Friday, January 12, 2007

Spennó

Ég er búin að sækja um vinnu á Voffaborg sem er dagheimili fyrir hunda og Hundahótelinu Leirum. Ég er búin að fá svar hjá Voffaborg og voru jákvæð viðbrögð frá þeim allavegana um vinnu í sumar vona ég. Ég er að vonast til að fá smá hlutastarf allavegana hjá þeim bráðum ef einhvað losnar. Málið er að ég er að leita mér að vinnu þar sem ég get tekið Mola með mér og ekki eru margar svoleiðis vinnu í boði.
Annars er það annað að frétta að ég og Marisa erum að bjóða upp á hundagöngur og erum strax farnar að finna fyrir hreyfingu sem er alveg ofboðslega spennandi. Ef þið vitið um einhvern látið þá vita af okkur.
Ég er eiginlega komin á þá braut að hætta í háskólanum vegna þess að mér finnst að ég sé þarna "af því bara" til að fá Háskólagráðu og einhvað en mig langar ekki til að halda áfram og leggja til hliðar það sem mig langar til að gera vinna með hundum.
Ég ætla að láta fylgja með hérna í endan mynd gegjuðum Griffon.

Hafið það gott og góða helgi dúllur.
Kveðja Fjóla og Moli

5 comments:

Dagný said...

Spennandi allt saman!
En ég er alveg á því að maður á ekki að vera i háskóla bara til að vera í háskóla...
Þó reyndar pressa frá öðru fólki geti verið ömurleg en gerðu bara það sem þér finnst skemmtilegt! :D
Menntun er samt mikilvæg haha en ja...maður verður að njóta hennar líka ;)

Fjóla Dögg said...

Nákvæmlega ég er alveg sammála því að maður verður að njóta þess sem maður gerir.
En elsku Dagný mín njóttu þín vel í Ástralíu ég hlakka til að sjá þig aftur fulla af visku Guðs og fróðleik sem þú getur notfært þér til að ná til annara sem þekkja ekki Jesú.
Guð blessi þig og varðveiti. Við Davíð elskum þig og hlökkum til að heyra frá þér oftar en við gerðum í fyrra.
Kveðja Fjóla, Davíð og Moli

Anonymous said...

it´s like a little hairy man. (even if it is a girl!)

-rissy!

Fjóla Dögg said...

yes that is what they also say whan they are describing it on the net ;).

Anonymous said...

hallá frænkulíus! jú ég er alveg til, þið megið bara endilega grípa í mig :) ég og Moli erum góð saman ;) hehe. Endilega talaið þið bara betur við mig, svo ég sjái nákvæmlega hvað ég er að gera í lífinu þá hehe, gæti verið að ég sé í verknámi en það er bara vika. en allavega verið þið bara í bandi :)

kv hin frænkan ;)