Friday, June 22, 2007

Fleiri myndir

Jæja hér koma enn fleiri myndir af okkur hér á bæ
Við fórum á Kúluströnd eftir að Davíð kom heim í dag og svakalega var gaman hjá mínum að fá að hlaupa frá sér alla orku og geta svo bara slappað af það sem eftir er dags

Ein af honum á harða spretti

Manni var svo bara hent í sturtu þar sem maður þarf að vera alveg svakalega hreinn og fínn fyrir morgun daginn, sýning um helgina og ég og Moli verðum á Chihuahua básnum eins og svo oft áður. En eins og hver má sjá er Moli ekki neitt svakalega ánægður með að fara í bað en hann gerir það fyrir mömmu sína ;)

Svo ein að lokum af okkur Mola með Bronsmerkið okkar í blíðunni umkringd sóleyjum

Jæja Guð blessi ykkur öll og eigiði góða helgi dúllur
Kveðja Fjóla og Moli

Thursday, June 21, 2007

Myndir úr lífi mínu nýlega

Mig langaði að skella inn nokkrum myndum sem segja sögu af því hvað hefur verið að gerast hjá mér undanfarnadaga.

Gróa vinkona giftist Valdimar syni Evu Hallvarðs enskukennara og var það alveg gull fallegt brúðkaup alveg hreint ;).

Davíð minn útskrifaðist með BA í Lögfræði og var hann einn af 35 nemendum sem gerðu það... nokkuð gott ;) Þarna er hann með tveimur vinkonum sínum úr lögfræðinni.

Ég og Moli minn fórum út í góða veðrinu og smelltum af nokkrum myndum í blíðu sólinni innanum fallegu blómin.

Önnur í sólinni fallegasti hundur í geymi ég görsamlega eelllllssssssskkkkaaaaaa hann :D

Svo eru það 17. júnís myndir Ég og Riss að hafa það gott í góða veðrinu og Moli að dást að sleikjónum hennar... ;9 alveg eins og mamma sín Nammi sjúkur

Svo ein að lokum af okkur Davíð.

Jæja njótiði vel og lengi og ég elska ykkur öll :D

Sunday, June 17, 2007

Gleðilegan 17. júní :D

Jæja gott fólk til hamingju með deginn. Ég ætla að vona að veðrið haldi sér svona eins og það er núna því það er mjög fínt. Ég er á leiðinni í vinuna núna og verð þar til 12 svo er planið að fá sér hádegismat og skella sér svo á árbæjar safn og svo í bæinn með Jóni, Riss og líklega JK. Dagurinn verður öruglega mjög skemmtilegur og ég get ekki beðið að fara :D. Í kvöld er það svo matur hjá pabba og mömmu..... Kalkún :D uppáhaldið mitt.
Annars vil ég óska Gróu og Valdimar aftur til hamingju með daginn í gær og meigi Guð blessa framtíð þeirra saman.


Eigiði frábæran dag gott fólk

Fjóla og co

Wednesday, June 13, 2007

Útilega um síðustu helgi og brúðkaup næstu helgi

Moli flotti úti í rigningunni með mömmu og pabba að veiða

Jæja það er allt gott að frétta af okkur og erum við bara hress ;).
Um síðustu helgi fórum við á Þingvelli með Jóni og Marisu og var þaðbara FLOTT!!! Moli naut sín eins og alltaf og hljóp um allt og naut veðursins. Núna á laugardaginn næsta er svo stefnan tekin á brúðkaup þeirra Gróu og Valdimars og verður það gegjað gaman.

Að lokum ætla ég að henda inn nokkrum myndum úr útileguni fyrir ykkur vitleysingana ;)

Ég að veiða gegjða gaman

Við fórum og röltum um Þingvelli og sáum meðal annars Öxarárfoss

Jón og Rissy poo ;)


Strákarnir að grilla pulsurnar okkar....og Moli ætlaði sko ekki að missa af neinu ef einhvað skildi detta af grillinu ;)

Ein að lokum að Mola mínum :D

KV Fjóla og co

Wednesday, June 06, 2007

Spennandi tímar framundan

Ég í minigólfi gegjað veður og gegjað gaman en ég vann ekki :(Þá er komin tími á smá up date.

Jæja lífið mitt hefur verið ansi skemmtilegt og spennandi upp á síðkastið. Eins og þið flest vitið erum við Davíð komin með græna kortið og erum alveg svakalega þakklát Guði fyrir þetta frábæra tækifæri sem hann hefur gefið okkur. Við erum bæði núna að vinna á fullu í sumar og erum að reyna að sanka að okkur eins miklum peningum og við mögulega getum til að eiga slatta af money þegar við flytjum út. Planið er að við förum núna í september út í hálfan mánuð til að virkja kortið og þá er þetta allt komið afstað. 2008 er svo stefnan eins og er að Davíð fari út að vinna í svona 3-4 mánuði og skoða sig um varðandi íbúðir og annað. Ég kem svo út í mánuð og verð svo heima að undirbúa heimkomu nýja voffans okkar og það verður svakalega spennandi og skemmtilegt ;). Ég verð líka einhvað í því að passa hundavitlisinga það sumar og má þar nefna Robba og Storm ;).
Árið 2009 þá ætlum við að flytja út til Flórída vera þar í hálft ár meðan Davíð skrifar Mastersritgerðina sína og ég vinn fyrir okkur svona smá til að eiga fyrir öllu. Eftir þetta hálfa ár er svo ekki víst hvert er stefnt en mjög líklega tökum við okkur langt og gott sumarfrí og förum á þann stað sem mig hefur alltaf langað til að fara á Prince Edward Island sem er eyja rétt fyrir utan NY en er hluti af Kanada. Síðan er palnið að velja fylki eftir því hvar Davíð kemst inn í skóla eða fær vinnu þannig að allt er ekki alveg ákveðið enn ;).

Annars er það að frétta að ég er að vinna í Björnsbakarí á Nesinu og hef ég svakalega gaman af því þrátt fyrir að þurfa að vakna kl 4 á morgnana til að mæta kl 5 í vinnuna. Reyndar er ég að breyta vöktunum mínum núna þannig að ég á ekki að mæta fyrr en kl 6 þannig að það er ágætt.

Ég segi þetta gott í bili en að lokum nokkrar myndir frá Californiu frá því í febrúar.


Ég að gefa geitinni hennar Marisu að borða þegar við kíktum í míflugumynd heim til foreldra Marisu.


Ég og Bruce stóri flotti Nýfundnalands hundurinn þeirra. Algjört gæða blóð


Kv Fjóla Ameríkufari