Monday, January 28, 2008

Lífið heldur áfram

Jæja þá á að reyna að taka sig á í sambandi við bumbuna sem er farin að stækka eftir jólin og áramótin. Málið er bara það að nammi er svo GOTT!!!
Annars er ég að vinna með svo frábæru fólki þessa dagana LOKSINS. Ég er að vinna flesta morgna með strák sem heitir Marko og er frá Þýskalandi. Hann er hérna með kærustunni sinni meðan hún er í námi og er hann rosalega góður að vinna með. Í dag kom svo ný stelpa sem heitir Tina og er frá Noregi og talar reip rennandi íslensku. Loksins er kominn minn tími að ég fái að vinna með góðu fólki sem vinnur vel og kemur ekki fram við mann eins og skít. Ég er ekki að segja að ég sé fullkomin ég er dugleg að loka mig af ef einhvað bjátar á.
Ég get ekki beðið að komast til Flórída er farin að hlakka alveg rosalega til. Ég ætla að fara eins oft og ég get á Sweet Tomato sem er grænmetisstaður sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ætla að borða smoothisa eins mikið að ég get og fá mér hollan mat og fara út að skokka og vera heilsusamleg. Ég get ekki beðið að fara að versla í Puplix, fara í Target, kaupa BÍL, Fara í Epcot með tengdó GMS og BRS, fara í Holyland (sem er kristinn garður) get ekki beðið að sjá hvernig hann er http://www.theholylandexperience.com/ og skólinn auðvita.
Ég er að fara að sækja um námið núna í byrjun næsta mánaðar og hlakka ég bara til.
Sweeney Todd eftir 4 daga vá hvað ég get ekki beðið. Við hittum Jón og Riss á laugardagskvöldið og horfðum á mynd og höfðum það alveg rosalega kósý gaman að hitta þau aftur eftir langa básu þar sem mikið er búið að vera að gera hjá bæði okkur Davíð og þeim eftir áramótinn. Við ætlum að fara með þeim í sumarbústaðinn hans Jóns yfir páskana og verður það ekkert smá gaman eins og alltaf einn af skemmtilegustu tímunum okkar hafa verið þar.
Við Davíð höfum verið að ræða að taka allan júlí mánuð í frí. Við förum út til USA 9-31 júlí og ætlum við að ferðast hringinn í kringum Ísland fyrstu vikuna í júlí og hlakka ég ekkert smá til þess. Það verður líka svo gama að fá að vera með Mola þessa viku og fara í gönguferðir í ullfallegu íslensku náttúrunni okkar. Moli á eftir að elska það líkt og við.
Ég er ein heima að horfa á Dr. Phil þar sem Davíð er að vinna og svo fer hann á fund strax eftir vinnu þannig að ég sé hann ekkert fyrr en bara á morgun held ég bara þar sem ég dett útaf um kl 22.
Núna er Bolludagurinn á næsta leiti og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það þýðir fyrir mig bakaríiskonuna. GEÐVEIKI!!!!! Það verða seldar bollur helgina áður og svo á mánudeginum og ég er að vinna á sunnudeginum og mánudeginum AAAAHHHH!!!
Jæja ég hef það ekki lengra í þetta skiptið.
Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja Fjóla Dögg

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að fá smáfréttir verðum að fara að hittast hvenar ferðu til Florída? Verður öeuglega rosa gaman :D

Kristín og voffarnir

Helga said...

Sú sem er í Dýravinum var einmitt í Flórída í síðasta þætti og fór í hundabakarí og margt fleira sniðugt. Örugglega æðislegt að hafa hunda þarna!
Kveðja, Helga