Thursday, February 07, 2008

Snjór, snjór, snjór...............uuu eruð þið að GRÍNAST!!!

Jæja það var erfiður dagur í dag hjá Fjólunni ykkar. Ég vaknaði í morgun alveg rosalega þreytt og hálf pirruð. Þegar út var komið var allt á KAFi í snjó. Ég haggaði náttúrulega ekki bílnum og endaði í botni götunnar minnar (sem er brekka by the way) og gat ekkert gert. Ég var sein fyrir þannig að ekki var hækt að gera neitt nema hringja á leikubíl. Ég fór út og ætlaði ða bíða eftir honum og ég beið og beið og ekkert gerðist þangað til Davíð hringdi aftur og þá komst ég að því að fyrri leigubíllinn sem var sendur gafst bara upp og þurftu þau að senda annann. Ég smellti af nokkrm myndum meðan ég var að bíða vegna þess að þrátt fyrir allt saman var veðrið alveg gullfallegt.
Logsins komst ég svo í vinnuna kl rúmlega hálf 6 og byrjaði á fullu að taka til panntanir til að allt yrði nú tilbúið á tiltölulega réttum tíma. Það var samt ákætt ða vita að það voru fleyri í vandræðum í morgun en ég með að komast í vinnuna þar sem Benni og Hörður komu seint. Dagurinn gekk ágætlega en með nokkrum leiðilegum uppákomum sem ég nenni ekki að fara út í hér. Ég fékk svo afa til að koma og ná í mig og fékk hann í staðin súpu og brauð og smá sætindi. Amma er komi heim aftur eftir að hætt var við að gera aðgerðina þar sem hún fékk hjartatruflanir og læknarnir þorðu ekki að halda áfram. Hún fer þó í aðgerðina á mánudaginn og vil ég biðja ykkur um að hafa ömmu í huga og bilja fyrir henni. En það er gaman að segja frá því að við lánuðum ömmu nýa testamenti áður en hún fór á spítalan og sagði hún mér í dag að hún ætlaði ekki að skila mér því strax vegna þess að hún ætlaði að halda áfram að lesa það.
Þegar ég kom svo heim úr vinnunni var slappað af yfir Stardust sem var alveg heint ágæt. Við Moli skelltum okkur svo ein þar sem ég var búin að ákveða að fara ekki í göngu og slappa bara af heima vegna þess að ég þarf á því að halda, en mér fanst ég ekki getað slept því þegar veðrið er svona fallegt. Við löbbuðum um hverfið og niður í Elleðaárdal og ég tók nokkrar myndir. sem ég skelli inn hér á eftir.
Þegar heim var komið komu pabbi og mamma og náðu í okkur Mola og við fórum á Stælinn og var ég holl í þetta skiptið (fyrir utan nokkrar stolnar franskar kartöflur) og fékk mér kjúklingasallat og Topp. Það var rosalega gott þrátt fyrir hollustuna en ég er náttúrulega rosalega hrifin af sallat sérstaklega eftir að ég kynntist fjölskyldunni hans Davíðs og þá aðalega tengdamömu en hún og ég erum alveg samsíða í sallad ástinni ;). En það lítur allt út fyrir að ég og davíð séum að fara til Spánar í 2 vikur í september í boði Gizurar afa :D ég veit ekki mikið meira en það en er mjög spennt.
Hlynsi bróssi snillingur kom svo eftir matinn og losaði bílinn okkar úr aðstðum sem ég hélt al væri ólosanlegar en hann gat það kallinn, þannig að núna situr bíllinn efst í götunni og bíður morgundagsins.
Núna er ég bara komin heim aftur og er að blogga og hlusta á Mythbusters snillingana Adam og Jamie en þeir eru að útkljá það myth hvort skór með járn tá séu hættulegri en venjulegir skór þegar þungir hlutir detta á tærnar.
En ég hef það ekki lengra að þessu sinni. Hafið það gott og Guð blessi ykkur og gefi ykkur frið, hamingju og gleði.

Við Moli í góðaveðrinu ;D

Moli að hlaupa til mömmu sín

Snjórinn var búinn að fjúka í stóra hóla inni í undirgöngunum rosalega flott

Greinarnar voru svo þungar útaf snjónum að þar lágu í göngustígnum

Moli prins

Mola var orðið kallt þanig að hann fékk far í nokkrar mínútur það er nú bara sangjant hann er á berum táslunum meðan ég var í sokkum og ullarsokkum og skóm ;)

Litli snjókallinn var orðinn þreyttur

Það er nú bara eins og maður sé mættur á jökulsárlón svei mér þá rosalega fallegt

5 comments:

Anonymous said...

BAHAHAHAHAHAAHA beggi...love that guy...he looks incredibly pissed.

Fjóla Dögg said...

I thought you would like it ;D.

Anonymous said...

Ég er nú alveg löngu komin með ógeð af þessu veðri :(

Kristín og voff voff

Unknown said...

Hæhæ! Þetta er Sólrún sem á Mána (chihuahua). Við hittumst í Garðheimum síðasta laugardag og mig langaði að kvitta fyrir okkur. Ég er sjálf með blogg fyrir okkur Mána. Það er http://solrunbirna.bloggar.is og endilega sendu mér mail til að fá lykilorðið ef þú vilt :)
Bestu kveðjur,
Sólrún og Máni

P.S. Moli er rosalega flottur á myndunum ;)

Fjóla Dögg said...

Hvað er e-mail fangið þitt Sólrún? Ég veit ekki hvar ég get fundið það :(.

Kær kveðja Fjóla