra frá ykkur sem fyrst.
Knús frá Flórída
Fjóla, Davíð, Moli og Narta

1 comment:

Helga said...

Þetta hljómar allt rosalega vel. Frábært að Davíð sé að verða búinn með ritgerðina. Ég og mamma erum búnar að vera á þeytingi útum allt, en svaka gaman hjá okkur. Í dag fórum við í tvær eyjar hér í Osló og á morgun ætlum við á samkomu í Storsalen.
Vona þú hafir átt fínan dag
Knús frá mér og Fróða