Þá erum við aftur flutt heim hress og kát og sæl. Linda og Sveinbjörn komu heim í morgun færandi hendi með kjúklingabringur, kalkúnaálegg og kalkúna bringur. Það er alveg haugur af drasli úti í bíl sem á enþá eftir að taka inn en ég ætla að bíða eftir því að Davíð komi heim til að hjálpa mér að bera allt draslið inn. Í kvöld koma Marisa og Jón í vikulegan kvöldmat og er planið að hafa fiskrétt og einhvað holt og gott í desert (ef það er til ;)). Á morgun er svo komið að svinddegi þar sem við Davíð höfum staðið okkur svo sjúklega vel í matardagbókinni okkar sem við fengum í Boot Camp. Þá er planið að fara á Stælinn, vonandi með Riss og Jóni, fá sér ís og kaupa köku í Bónus á tilboði.
Á sunnudaginn er planið að fara í mat til tengdó og fá bonelass ribbs sem mér finnst nú soldið undarlegt að sé til ;). Annars segi ég bara góða helgi gott fólk og hafið að gott.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment