Það er búið að vera nóg að gera í þessari viku. Ég er búin að vera mikið með Marisu. Við fórum til dæmis í gær að vesla saman fórum svo eftir það í Katholt að skoða kisur þar sem Marisa er katta óð og langar svo ofsalega í eina til að kúrast með. Við fengum að sjá eina litla stelpu sem var ekkert nema ljúflengur. Ég byrjaði daginn í dag á því að horfa á Mummy Returns og fór svo út með Mola í þjálfunargöngu fyrir bronsprópið sem hann fer vonandi í bráðum. Ég er einnig búin að vera að taka til, búa til forréttinn fyrir kvöldið í kvöld þegar Marisa og Jón koma í mat og setja í tvær þvottavélar. Ég held að það sé bara komin tími á að fara í sturtu og gera sig sæmilega fyrir kvöldið.
Hef það ekki lengar
Knúsar
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Söknum uppfærslu!!! knús knús
Post a Comment