Monday, August 14, 2006

Jæja þá er maður kominn heim!

Við Davíð lentum á Keflavíkurflugvellu kl 7:00 að morgni á sunnudaginn þreytt en sátt við að koma heim að hitta Mola sinn. Ferðin heim gekk mjög vel þrátt fyrir yfirvigt og terorista viðvörun á appelsínugulu stigi og bilaða loftkælingu í vélinni áður en við lögðum afstað.
Fríið var alveg frábært við vesluðum heilan helling eins og töskurnar káfu til kynna en þær voru 22, 25, 25 og 34 kg. Þessi mikla þyngd stafaði samt fyrst og fremst af myndum sem við höfðum látið prenta út og settum í möppur en það voru um 2000 myndir flestar af Mola ;). Það breytir því samt ekki að það var verslað mikið af fötum og öðru eins og gjöfum og fíneríi.
Við fórum að þessu sinni í þrjá garða Epcot eins og alltaf með mömmu, pabba, Dísu og Hlynsa, Magic Kingdom og Universal. Það var allaf jafn gaman og þá sérstaklega í Magic Kingdom það var algjört æði. Við hittum meðal annars Bangsímon, Tígra, Eyrnaslapa og Grísling á matsölustað sem við fórum á um kvöldið.
Það er samt alltaf gott að vera komin heim hlakka til að hitta alla vinina þá sérstaklega Jón og Riss sem koma heim á morgun að ég held. Einnig hlakka ég til að hitta vinina sem eru úti í Afríku og koma ekki fyrr en í byrjun næstu viku.
Ég hef það ekki lengra að sinni en set inn nokkrar myndir úr fríinu til að lofa ykkur að sjá.

Þarna er Davíð að leika Kaftein Dave Jones úr Pirates of the Caribbans.


Kær kveðja Fjóla Dögg komin heim

No comments: