Tuesday, January 16, 2007

Maður veit aldrei hvert maður stefnir...

Núna er ég að spá í að hætta í Fornleifafræðinni og hella mér út í það að bjóða fólki að taka hundana þeirra í göngr þegar þeim gefst ekki tíma fyrir sanngjarnt verð. Einnig ætla ég að hella mér út í það að finna mér einhverja vinnu sem ég hef gaman af þegar ég kem til baka frá Californiu. Annars er það að frétta af ferðinni til USA að nú þegar er búið að skipuleggja garðaferðir Disney, California Adventure park, San Dieco Zoo og kanski hugsanlega Sea World en samt örglega ekki. Það er búið að panta borð á Goofy´s Kichen sem er morgunverðastaður á Disney svæðinu þar sem er boðið upp á allt milli himins og jarðar í morgunmat og má þar nefna, svo þið fáið smjörþefinn af því hvað þetta er mikið rugl, pízza með hnetusmjöri og sultu, yello og pízzu með hlaupormum svo einhvað sé nefnt. Jább gaman gaman.
Að lokum langaði mig að setja inn mynd af góðvinkonu minni Verdell úr As good as it gets sem er hundurinn sem gerði það að verkum að ég varð ástfangin af þessari tegund Griffon.
Hafið það gott og njótið lífsins

Kveðja Fjóla

2 comments:

Anonymous said...

Hundagöngur..........tekuru að þér sheffer hunda?? :p
Tinni!

Fjóla Dögg said...

Já ekki málið audda.
Hringdu bara í mig og við finnum tíma :D.