Monday, January 08, 2007

Sæl öll sömul

Þá er skólinn byrjaður og allt á fullu. Maður þarf að fara ða einbeita sér að því að kaupa skólabækurnar og byrja að hella sér yfir þær.
Annars er það skemmtilegra í fréttum að ég fæ lánaðan hund dag og dag í smá umhverfisþjálfun og ég er ekkert smá spennt. Einnig er skemmtilegt að segja frá því að ég og Davíð erum mjög líklega að fara til Californiu um miðjan febrúar :D. Við eigum bara eftir að fá endanlegt svar um pössun fyrir Mola. Mamma og pabbi ætla að passa hann einhvað en ég er enn að leita að einhverjum sem væri til í að passa hann í nokkra daga á móti þeim. Annars held ég að það eigi ekki að vera mikið mál en ég á eftir að spurja nokkra sem ég hef í huga.
Ef einhver er ólmur í að fá að passa hann má hann láta mig vita ;D.

Ég segi ekki meira í dag bið bara að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott í skólanum, vinnunni eða hvað annað sem þið eruð að fara að gera á nýu ári ;D.

Kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

three cheers for the best freaking state ever to exist!!!! hip hip hooray! hip hip hooray! hip hip hooray!

-riss

Davíð Örn said...

það verður ofsagaman í USA :D gaman gaman að fara til útlanda!!! Jeeeeiiiii