Við Davíð erum eitt heppnasta fólk í heimi.
Núna er ég að fara út til Flórída nánast bara að skemmta mér í rúmlega 2 mánuði sem er rosalega mikið til hlökkunar efni hjá mér. Við höfum svo nú þegar bókað flug út í sumar í júlí og ætlum við að ferðast á Mustangnum til Washington og hitta Jennifer, Clint, Colby og Anne ásamt fleirum þar og vera í tæplega viku. Síðan keyrum við aftur til Flórída og verum þar restina af fríinu.
Svo er það það að við fengum alveg óvænt að vita að afi hans davíðs ætlar að bjóða okkur til Spánar í húsið sem hann á þar úti. Vá GEGJAÐ!!!! Við erum alveg rosalega spennt og er planið að fara þangað í september. Þannig að ég verð erlendis samtals í 3 og hálfan mánuð á þessu ári.
Rosalega spennandi og gaman. Moli fær samt ekki að koma með greyið og við eigum eftir að sakna hans en við erum að fara að flytja út á næsta ári og þá kemur hann með okkur allt sem við förum nema til Íslands audda.
Helga kemur líklega í kvöld og horfir með okkur á There will be blod og kanski koma Jón og Riss líka.
Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Bara endalaust flakk á þér, kona! :) Ég fer víst ekkert út fyrir landsteinana fyrr en í ágúst.Annars þurfum við að hittast sem fyrst og horfa á þessa mynd ;)
Heyrumst!
Kveðja, Helga og voffalingarnir
Post a Comment