Wednesday, February 29, 2012

Veikindi :S

Jæja ég er að vakna hækt og rólega upp úr ömulegri pest :S. Ég var alveg úti í allan gærdag og svaf nánast ekkert nóttina þar á undan þar sem ég var að kasta upp alla nóttina og hélt engu niðri nema tveimn ristuðum brauðsneiðum sem ég náði að borða seinnihluta dags í gær :S.
En núna er ég að koma til, er slöpp og með höfuðverk en verð vonandi orðin góð á morgun.
Moli er búin að vera svo þolinmóður við mig bara lúllar hjá mér og er ekki með neitt vesen enda hef ég ekki getað gert neitt með honum þar sem ég gat varla stigið fram úr rúminu :S.
En ég vona að þetta sé að klárast og að þessi svimi, og höfuðverkur fari í dag og ég verði full frísk á morgun.
Annars er lítið að frétta héðan ég hef bara ekki verið að gera neitt nema reynt að hvíla mig, ekkert lært en er að vonast til að gera eitthvað í þeim geiranum í dag, ekkert þrifið eða tekiðtil en er að vonast til að geta gert eitthvað af því líka í dag ef ég treysti mér til.
Davíð er alla þessa viku í skóla að læra lögmanninn þannig að hann er í burtu frá kl 7-18 alla daga sem er soldið leiðinlegt en ég held að honum gangi bara vel þátt fyrir að hann hafi verið eitthvað stressaður fyrir deginum í dag þar sem hann var að fara að læra eitthvað efni sem hann hafði aldrei lært áður.
En nóg um það ég ætla bara að enda með nokkrum myndum af Mola úr göngum sem við höfum verið að taka í janúar og febrúar :D.

Varð að leifa þessari að fylgja þar sem hann er svo sætastur á þessari myndi

Moli og Nói hennar Hlegu en aumingja Nói þarf að þola mikinn kjaft frá Moli ;D

GAMAN

Kristín er svokölluð hunda nammi búð þegar það kemur að göngum en hún er alltaf með besta og mesta nammið fyrir ferfætlingana :D

Moli og Emma "Hjónin"

Moli og Nói

Emma, Aris og Nói

Reyna að finna sér kúkastað

Hlauða til mömmu sín

Fallegasti vetrar kongurinn

Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn

Monday, February 27, 2012

18 vikur


Jæja þá er ég komin 18 vikur á leið og víst komin tími á að taka bumbumynd. Ég er samt eiginlega ekki komin með neina óléttu bumbu til að taka mynd af finnst mér bara meira svona skvabb hér og þar ;D.
Annars styttist líka í að við förum í 20 vikna sónarinn (12. mars) og fáum þá að vita hvort kynið við erum með og hlakka ég mikið til þess :D. Mig langar svo að vera með svona köku boð þar sem ég bíð mínum nánustu til að koma en kakkan er sérstök að því leitinu að hún er annaðhvort bleik eða blá að innan og er þá planið að þegar við förum í sónarinn þá biðjum við um að fá kynið bara skrifað á blað og förum með það blað í bakarí og biðjum það bakarí að baka kökuna og fá þá allir aðvita hvort kynið það er á sama tíma sem er rosa skemmtilegt.
Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ég myndi vilja fá staðfestingu á að þetta væri alveg pottþétt annaðhvort strákur eða stelpa og það gæti orðið flókið. En svo er líka alltaf möguleiki að gera bara kökuna sjálf og allir (fyrir utan okkur Davíð) bíða spenntir eftir að sjá hvort það er :D.
En nóg um það ég ætlaði bara rétt að seytja inn 18 vikna bumbu myndina mína og reyni svo aðvera vikulega með up date á henni héðan í frá.


18. vikur tekið 26. febrúar 2012

Sunday, February 26, 2012

Framhald af rúm uppsetningu :D

Við gerðum smá meira í gær eftir að tengdó voru farin og við búin að háma í okkur Dominos pizzu. Fyrsta verk var að taka saman pappakassann sem var utan um rúmið og Mola fanst nú ekki leiðinlegt að taka þátt í því eins og sjá má á myndunum ;D. Eftir það settum við upp límmiðana sem við keyftum í stíl við rúmteppið upp á vegg og er það alveg ógeðslega krúttlegt ;D. Þið verðið sérstaklega að taka eftir litla rebbanum hann minnir mig svo á Mola minn :D.
Annars læt ég myndirnar um rest.

Eins og sjá má var ekkert smá gaman að klóra í frauðplastið ;D

Minn hefur ekki skemmt sér svona vel í LANGAN tíma ;D

Fékk meira að segja kusk í augað, en mamma reddaði því ekkert vandamál :D

Þá var hafist handa að setja ALLA límmiðana upp :Dog svei mér þá ef ég er ekki farið að sjá móta fyrir smá bumbu sem væri huksanlega hækt að fórna mynd á ;9

Gaman gaman

Ógeðslega gaman :D

Moli að sjálfsögðu var viðstaddur atburðinn og fylgdist vel með öllu sem fram fór :D

og svo lagði hann sig þegar hann sá að þetta var allt að fara á besta veg ;9

og þá eru allir límmiðarnir komnir upp öll dýrin í skóginum :D

Svo ákvað ég að fara aðeins lengra og setja seríu á kantinn ;D bara svona allavegana núna

Loka myndin :D

Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn

Saturday, February 25, 2012

Barnarúmið og skiptiborðið komið upp :D

Jæja þá erum við LOKSINS búin að setja rúmið upp :D. Þá er herbergið nánast tilbúið fyrir litla babyið núna vantar okkur bara einhvern stól sem er þægilegur til að sitja í þarna inni ef við finnum einhvern nógu nettan ;D.
Rúmið er svo hrillilega stórt að það hálfa væri nóg og þakka ég bara fyrir að það passi þarna inn með góðu móti :S. Annars erum við Davíð rosalega þakklát Sveinbyrni afa fyrir hjálpina að setja það saman og Lindu ömmu að vera með Mola á meðan svo honum leiddist ekki ;D.
En nóg um blaður nú er bara að skoða myndirnar af gripnum :D.

Davíð og ég búin að ná í rúmið úr geimslunni en það tók smá tíma ;S.

Kallarnir byrjaðir :D

Allt að koma hjá þeim

Og svona er griðurinn tilbúin með rúmteppinu og laki og alles :D

Moli þurfti svo auðvita að fá að skoða og þefa enda er hann stór hluti af fjölskyldunni eins og þið vitið ;D

Honum fanst skiptiborðið bara kósý ;D

Fanst rúmið soldið skrítið svona djúft :D.

Núna eru öll þau föt og annað dót sem við keyftum úti komið í skúffurnar á skiptiborðinu og allt að komast í réttar skorður :D.

Knúsar Fjóla og bumbubúinn

Friday, February 24, 2012

Þá er ég byrjuð aftur

Þar sem við Davíð og Moli eigum von á litlu kríli í lok júlí byrjun ágúst er alveg kominn tími á að rífa upp blpggið mitt aftur sem hefur ALDREI farið í svona langt verkfall ;S.
En eins og flestir vita núna þá eigum við Davíð von á barni og erum við svona merkilega róleg yfir því eins og er. Allt gengur vel ég er komin yfir þessa hræðilegu fyrstu ógleðismánuði og þessa frábæru allt er í lagi mánuði en er að komast á er alltaf þreitt nenni ekki neinu mánuðina núna :S. Ég er komin svonma milli18 og 19 vikur á leið en er soldið vonsvikin hvað mér finnst bumban stækka hækt :S. Mér finnst þetta meira vera bara svona skvabb :S. En vonandi fæ ég einhverntíman bumbu sem lítur út fyrir að vera óléttubumba :).
Við Davíð fórum til Marisu og Jóns til N.Y. fyrir tæpum tveim vikum síðan og versluðum FULLT af barna dóti fyrir litla krílið og vonandi náum við að setja upp barnarúmið um helgina það væri ÆÐISLEGT :D.
Ég er ekki farinn að gerta sagt fyrir víst að ég finni fyrir hreifingu í maganum en það eru ákveðnir stingir sem ég finn sem ég gruna að sé barnið en þæri ekki að vera viss þannig að ég bíð bara róleg þar til það sé engin spurning lengur ;D. Við Davíð erum búin að fara til ljósmóruðinnar okkar hennar Kristrúnar tvisvar núna og síðast fengum við að heyra hjartsláttinn hjá barninu og bárum hann saman við minn og við erum að tala um að minstakosti helmingi hraðari hjarslátt hjá barninu sem mér fanst merkilegt að heyra.
Hlynsi bróssi er nátturulega búin að eignast sitt barn hann litla kall og verður hann skírður núna í næsta mánuði og hlakka ég mikið til þess að fá að vita hvað kallinn á að heita :D.
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá okkur Davíð. Það er brjálað að gera hjá Davíð í vinnunni og í skólanum en hann er núna orðinn stundakennari hjá HÍ ofaná allt annað ;D. Ég er í bakaríinu enþá en það gengur bara vel.
Ég er að vonast til þess að komast í læri hjá hundasnyrtistofu svona einu sinni í viku og hef haft samband við eina sem ég vona að taki mér fagnandi :D.
Annars er ég líka í tveimur áföngum í skólanum mínum núna og nóg að gera þar nema þeir eru hvorugir mjög skemmtilegir þannig að það er ekki eins gaman að vinna í þeim eins og öðrum áföngum sem éghef tekið :S. En á næstu önn ætla ég að taka næringarfræði hunda og vona ég að hann verði skemmtilegur :D.
Við Davíð ætlum að fara saman í hádeginu í dag á matsölustað og hlakka ég mikið til þess en fyrst ætla ég að reyna að læra eitthvað svo ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað í dag ;D.

En nóg í bili meira seina en ég vonast líka til að geta sett inn sónarmyndirnar og svo eihverjar bumbumyndir þegar mér finnst bumban vera þess virði að taka mynd af ;D.

Knúsar og hafið það gott

Fjóla og bumbubúinn