Jæja lífið mitt hefur verið ansi skemmtilegt og spennandi upp á síðkastið. Eins og þið flest vitið erum við Davíð komin með græna kortið og erum alveg svakalega þakklát Guði fyrir þetta frábæra tækifæri sem hann hefur gefið okkur. Við erum bæði núna að vinna á fullu í sumar og erum að reyna að sanka að okkur eins miklum peningum og við mögulega getum til að eiga slatta af money þegar við flytjum út. Planið er að við förum núna í september út í hálfan mánuð til að virkja kortið og þá er þetta allt komið afstað. 2008 er svo stefnan eins og er að Davíð fari út að vinna í svona 3-4 mánuði og skoða sig um varðandi íbúðir og annað. Ég kem svo út í mánuð og verð svo heima að undirbúa heimkomu nýja voffans okkar og það verður svakalega spennandi og skemmtilegt ;). Ég verð líka einhvað í því að passa hundavitlisinga það sumar og má þar nefna Robba og Storm ;).
Árið 2009 þá ætlum við að flytja út til Flórída vera þar í hálft ár meðan Davíð skrifar Mastersritgerðina sína og ég vinn fyrir okkur svona smá til að eiga fyrir öllu. Eftir þetta hálfa ár er svo ekki víst hvert er stefnt en mjög líklega tökum við okkur langt og gott sumarfrí og förum á þann stað sem mig hefur alltaf langað til að fara á Prince Edward Island sem er eyja rétt fyrir utan NY en er hluti af Kanada. Síðan er palnið að velja fylki eftir því hvar Davíð kemst inn í skóla eða fær vinnu þannig að allt er ekki alveg ákveðið enn ;).
Annars er það að frétta að ég er að vinna í Björnsbakarí á Nesinu og hef ég svakalega gaman af því þrátt fyrir að þurfa að vakna kl 4 á morgnana til að mæta kl 5 í vinnuna. Reyndar er ég að breyta vöktunum mínum núna þannig að ég á ekki að mæta fyrr en kl 6 þannig að það er ágætt.
Ég segi þetta gott í bili en að lokum nokkrar myndir frá Californiu frá því í febrúar.
Ég að gefa geitinni hennar Marisu að borða þegar við kíktum í míflugumynd heim til foreldra Marisu.
Ég og Bruce stóri flotti Nýfundnalands hundurinn þeirra. Algjört gæða blóð
Kv Fjóla Ameríkufari
3 comments:
Hæ!!! Verð að segja þér Fjóla að golfmyndin af þér er FRÁBÆR!!! Hún er yndislega æðisleg!
Knús knús
Davíð
Hæ sæta mín !
'eg ætlaði bara að kvitta fyrir innlitið.
Ofsalega litur þú vel út.. Glóir alveg !!
Hafðu það gott skvísa.
Kv Hildur axels.
Æ takk fyrir það Hildur ;) Ég hef það mjög gott.
Gaman að heyra frá þér vonandi gengur allt vel hjá þér og þínum ;)
Kv Fjóla
Post a Comment