Við gerðum smá meira í gær eftir að tengdó voru farin og við búin að háma í okkur Dominos pizzu. Fyrsta verk var að taka saman pappakassann sem var utan um rúmið og Mola fanst nú ekki leiðinlegt að taka þátt í því eins og sjá má á myndunum ;D. Eftir það settum við upp límmiðana sem við keyftum í stíl við rúmteppið upp á vegg og er það alveg ógeðslega krúttlegt ;D. Þið verðið sérstaklega að taka eftir litla rebbanum hann minnir mig svo á Mola minn :D.
Annars læt ég myndirnar um rest.
Eins og sjá má var ekkert smá gaman að klóra í frauðplastið ;D
Minn hefur ekki skemmt sér svona vel í LANGAN tíma ;D
Fékk meira að segja kusk í augað, en mamma reddaði því ekkert vandamál :D
Þá var hafist handa að setja ALLA límmiðana upp :Dog svei mér þá ef ég er ekki farið að sjá móta fyrir smá bumbu sem væri huksanlega hækt að fórna mynd á ;9
Gaman gaman
Ógeðslega gaman :D
Moli að sjálfsögðu var viðstaddur atburðinn og fylgdist vel með öllu sem fram fór :D
og svo lagði hann sig þegar hann sá að þetta var allt að fara á besta veg ;9
og þá eru allir límmiðarnir komnir upp öll dýrin í skóginum :D
Svo ákvað ég að fara aðeins lengra og setja seríu á kantinn ;D bara svona allavegana núna
Loka myndin :D
Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn
3 comments:
Vá hvað þetta er sætt! :)
Þetta er rosalega fallegt hjá ykkur :-)
Ótrúlega krúttað :)
Kristín
Post a Comment