Monday, March 31, 2008

Rigning :(

Loksins þegar ég kemst í sólarskap og nenni að liggja í sólbaði þá kemur rigning.
Ég fór að skokka í morgun tvo hringi rosalega dugleg og var ég þá farin að finna fyrir nokkrum litlum dropum. Núna aftur á móti er bara komin demba. Ekki alveg jafn mikil demba og getur verið hérna, því það getur verið eins og helt hafi verið úr fötu, en svona 50% af því.
Þá er bara málið að fara með Fabio Mola í olíuskipti og svo að vesla í Khols heyrinst mér á pabba og mömmu.
Núna er Davíð minn að fara til Whasington D.C. á föstudaginn og verður þá Moli kall hjá tengdó í pössun. Annars var ég að fatta að mig vantar nokkrar hluti frá íslandi sem ég get horft á þegar ég er orðin ein eins og Næturvaktina og Fitball líkamsræktardiska svo ég geti gert leikfimi inni þegar ég nenni ekki að skokka.
Annars átti Moli að koma held ég í næsta Dýravinia blaði eða heitir það einhvað annað? Endilega ef þið sjáið blaðið stelpur, þá sérstaklega Helga og Kristín, væruð þið til í að skoða það svo ég geti látið Davíð kaupa blaðið?
Jæja það er verið að reka á eftir mér að gera mig til svo ég ætla að fara í sturtu og gera mig til fyrir daginn :D.
Guð blessi ykkur og hafið það sem allra allra best.

Kveðja Fjóla

5 comments:

Tomas said...

Moli bara að verða celebrity!

Anonymous said...

Hæ hæ Fjóla mín!
Leiðinlegt að þú gast ekki komið um daginn, þín var sárt saknað. En það er gaman að fylgjast með þér og því sem þú ert að gera hér, þú ert svo dugleg að skrifa. Rosa ævintýri hjá þér. Tilhamingju með flotta bílinn! Hafðu það rosa gott og njóttu góða veðursins og ævintýranna.
Knúsukveðjur Linda María

Helga said...

Ég tékka á þessu blaði, Fjóla. Svo ég líka búin að setja inn nýja færslu og fullt af myndum. Vonandi áttirðu góðan rigningardag ;)
Knús, Helga og Fróði

Anonymous said...

hæhæ
Blaðið heitir Dýrin mín og það verður chihuahua kynning í næsta blaði sem mér var sagt að kæmi út í lok mars þannig éghlít að fara að fá það er sko áskrifandi. Sóldís kemur í blaðinu líka svo ég bíð mjög spennt eftir blaðinu =)

Kristín, Sóldís og Arisf

Fjóla Dögg said...

Oh ok frábært endilega láttu mig vita þegar þú færð það.

Kv Fjóla