Tuesday, August 29, 2006

Vinahittingur á morgun og Brúðkaup á laugardaginn

Það hefur margt drifið á daga mína upp á síðkastið. Um helgina fórum við Davíð á Árbæjarsafn þar sem við vorum búin að lofa hvort öðru að fara þangað í sumar og við vorum að renna út á tíma. Það er búið að koma fyrir í einu húsinu þar hvernig Diskó-, pönk- og Hippatímabilin voru og mæli ég með því að fólk fari og sjái það næsta sumar.
Seinna um kvöldið á laugardeginum ákváðum við að kíkja á KSF- fund sem var haldinn heima hjá Heiðdísi og var það bara merkilega gaman þrátt fyrir það að við þekkjum ekki svo margar þar. Við sátum þar til að verða eitt og fórum svo heim að glápa á Prisonbraic fyrsta þáttinn í annari seríu og hann var snild, þessi sería lofar góðu.
Á sunnudeginum fórum við í leikfimi og svo heim til tengdó þar sem Davíð hjálpaði pabba sínum við einhvað lögfræði tengt. Seinni partin fórum við í kirkju og um kvöldið kíktum við til Jóns og Marisu og horfðum á mynd og átum pizzu á síðastadegi Mekavikunar mmmm...

Ég var að koma úr veslunarferð í Kringlunni núna rétt áðan með Berglindi og Báru vinkonum að kaupa brúðkaupsgjöf fyrir Jón Magnús og Marisu sem gekk svona líka vel verð ég að segja. Á morgun verður svo hittingu hjá Berglindi þar sem við ætlum að grilla og hafa það skemtilegt og spjalla um sumarið og næsta vetur.

Ég hef það ekki lengra í dag kem með fleyri skila boð sem fyrs.

Kveðja Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

hellú skvís
takk fyrir síðast það var ótrúlega gaman að hitta alla aftur eftir sumarið jeee :o)

kv Berglind