Jæja þá er ég komin 18 vikur á leið og víst komin tími á að taka bumbumynd. Ég er samt eiginlega ekki komin með neina óléttu bumbu til að taka mynd af finnst mér bara meira svona skvabb hér og þar ;D.
Annars styttist líka í að við förum í 20 vikna sónarinn (12. mars) og fáum þá að vita hvort kynið við erum með og hlakka ég mikið til þess :D. Mig langar svo að vera með svona köku boð þar sem ég bíð mínum nánustu til að koma en kakkan er sérstök að því leitinu að hún er annaðhvort bleik eða blá að innan og er þá planið að þegar við förum í sónarinn þá biðjum við um að fá kynið bara skrifað á blað og förum með það blað í bakarí og biðjum það bakarí að baka kökuna og fá þá allir aðvita hvort kynið það er á sama tíma sem er rosa skemmtilegt.
Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ég myndi vilja fá staðfestingu á að þetta væri alveg pottþétt annaðhvort strákur eða stelpa og það gæti orðið flókið. En svo er líka alltaf möguleiki að gera bara kökuna sjálf og allir (fyrir utan okkur Davíð) bíða spenntir eftir að sjá hvort það er :D.
En nóg um það ég ætlaði bara rétt að seytja inn 18 vikna bumbu myndina mína og reyni svo aðvera vikulega með up date á henni héðan í frá.
18. vikur tekið 26. febrúar 2012
1 comment:
Ótrúlega spennt að vita kynið :)
Kristín
Post a Comment