Vann frá 7:00-16:30
Hlustaði á leikinn í útvarpinu á leiðinni heim.
Gat ekki horft á endirinn heima, of sorglegt.
Davíð var búinn að undirbúa matinn kjúlli í ananas, papriku, lauk dæmi, sallad og hvítlaugsprauð með, mjög gott.
Horfðum á mjög erfiðan Dr. Phil þátt með alkóhólista föður og konuna hans sem lamdi hann í klessu fyrir framan börnin þeirra mjög disturbeng.
Horfðum líka á The 4400 þátt mjög undarlegan.
Fékk símtal frá mömmu, bróðir minn að hugsa um að kaupa íbúð og aðrar ekki svo skemmtilegra frétta.
Ég og Moli upp í reiðhöll í hundafimi, var engin fimi, misskilningur og rugl.
Komin heim aftur, er að blogga, vavra á netinu og horfa á Davíð skoppa upp og niður fyrir framan mig á líkamsræktartækinu okkar.
Hlakka til að komast í breyttar aðstæður á Flórída.
Hlakka til að fá útborgað og getða lagt peninginn til hliðar.
Hlakka til að hitta göngufélagana mína.
Hlakka til að fara og sjá Sweeney Todd með bestasta fólki í heimi.
Sakna bænastundanna okkar Helgu.
Langar að horfa á vidíó með góðum vinum.
En Guð er góður og ég treysti honum.
Fjóla Dögg
Spennandi tímar framundan
11 years ago
4 comments:
Var ekki hundafimi? Enn skrítið því það átti að vera sýningarþjálfun en það var hætt við það af því það varbúið að tvíbóka (hundafimin og sýningarþjálfun)...
Hvað ertu að vinna lengi í dag ég er svo mikið til í göngu :D
Kristín, Sóldís og Aris
hæhæ mín kæra!
Hvenær ferðu til ameríku? er ekki spurning að reyna að hittast áður (sérstaklega ef þú ert að fara bráðum), við höfum jú ekki hisst svo lengi. Gott að heyra að þér líði vel.
Knús úr hverfinu, Linda María
p.s. við erum eiginlega nágrannar og hittumst aldrei, hvað á þetta að þýða !!
Já ég veit ekki Linda mín það er alveg merkilegt hvað maður sér þig aldrei þrátt fyrir að þú eigir nánast heima í næsta húsi.
Ég fer út í lok mars eftir páska þannig að það er ekki alveg að gerast á morgun ;).
Ég er alveg til í hitting ætlaði alltaf að reyna ða finna tíma og bjóða ykkur til mín er ekki búin að finna neinn enþá er búin að vera svo mikið að vinna þessar vikur á nýu ári. En ég er ekki búin að gefast upp.
Annars langar okkur Davíð alveg rosalega mikið að fara á La Traviada er mikið búið að selja?
Heyrumst dúlla og hlakka til að hitta ykkur allar.
Kv Fjóla
Ég var einmitt að hugsa til þess að ég saknaði þess að biðja og tala saman Fjóla mín, þurfum að bæta úr því sem fyrst. En ég er í fríi um helgina og fram í næstu viku, svo ég hef nógan tíma á næstu dögum :)
Knús, knús, Helga og co
Post a Comment