Í kvöld förum við davíð til pabba og mömmu í mat og vonandi hef ég tíma til að setja upp jólaþorpið hennar mömmu. Ég held að söngskólaskvísurnar ætli líka að hittast í kvöld og ég vona að ég hafi tíma til að kíkja á þær en þurfi ekki að læra allt kvöldið.
Ég er samt búin að ákveða að fara til Marisu á morgun og horfa á ANTM ekki spurning. Að lokum vil ég óska Benji til hamingju með sygurinn í So you think you can dance ég hélt með honum frá upphafi hann er svo nördalega yndislegur og flottur.
Ég hef það ekki lengra í dag. Ég segi bara gangi ykkur vel að lesa fyrir prófin og munið það eru bara 12 dagar til jóla :D.
Beless í bili Fjóla
6 comments:
hæ hæ...langaði bara að segja HALLÓÓÓ!!!!
Benji er Clay Aiken dansins...
Ha Ha Ha já það er satt hjá þér. Hann er algjör Clay!!!!!
Thats way I love him :D
Hey, til lukku með próflok ljúfan!
Heyriði, Benji er nú nokkuð nettur verð ég að segja! Ég hélt eiginlega með honum líka. Hann fór nú samt alveg með það þegar hann fór að grenja! úfff! En hann var krúttlegur og klárlega besti dansarinn! Ohhh, ég elska dansidót! :)
Hvernig er það annars, fer ekki að koma tími á hitting svona þar sem enginn er í prófum lengur og jólin eru að skella á og svona?? ;)
-Tinni títuprjónn (ég er neflinlega svo grönn skiljiði! ;))
Já takk fyrir það. Jú við verðum að hittast sem fyrst en þetta er samt lang erfiðasti tíminn á árinu þar sem ekki nóg með það að jólinn og áramótin eru á þessum tíma heldur á ég og Davíð afmæli og svo öll þessi boð í báðum fjölskyldum. En kanski maður reyni bara að hitta fólkens um áramótinn.
Kveðja Fjóla
Takk fyrir gærkvöldið! Það var eðal en mér finnst að þú eigir að fara að blogga kona! ;)
Post a Comment