Friday, April 10, 2009

Afmælisdagurinn hans Mola




Í dag var algjör Mola dagur. Við fórum á ströndina í morgun og löbbuðum á sröndinni og hitum fult af voffum því það var mikið um fólk og hunda á ströndinni í dag. Eftir strandarferðina var svo lagt afstað í Dollar Tree að kaupa fáeina hluti og ætlaði ég að kaupa svona afmælishatta en það var ekki til :(. Við kíktum svo í Pet Smart og keyftum þurkaðar andabringur handa Mola það munar sko ekkert minna. Við keyrðum svo heim enda Moli orðin vel þreyttur eftir dagin og við tókum því rólega þangað til við lögðum afstað að ná í Davíð á bókasafnið en hann var það í allan dag. þá var bara næsta skref að fara í Publix og kaupa kvöldmatin en við höfðum ákveðið að vera með nautalund í matinn með karteflumús og fersku grænmeti. Lundin kostaði minna en íslenski Þorskurinn sem við fengum um daginn og fannst okkur það athygglisvert. Við keyftum svo fat free brownes í eftirrétt en ég er öll fyrir fat free dótið ;). Maturinn var alveg hreint æðislegur og þar sem Moli á afmæli í dag þá fékk hann afganginn af nautalundinni og fáið þið að sjá hversu fljótur hann var að gúffa því niður ;D.

En annars góður dagur og erum við vel södd og eigum eftir að sjá hvert kvöldið leiðir okkur hver veit nema við horfum á Kristilega mynd um atburði dagsins það er meira ða segja mjög líklegt. Guð blessi ykkur kæ kveðja Fjóla og Moli

Mol sæll og ánægður með strandarferðina okkar í dag

Við tvö saman í sólinni

2 comments:

Helga said...

Ekkert smá dekur!!! Hefur verið frábær dagur hjá prinsinum. Hér er farið að hlýna allverulega. En ég er á leið útíbúð að versla fyrir páskamatinn áður en allt lokar.
Ég er búin að henda inn bloggi og helling af myndum.
Kveðjur og knús frá mér og Fróða

Anonymous said...

Vá greinilega ánægður með steikina kallinn :)

Kristín