Friday, February 29, 2008

29. febrúar


Þar sem þessi dagur kemur ekki upp á hverju ári er nú alveg við hæfi að blogga smá færslu til að halda upp á daginn.
Ég er komin í skólann endanlega og er rosalega sátt við það. Gæti ekki verið feignari að vera komin í helgarfrí. Það er nú samt ekki hækt að kalla þetta mikið frí þar sem á morgun er kóræfing frá 10-12 ég á svo að vera mætt kl 12 á Kynningarbás á hundasýningunni í reiðhöll Fáks og verð þar til 14. Kristín og Sóldís verða svo í hringnum um 14:15 og ætla ég að sjá þær áður en ég þaf að þjóta með Davíð og Mola upp í Keflavík í fjölskylduboð hjá Ágústu og Hemma.
Þá er það sunnudagurinn, Davíð fer í sunnudagaskólann og svo er það bara hádegiskaffi hjá pabba og mömmu með tengdó og verða þar efst á baugi Ameríkumál. Ef ég fæ einhverju ráðið ætla ég að plata Davíð með mér í sund fljótlega eftir matinn og synda allavegana hálfan km. Svo væri rosa gott að ná að tala saman um ferðina mína út hvað þarf ða gera áður en ég fer út og svona.
Jæja nóg um það ég ætlaði að nefna nokkra fræðga sem eiga afmæli í dag en það virðist ekki vera neinn frægur sem á afmæli þennan merkilega dag því miður.

Guð blessi ykkur og eigi þið frábæra helgi :D

Thursday, February 28, 2008

Myndir

Jessup liðið 2008.
efri röð frá vinstri: kennarann í Alþjóðarétti, Eggert (herra Jessup)þjálfari, Eggert, Bragi.
neðri röð frá vinstri: Kári, Anna Pála og Davíð litli kallinn minn.
Moli að fá sér smá blund hjá mömmu sinni

Mamma ef þú gefur mér ekki nammið þá.. þá .... Ulla ég bara á þig ;)

Já það getur verið erfitt að vera lítill. Hann varð alveg að taka stökkið til að komast í gegnum snjóinn

Á harðaspretti til mömmu sín

Jæja gott að naga beinið sitt


Tuesday, February 26, 2008

Hvað mig langar að gera áður en ég fer út


  1. Fara á uppáhalds göngu staðinn minn í Hvalfirðinum með Mola og nokkrum vel útvöldum hunda og manna vinum (Helgu og Kristínu ásamt Fróða, Sóldísi og Arisi ;D)

  2. Bjóða vinum í heimsókn í mat, spil og spjall

  3. Fara í Kolaportið og vera með bás með Helgu þar

  4. Eiða tíma með Davíð

  5. Eiða tíma með Mola

Þetta er það eina sem ég vil og þarf á að halda áður en ég fer út.

Monday, February 25, 2008

Síðastliðnir dagar!

Þá er allt að vera klappað og klárt með skólann minn úti. Það eru einungis 30 dagar að ég fari út í rúmlega 2 mánuði og ég hlakka alveg rosalega mikið til þess auðvita. Tilfinningarnar eru samt mjög blendnar þar sem ég verð ein stóran hluta tímabilsins og engin Davíð og engin Moli til að hugga mig þegar ég á bátt.
Ég er búin að lesa einu sinni yfir the Drivers license handbook og er byrjuð aftur og er að svara spurningum í leiðinni. Planið er nefnilega að taka pílprófið bara tveim dögum eftir að ég kem út og svo bara ella sér í að finna bíl :D.
Amma er öll að hressast en er enþá á spítalanum en vonandi fær hún að koma heim sem fyrst elsku kellingin.
Ég held ég sé búin að finna réttu myndina fyrir málverkið af Mola. eða hvað finnst ykkur? Ég sendi þó nokkrar aðrar myndir með þessari til listamannsins og er að bíða og sjá hvað hann segir. Annars er tengdapabbi svo mikill listamaður að það er alveg fáránlegt að við eigum enga mynd eftir hann en bara svona til ða verja okkur þá heldur hann þessu mjög vel leindu að hann geti teiknað sem er mesta vitleysa sem ég hef vitað um og ætla því að pannta mynd af Mola í afmælis eða jólagjöf já og hana nú ;D.
Davíð keppti í málflutningskeppninni Jessup á laugardaginn við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Ég fór og hlustaði á ræðuna hans og var gjörsamlega að rifna úr stolti ég hefði ekki getað verið montnari af honum þótt ég hefði reynt það. Davíð var lang flottastur og flutti ræðuna eins og hann hafði aldrei gert neitt annað. Háskóli Íslands vann með yfirburðum og voru bestu ræðumennirnir báðir úr HÍ eða Eggert (sem hefur reynslu úr Jessup) og Kári (sem hefur rosalega mikla reynslu af ræðum þá aðalega Morfís). Davíð aftur á móti var bara 3. stigum á eftir þeim af 100 sem er mjög gott. Það voru þrír dómarar sem dæmdu og kom einn þeirra allaleið frá Hollandi en hann er doctor í Alþjóðalögm og viti menn hann gaf Davíð þæðst allra ræðumannana semsagt ekki bara í HÍ heldur í HR og HA líka eða 90 stig af 100 sem er MJÖÖÖÖÖG gott.
Við Davíð komum svo heim snemma á laugardagskvöldinu og slöppuðum af yfir laugardagslögunum alveg uppgefin. Ég var bara nokkuð sátt við úrslitin. Það er allavegana ekki hækt að segja að þetta sé ekki Evrovision legt lag það er alveg á hreinu. Vonandi vonandi komumst við upp úr undankeppninni með því.
Helga vinkona er úti í Danmörku hjá systur sinni. Hún fór á sunnudaginn með Trítlu og ég satt best að segja get ekki beðið að heyra hvernig gekk.
Ég hef það ekki lengra að þessu sinni, læt fylgja með nokkrar flottar af Mola sem ég fann þegar ég var að leita að góðri mynd fyrir listmálaran.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Thursday, February 21, 2008

Tíminn líður en ekki mjög hratt

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér.
Síðasta helgi var alveg frábær mikið að gera og rosa stuð. Davíð er aftur á móti búin að vera nánast ekki neitt heima heldur hangir hann dögunum saman með jessup liðinu þar sem á laugardaginn keppa Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands um að komast út til Wosington og keppa í alvöru keppninni.
Við Moli höfum verið nokkuð dugleg að labba til pabba og mömmu og hangið þar þangað til pabbi og mamma keyra okkur heim.
Annars er ég núna með dropa í eyranu þar sem ég hef þurft að fara tvisvar í eyrnasog þar sem ég er með svo þröng eyrnagöng að það þarf ekkert til að þau stíflist mjööög pirrandi. Ég fer aftur til læknisins á miðvikudaginn og þarf að vera með endalausa droða í eyranu þangað til.
Ég er held ég búin ða finna réttu myndina fyrir Málverkið af Mola. Ég þarf bara núna að senda listamanninum hana og reyna að lýsa því fyrir honum hvað ég vil sem gæti orðið soldið flókið :S.
Ég er alveg farin að iða í skinninu að komast út og fá sól og hita og notarlegheit. Sólinn er nánast alveg frá gengin þarf bara að senda nokkrar upplýsingar og borga og þá er allt klappað og klárt.
Ana aftur á móti er enþá á spítalanum hef ekki mikið rætt það hér en hún gekst undir aðgerð fyrir um 2 vikum síðan þar sme fjarlagt var húr henni lagið og eggjastokkarnir vegna gruns um krabbamein en ekki er enþá komnar niðurstöður úr þeim prófum. Hún kom heim á mánudaginn síðasta en fór aftur sama dag á spítalan þar sem það fór að blæða þar sem blóð hefði safnast saman og endaði með því að sprautast út um saumana. Hún er ekki alveg orðin hress og vill ekkert frekar en komast heim en það er ekki það sniðugasta. Ég yrði mjög þakklát ef þið gætuð beðið fyrir henni með okkur.
Jæja ætla að fara að byrja á bréfinu til málarans og koma því afstað.

Guð blessi ykkur

Friday, February 15, 2008

Pabbinn


Valentínusardagurinn var í gær og Davíð kom mér svo sannarlega á óvart.
Við byrjuðum á því að hafa það kósý heima og horfðum á Indiana Jones. Við skelltum okkur svo á Salatbatinn sem var rosalega gott að fá einhvað holt í magan. á matsölustaðnum dregur Davíð upp nýjan spilastokk og biður mig að skipta honum í fjóra jafna búnka og setja svo þrjú efstu spilin neðst í öllum búnkunum og svo eitt á hvern og einn búnka. Eftir að ég var búin að því þá átti ég að fletta upp efstaspilinu í hverjum búnka. Það gerðist ekkert í fyrsta skiptið (planað) þannig að Davíð náði i annan nýjan stokk og ég gerði það sama við hann. Þegar ég fletti svo upp efstia spilinu í hverjum bunka kom í ljós að á spilunm stóð "Viltu koma með mér í Óperuna á Pabban í kvöld?" Ég náttúrulega varð ekkert smá hissa og sagði strax já auðvita og var ekkert smá ánægð.
Við skelltum okkur svo í Óperuna á alveg hreint frábæra sýningu. Bjarni fór alveg á kostum. Ég get sko alveg mælt með þessari sýningu fyrir alla þá sem eru á því stigi að hugleiða barneignir eða eiga börn eða hafa gengið í genum allt barna uppeldið.
Ég vona bara að þið öll hafið haft frábæran dag í gær.

Fjóla Dögg

Thursday, February 14, 2008

Gleðilegan Valentínusardag

Hafið það gott í dag með mökum ykkar og þeir sem eiga ekki maka enþá vonandi finnið þið hann í dag ;)

Wednesday, February 13, 2008

:D


Þá sit ég bara hérna heima og hugga mér með tölvuna í fanginu og hlusta á imban. Ég var að koma úr göngu með Helgu og Kristínu en Kristín var svo sæt að sækja okkur bíl lausu konurnar og við skelltum okkur svona næstum í Guðmundarlundinn (enn bíllinn hennar KJ sagði hingað og ekki lengar með þetta hlass þegar við komum í brekkuna). Veðrið var ekkert til að hrópa húrra yyfir en hundarnir voru sáttir (já svona næstum allir) með að fá að hlaupa og japla á smá hrossaskít þegar mömmur þeirra sáu ekki til sem var nú ekki oft.
Það er gaman að segja frá því að ég er byrjuð að lesa fyrir bílprófið mitt sem ég tek núna í lok mars úti á Flórída. Þetta virðist nú ekki vera nein brain surgery en það er nú gott að vera við öllu viðbúinn því það geta laumast inn á milli lumskulegar spurningar. En prófið úti er mun auðveldara þar sem þú getur bara gert einn kross í hverri spurningu en ekki eins og hérna heima þar sem þú getur svarað 4 af 4 krossum í einni spurningu.
Annars fæ ég líklega Fróða sem næturgest hérna til okkar á föstudagsnóttina þar sem Helga er að vinna og mamma hennar er að fara til Skálholts. Það verður bara gman að hafa kallinn hjá okkur. Ég er samt ekki búin að ná að tala við Davíð en ég er nokkuð viss um að það verður ekkert mál.
En þessi helgi hjá okkur Davíð er alveg stútfull. Það byrjar strax á morgun með Valentínusardeginum en ég veit ekki hvort það er einhvað sem Davíð hefir planað handa mér en ég vona það ;), svo á föstudaginn er kveðjupartí hjá Svanhvíti frænku og ætlum við að kíkja þar inn, á laugardaginn er svo kóræfing um morgunninn og Árshátíð laganema um kvöldið og þarf ég víst að vera rosalega vel út sofin fyrir það kvöld annars verður Davíð ekki sáttur með mig (en satt að segja hef ég rosalega lítið úthald í svona skemmtanir þegar maturinn er búinn þá er ég líka búin) svo er það sunnudagurinn en hann byrjar á Chihuahua og papillon göngu kl 13 í Heiðmörk einhverstaðar og strax eftir hana er farið í kveðju matarboð hjá Svanhvíti (aftur ;D).

Jæja ég hef það ekki lengar í þetta skiptið. Yfir og Út

Fjóla Dögg

Monday, February 11, 2008

Hundamálverk

Jæja þá ætla ég að láta draum rætast og láta gera málverk af Mola þegar ég fer út.
Ég held ég sé búin að finna listamanninn en hann er í New York og er gegjaður. Núna er bara málið á þaðir að taka miðlings stærð eða stóra stæðr, á maður að vera með valinn bakgrunn eða engan bakgrunn og ef eingan á hann að vera dökkur eða ljós?
Ég á eftir að ákeða þetta en þætti ganan að fá smá innlegg frá ykkur hér eru tvö dæmi af myndum sem hann gerir með bakgrunn og engum. En þið getið séð myndirnar stærri hér ásamt öðrum myndum http://www.ericstewartportraits.com/Dog-portraits/gallery.htm.
Jæja njótið vel og endilea komið með hugmyndir fyrir mig.
Þessi er með dökkum bakgrunni
Þessi er rosaflott en með ljósum bakgrunni
Þessi er svo með völdum bakgrunni

Kær kveðja Fjóla Dögg og Moli Fjóluson

Sunday, February 10, 2008

Lífið er yndislegt.... YEEESS!!!!!

Við Davíð erum eitt heppnasta fólk í heimi.
Núna er ég að fara út til Flórída nánast bara að skemmta mér í rúmlega 2 mánuði sem er rosalega mikið til hlökkunar efni hjá mér. Við höfum svo nú þegar bókað flug út í sumar í júlí og ætlum við að ferðast á Mustangnum til Washington og hitta Jennifer, Clint, Colby og Anne ásamt fleirum þar og vera í tæplega viku. Síðan keyrum við aftur til Flórída og verum þar restina af fríinu.
Svo er það það að við fengum alveg óvænt að vita að afi hans davíðs ætlar að bjóða okkur til Spánar í húsið sem hann á þar úti. Vá GEGJAÐ!!!! Við erum alveg rosalega spennt og er planið að fara þangað í september. Þannig að ég verð erlendis samtals í 3 og hálfan mánuð á þessu ári.
Rosalega spennandi og gaman. Moli fær samt ekki að koma með greyið og við eigum eftir að sakna hans en við erum að fara að flytja út á næsta ári og þá kemur hann með okkur allt sem við förum nema til Íslands audda.
Helga kemur líklega í kvöld og horfir með okkur á There will be blod og kanski koma Jón og Riss líka.

Fjóla og Moli

Saturday, February 09, 2008

Helgin

Jæja það verður nóg að gera hjá mér og Davíð um helgina.
Helga, Fróði og Trítla komu í heimsókn og ætluðum við að horfa á bíómynd en nnnneeeii þá tók tækið upp á því að vera svarthvítt allt kvöldið og ekkert gekk. Við horfðum þá í staðin á frekar undarlegt Gettu betur og spjölluðum. Ætli við reynum ekki að horfa á þetta annað kvöld eða bara seinna.
Við Moli erum að fara í Garðheima á eftir á Smáhundakynninguna og verðum þar í einn og hálfan tíma. Á meðan fer Davíð á jessup æfingu. Í kvöld er svo matarboð hjá Ástu frænku Davíðs og Guðjóni. Ætli við endum ekki með að spila og hver veit hvar það endar ;) (hóst, hóst) ég held ég hafi lært mína lexíu þegar komið er að því að spila við Ástu.... það kemur ekkert til greina nema að...... VINNA.
Á morgun er svo vinna frá 8-13 og matur hjá pabba og mömmu um kvöldið. Svo er spurning hvað við gerum við restina af kvöldinu.

Ég fann aftur á móti heimasýðu á netinu þar sem Chihuahua hundum og Chihuahua blendingum vantar heimili og ég er alveg harð ákveðin ða þangað fer ég og fin mér hund fann strax tvo sem ég hefði viljað taka með heim. Síðan er http://www.petfinder.com/shelters/FL452.html kíkið á hana.

En hafið það gott, gott fólk og Guð blessi ykkur.

Thursday, February 07, 2008

Snjór, snjór, snjór...............uuu eruð þið að GRÍNAST!!!

Jæja það var erfiður dagur í dag hjá Fjólunni ykkar. Ég vaknaði í morgun alveg rosalega þreytt og hálf pirruð. Þegar út var komið var allt á KAFi í snjó. Ég haggaði náttúrulega ekki bílnum og endaði í botni götunnar minnar (sem er brekka by the way) og gat ekkert gert. Ég var sein fyrir þannig að ekki var hækt að gera neitt nema hringja á leikubíl. Ég fór út og ætlaði ða bíða eftir honum og ég beið og beið og ekkert gerðist þangað til Davíð hringdi aftur og þá komst ég að því að fyrri leigubíllinn sem var sendur gafst bara upp og þurftu þau að senda annann. Ég smellti af nokkrm myndum meðan ég var að bíða vegna þess að þrátt fyrir allt saman var veðrið alveg gullfallegt.
Logsins komst ég svo í vinnuna kl rúmlega hálf 6 og byrjaði á fullu að taka til panntanir til að allt yrði nú tilbúið á tiltölulega réttum tíma. Það var samt ákætt ða vita að það voru fleyri í vandræðum í morgun en ég með að komast í vinnuna þar sem Benni og Hörður komu seint. Dagurinn gekk ágætlega en með nokkrum leiðilegum uppákomum sem ég nenni ekki að fara út í hér. Ég fékk svo afa til að koma og ná í mig og fékk hann í staðin súpu og brauð og smá sætindi. Amma er komi heim aftur eftir að hætt var við að gera aðgerðina þar sem hún fékk hjartatruflanir og læknarnir þorðu ekki að halda áfram. Hún fer þó í aðgerðina á mánudaginn og vil ég biðja ykkur um að hafa ömmu í huga og bilja fyrir henni. En það er gaman að segja frá því að við lánuðum ömmu nýa testamenti áður en hún fór á spítalan og sagði hún mér í dag að hún ætlaði ekki að skila mér því strax vegna þess að hún ætlaði að halda áfram að lesa það.
Þegar ég kom svo heim úr vinnunni var slappað af yfir Stardust sem var alveg heint ágæt. Við Moli skelltum okkur svo ein þar sem ég var búin að ákveða að fara ekki í göngu og slappa bara af heima vegna þess að ég þarf á því að halda, en mér fanst ég ekki getað slept því þegar veðrið er svona fallegt. Við löbbuðum um hverfið og niður í Elleðaárdal og ég tók nokkrar myndir. sem ég skelli inn hér á eftir.
Þegar heim var komið komu pabbi og mamma og náðu í okkur Mola og við fórum á Stælinn og var ég holl í þetta skiptið (fyrir utan nokkrar stolnar franskar kartöflur) og fékk mér kjúklingasallat og Topp. Það var rosalega gott þrátt fyrir hollustuna en ég er náttúrulega rosalega hrifin af sallat sérstaklega eftir að ég kynntist fjölskyldunni hans Davíðs og þá aðalega tengdamömu en hún og ég erum alveg samsíða í sallad ástinni ;). En það lítur allt út fyrir að ég og davíð séum að fara til Spánar í 2 vikur í september í boði Gizurar afa :D ég veit ekki mikið meira en það en er mjög spennt.
Hlynsi bróssi snillingur kom svo eftir matinn og losaði bílinn okkar úr aðstðum sem ég hélt al væri ólosanlegar en hann gat það kallinn, þannig að núna situr bíllinn efst í götunni og bíður morgundagsins.
Núna er ég bara komin heim aftur og er að blogga og hlusta á Mythbusters snillingana Adam og Jamie en þeir eru að útkljá það myth hvort skór með járn tá séu hættulegri en venjulegir skór þegar þungir hlutir detta á tærnar.
En ég hef það ekki lengra að þessu sinni. Hafið það gott og Guð blessi ykkur og gefi ykkur frið, hamingju og gleði.

Við Moli í góðaveðrinu ;D

Moli að hlaupa til mömmu sín

Snjórinn var búinn að fjúka í stóra hóla inni í undirgöngunum rosalega flott

Greinarnar voru svo þungar útaf snjónum að þar lágu í göngustígnum

Moli prins

Mola var orðið kallt þanig að hann fékk far í nokkrar mínútur það er nú bara sangjant hann er á berum táslunum meðan ég var í sokkum og ullarsokkum og skóm ;)

Litli snjókallinn var orðinn þreyttur

Það er nú bara eins og maður sé mættur á jökulsárlón svei mér þá rosalega fallegt

Monday, February 04, 2008

Dagurinn í dag

Úfff hvað ég er fegin að bolludagurinn er næstum búinn. Þvílíkt bull og vitleysa. Ég mætti í morunn kl 5 og vann til 15 og er gjörsamlega alveg búinn og nenni ekki að hugsa um neitt langar bara að sitja hérna uppi í rúmi í allt kvöld og spila net póker og kúra með Mola.
Ég ætla nú samt að reynaða fara í stuttan göngutúr með Mola og kanski í smá leikfimi þar sem það er löngu komin tími á það sérstaklega eftir alla þessa bolludaga (munið ég vinn í bakaríi).
Davíð er að vinna núna í Bústaðarkirkju og kemur heim fyrr en um 6 leitið held ég.
Ég fór og söng í fyrsta sinn með Gospelkórnum mínum ;) á sunnudaginn en við vorum beðin um að syngja í Salt kirkjunni og var það bara rosalega gaman.
Ég fattaði það strax á sunnudaginn að ég get ekki BEÐIÐ að sjá Sweeney Todd aftur og einhvernivegin er ég viss að það verði að vera áður en hún hætti í bíó. Ég er alveg orðin hookt.
Jæja gott fólk ég hef það ekki lengra.
Hafið það gott og njótið þess sme eftir er af deginum og megi Guð vaka yfir ykkur og blessa ykkur.

Kv Fjóla sátt og sæl.

Saturday, February 02, 2008

Sweeney Todd njótið

Sweeney og Lovett

Hnífarnir góðu. His FRIENDS!

YOU Sir too sir I want you bleeders!

Búin að ákeða hvað skal gera við líkin og hvað er þá best að gera... hvað annað en að DANSA!

At last my arm is complete again!

Mr T og Mrs Lovett að sjá Signori Adolfo Pirelli á torginu.

Sweeney og Anthony á leið til London. Sweeney hafði þetta að segja um borgina.
There is a hole in the world like a great black pit and it´s filled with people who are filled with shit and the vermin of the world will inhabit it.

Þau eru vægast sagt soldið Creepy looking ekki satt en svo rosalega í anda hlutverka sinna.

Ef ég gæti hitt Tim Burton þá myndi ég þakka honum svo innilega fyrir að hafa gert þessa mynd og gert hana betri en ég hefði getað ímyndað mér. Hann tók frægan söngleik og gerði það sem maður vill að sé gert, ekki það sem er svo oft gert við endurgerðir að þær eru eiðilagðar.

Friday, February 01, 2008

Sweeney Todd VÁ!!!!!!!!!!

Loksins loksins fékk ég að sjá minn langþráða Mr. Todd leikinn af mínum uppáhalds Johnny Depp og þvílík snild sem Tim Burton hefur náð að töfra fram.
Ég gerði miklar væntingar til myndarinnar ein einhvernvegin tókst þeim að gera hana betri en ég hefði nokkurntíman getað ímyndað mér.
Við fórum í lúksussal með Helgu og Svanhvíti frænku. Ég og Helga vorum mættar kl 10 mín yfir 7 og vorum fremstar í röðinni. Ekki nóg með það þá var miðinn minn sá fyrsti sem fékk aðgöngu inn í sal Sweeneys og það getur engin tekið það frá mér MMOOHHHH :D.
Johnny Depp fer að sjálfsögðu meira en á kostum, hann er Sweeney í myndinni. Hvernig hann nær að túlka hatrið og hversu algjörlega ótengdur við heiminn og umhverfi sitt hann er ar alveg rosalegt. Sérstaklega er flott atriðið þegar hann finnur vini sína (rakhnífana) og singur hálfgerðan ástar óð til þeirra og talar um hvaða verk þeir saman eiga eftir að vinna.
Jamie Campell Bower er Anthony Hope og vá sá drengur getur sungið. Saklausi, kærleiksríki, ástfangni og elskulegi Anthony ho bjargar Sweeney og kemur með hann til London. Hann er einn af bestu söngvurum myndarinnar
Helena Bonham Carter er Mrs Lovett. Hún er algjörlega sniðin í hlutverkið. Ástin sem hún hefur á Sweeney er algjölega óbrygðul og blind. Hún sér ekkert nema hann og vill allt fyrir hann gera.
Alan Rickman er Judge Turpin. Rosalega er hann flottur þessi leikari. Ég varð náttúrilega alveg kolfallin fyrir honum þegar ég sá hann fyrst í hlutverki Snapes í Harry Potter en hann er ekki síðri hér og VÁ hann fer svo vel með hlutverkið. Það eina sem maður saknar er að hann komi meira fram í myndinni ekkert annað.
Sacha Baron Cohen er Signor Adolfo Pirelli. Eins mikið og ég elskaði Örn í þessu hlutverki þá held ég að Cohen nái því betir en hann. Þessi pommper prik gæji how dosent know whats good for him. Hans adriði í mindinni er eitt það skemmtilegasta og fyndnasta í allri myndinni.
Ed Sanders er Toby. Litli aðstoðar maður Pirelli. Þessi strákur er náttúrulega ekkert annað en æðislegur. Roddin er sú besta í myndinni og hann er svo ynnilega einlægur og dásamlegur. Rosalega flottur og efnilegurs strákur sem ég get ekki beðið að sjá á hvítatjaldinu eða í leikritum í framtíðinni.
Timothy Spell er Beadle Bamford aðstðoarmaður dómarans. Hann nær svo vel þessum ógeðfelda manni sem er gjörsamlega siðspilltur og rottulegur.
Ef þið viljið fara og sjá bestu mynd ársins... já ég sagði ársins þrátt fyrir að það sé bara febrúar þá þori ég að fullyrða að það kemur ekki út mynd sem á eftir að toppa þessa fyrir mér. Farið á hana í alvöru farið áhana. Ég á eftir að fara á hana aftur sme allra allra fyrst og kaupa hana strax og hún kemur út.
Kveðja
Sweeney Todd ;)