Jæja ég er að vakna hækt og rólega upp úr ömulegri pest :S. Ég var alveg úti í allan gærdag og svaf nánast ekkert nóttina þar á undan þar sem ég var að kasta upp alla nóttina og hélt engu niðri nema tveimn ristuðum brauðsneiðum sem ég náði að borða seinnihluta dags í gær :S.
En núna er ég að koma til, er slöpp og með höfuðverk en verð vonandi orðin góð á morgun.
Moli er búin að vera svo þolinmóður við mig bara lúllar hjá mér og er ekki með neitt vesen enda hef ég ekki getað gert neitt með honum þar sem ég gat varla stigið fram úr rúminu :S.
En ég vona að þetta sé að klárast og að þessi svimi, og höfuðverkur fari í dag og ég verði full frísk á morgun.
Annars er lítið að frétta héðan ég hef bara ekki verið að gera neitt nema reynt að hvíla mig, ekkert lært en er að vonast til að gera eitthvað í þeim geiranum í dag, ekkert þrifið eða tekiðtil en er að vonast til að geta gert eitthvað af því líka í dag ef ég treysti mér til.
Davíð er alla þessa viku í skóla að læra lögmanninn þannig að hann er í burtu frá kl 7-18 alla daga sem er soldið leiðinlegt en ég held að honum gangi bara vel þátt fyrir að hann hafi verið eitthvað stressaður fyrir deginum í dag þar sem hann var að fara að læra eitthvað efni sem hann hafði aldrei lært áður.
En nóg um það ég ætla bara að enda með nokkrum myndum af Mola úr göngum sem við höfum verið að taka í janúar og febrúar :D.
Varð að leifa þessari að fylgja þar sem hann er svo sætastur á þessari myndi
Moli og Nói hennar Hlegu en aumingja Nói þarf að þola mikinn kjaft frá Moli ;D
GAMAN
Kristín er svokölluð hunda nammi búð þegar það kemur að göngum en hún er alltaf með besta og mesta nammið fyrir ferfætlingana :D
Moli og Emma "Hjónin"
Moli og Nói
Emma, Aris og Nói
Reyna að finna sér kúkastað
Hlauða til mömmu sín
Fallegasti vetrar kongurinn
Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn
No comments:
Post a Comment