Tuesday, October 10, 2006

Kristilegi kærleikurinn...eða þannig!

Komiði sæl

Nú finnst mér vera komin tími á mig að tala. Góð vinkona mín skrifaði blog fyrir skömmu sem virðist hafa komið illa við marga. Nú spyr ég afhverju í veröldinni geta sumir ekki séð hvað hún er í raun og veru að segja með þessu bloggi, það að hún er að biðja fólk um að biðja fyrir kirkjunni á Íslandi. Mundi ég ekki vera þakklát ef einhver myndi vilji biðja fyrir kirkjunni minni? Jú ég er nokkuð viss um það!

Fólk er að hengja sig á því að hún hafi sagt að kirkjan væri dauð á Íslandi, afhverju er það? Getur það verið vegna þess að það sé smá sannleikur í því og þessvegna eigi sumir svona erfitt með að heyra það? Ef þið eruð ekki sammála mér og vinkonu minni (og fleirum) þá eigið þið að hjálpa henni og mér að sjá ljósið og sýna henni og mér fram á að þetta sé ekki satt. Engin gerði það. Fólk réðst á hennar persónuleika og sagði að hún vissi ekkert um þetta mál og ætti því ekki tjá sig um málið. En hvað með mig...nú veit ég meira en hún, ég bý hér og veit nokkurn veginn hvernig kirkjan er og ég er á sama máli og hún. Er ég líka 5 mínútna vitleysis reynslulaus kona? Er ég að reyna að særa einhvern með því að taka undir hennar blogg? Er ekki vilji til þess að bæta kirkjuna og taka við bænaáskoruninni með jákvæðum hætti?

Ég skil ekki hvernig hægt er að koma svona fram við manneskju sem sumir þekkja lítið sem ekkert,og er ný flutt til þessa lands, þvílíkur kristilegur kærleikur!!! Ég veit það fyrir víst að mikið baktal og háð hefur átt sér stað, ég spyr...HVAÐ ER MÁLIÐ, þvílíkir prestar munu sumir verða í framtíðinni (munum við erum öll "prestar" ;) eða þannig séð) ef þetta verða viðbrögðin við smá kirkjugagnrýni.

Bloggið hennar sýndi ekkert nema kærleika en hvað fær hún til baka? Ég segi skoðið sjálfa ykkur og hugsið þetta blog upp á nýtt og þá kannski sjáið þið hversu mikill kærleikur fylgdi þessu blogi.
Ég vil bæta allar kirkjur á Íslandi. En framtíðin virðist ekki björt ef viðbrögðinn við smá athugasemd eru svona.

Bara hugsum málið...kv. Fjóla

11 comments:

Anonymous said...

Sæl Fjóla
Bara rétt nokkur orð. Við vitum það að þrátt fyrir að það sé sagt að "sannleikurinn sé sagna bestur" - þá svíður oft undan honum.

Svo er annað að sumir líta beiðni um bæn jákvæðum augum (t.d. að biðja fyrir landi og þjóð) og hugsa að gott/vont geti bara "batnað" með bæn og beiðni um vilja Guðs inn í kringumstæðurnar.

Aðrir líta neikvætt á beiðni um "utanaðkomandi" bæn og telja að það eigi bara að nota hana ef málin eru virkilega slæm og "maður" getur ekki reddað hlutum sjálfur. Kannski er það svona sem sumir þeirra, sem hafa verið að tjá sig á "neikvæðan máta", líta á beiðni um bæn - eitthvað sem bara segir til um/kemur upp um slæma stöðu þess sem biðja á fyrir. Hvað veit ég?

Bara smá kvöldpæling um hvernig geti staðið á allri þeirri viðkvæmni sem mér sýnist endurspeglast í kommentum á blogg hjá t.d. Davíð og Jóni Magnúsi+Marisu. Þú veist Fjóla að þú gætir verið komin út á "hála braut" núna ;o)

Minni á Efus. 4:30-32 og Fil, 4:4-8

Bestu kveðjur
Kristín

Anonymous said...

Já kristni kærleikurinn svífur yfir vötnunum eða hitt og heldur! Þetta er gott dæmi sem þú tekur Fjóla! Baktal, háð o.þ.h. er m.a. ástæðan fyrir því að ég kúplaði mig út úr svona "kristna geiranum" og mér sýnist það bara grassera vel ennþá, þannig að maður er ekkert á leiðinni þangað aftur.

Ég er mjög ánægð með að þú sért að tala um þetta, því mér finnst mikilvægt að þetta komi upp í umræðuna. Takk fyrir mig

Anonymous said...

Verð bara að koma með nokkur atriði... alls ekki illa meint frekar en nokkuð annað sem ég hef sagt í þessari umræðu, en vitaskuld er erfitt að ræða svona mál á netinu.
Ég veit ekki til þess að nokkur hafi sagt að það þyrfti ekki að biðja fyrir kirkjunni á Íslandi. Það má bæta mjög margt, ég veit það en mér finnst sárt að heyra að hún sé dauð.
Ég get ekki sannað að kirkjan sé lifandi. Eins og áður hefur komið fram á blogginu hjá Davíð höfum við einungis rök reynslunnar.
Ég held að það hafi enginn ætlað sér að ráðast á persónuleika Marisu, þau orð féllu að hún væri reynslulítil af kirkjunni hér á landi en það er ekki hennar persónuleiki. Ég þekki Marisu ekki neitt og ætla ekki að dæma hennar persónuleika (vona reyndar að ég geri það sjaldan).
Og í síðasta lagi er baktal ekki það sama og umtal. Ég er ósammála Marisu hef rætt um það við vini mína, en veit ekki til þess að ég hafi sagt neitt um hana sem hún má ekki heyra. Það er ekki baktal.

Vildi bara koma þessum athugasemdum á framfæri, en þetta er allt skrifað í kærleika. Vona að ég fái ekki "eða þannig" stimpil á mig, því ég vil að þessar umræður eigi sér stað í góðu! Með vinakveðju,
Hlínza

Anonymous said...

Hæ Fjóla.

Ég verð eiginlega að taka undir með Hlín og benda aftur á það að baktal er ekki það sama og umtal.

Bara í kirkjunni sem við vinnum í eru um 250 börn í tveimur aldurshópum á fjórum starfsstöðvum. Vissulega er ekkert endilega hægt að meta kirkjuna sem slíka út frá barnastarfinu en einhvers staðar verður að byrja og fylgja þessum krökkum upp kirkjuna.

Mér finnst þessi umræða soldið komin í hringi. Það hefur enginn ráðist beint á Marissu eða hennar persónuleika. Mér líkar rosalega vel við hana þótt ég þekki hana ekki mikið. Hún lét engu að síður þessi orð falla og það er ekki að ástæðulausu sem við vorum beðin um að ræða ekki opinberlega um kirkjuna okkar - nema í goðu.

Ég hef svo sem fátt annað að segja. Kirkjan lifir í okkur sem störfum í henni og þeim sem sækja hana. Á meðan það kemur fólk til kirkju er hun lifandi.

Takk fyrir mig!

Þóra Jenny.

Anonymous said...

Halló aftur Fjóla
Ég var að reyna að setja komment inná hjá þér sem - virðist ekki hafa gengið, þannig að þetta er "take 2". Mig langaði að kommenta á kommenta sem þú hefur verið að fá.

“hlínza” segir “ég get ekki sannað að kirkjan sé lifandi”. Ekki ætla ég að biðja hana um sönnun en mig langar mikið að heyra/lesa hver hennar skilningur/skilgreining sé á lifandi kirkju. Ég sé í fljótu bragði ekki að “hlínza” hafi sagt hver hann er (það getur vel verið að hún sé samt búin að fara ítarlega í það einhvers staðar – endilega bendið mér á hvar, ef svo er) Meðan ekki er unnið út frá sömu/svipuðum skilgreiningum er erfitt að tala saman og þykjast vera tala um sama hlutinn. Rök reynslunnar er ekki það sama og skilgreining, en kannski vill “hlínza” líka útskýra hvað rök hún á við þegar hún tala um “rök reynslunnar”. Það er stundum svo auðvelt að nota “tilfinningaorð” til að tjá sig en það virkar bara ekki í svona umræðu að mínu mati.

Varðandi mun á baktali og umtali, þá langar mig að benda á að “umtal” getur verið bæði hæðnislegt og illt – þó það myndi kannski strangt tiltekið ekki flokkast undir “baktal”. Ég vona að þeir sem hafa talað um Marisu geti í einlægni sagt að það umtal hafi einungis verið gott.

Varðandi athugasemd frá Þóru Jenný, þá segi ég “frábært með 250 börn í barnastarfi”. Þú tiltekur þó ekki hvað aldurshóparnir eða starfstöðvarnar eru dreifðar, heldur ekki hvað þetta er stór hlutfall af börnum í þessum aldurshópum á því svæði/þeim borgarhluta sem þú starfar í. Það þættu mér áhugaverðar upplýsingar sem gæfu mun gleggri mynd um raunverulega stöðu kirkjunnar. Svo er ég forvitin um hvar t.d. síðustu 20 árgangarnir (sem vonandi hefur verið “fylgt upp kirkjuna”) eru? Ég er ekki að segja að þeir séu ekki til í þeirri kirkju sem ÞJ er að tala um eða öðrum – mér þætti bara virkilega gaman að heimsækja þá kirkju og hitta fyrri hópa í kirjunum sínum – eða t.d. sjá almennt í guðþjónustum í kirjum landsins meirihluta þeirra fermingarbarna sem fermst hafa síðustu 15 árin.

Mér finnst frábært að ÞJ setji fram sína skilgreiningu á lifandi kirkju, það auðveldar alla umræðu og ætti að koma í veg fyrir mikinn misskilning. - Aftur á móti fer það alltaf dálítið öfugt í mig þegar ég heyri að fólk sé beðið “um að ræða ekki opinberlega um kikjuna okkar – nema í goðu”. . .

Kveðja
Kristín

Fjóla Dögg said...

Elsku Þóra Jenný og Hlín, þakka ykkur afskaplega fyrir ykkar comment. Mér þykir svakalega vænt um að fá að heyra ykkar hlið á málunum, enda lít ég svo á að við séum öll í “sama liðinu” þ.e. að reyna að bæta kirkjuna. Ég skil alveg hvað þið eruð að segja, en er samt ósammála því að mörgu leiti. Ljóst finnst mér, hvort sem það var ætlunin eða ekki, að gengið hefur verið hart að Marisu vegna ummæla hennar (og ég er ekki bara að tala um hérna í “bloggheiminum” það er margt sem gerist bakvið bloggsíðurnar og kommentin), og að mínu mati harðar heldur en hinn kristni kærleikur hefði átt að “leyfa”, þetta finnst mér ljóst burtséð frá spurningunni um réttmæti þess sem hún kann að hafa sagt.

Varðandi baktal eða umtal, þá held ég að oft sé grá lína þarna, en burtséð frá því þá held ég að ljóst sé að ákveðið háð hefur átt sér stað og finnst mér það leiðinlegt í eins frábærri uppbyggilegri umræðu og hægt er að skapa eins og hann Davíð hefur reynt að skapa á sínu bloggi.

Svo ég vísi (og núna með pínu háði...en reyni að gera það á góðlátlegan hátt ;) í Davíð, þá held ég nú að flestir baktalarar líti á sjálfa sig sem umtalara miklu frekar en baktalara...hvað haldið þið?

Ég held líka að það sé enginn að ræða á neikvæðan hátt um kirkjuna, (né tala "opinberlega illa um kirkjuna" skil ekki af hverju það er orðið svona "hot setning") það er almennt verið að ræða kirkjumálefni, sem ég held að sé af hinu góða.

Eins og ég sagði í kommenti á bloggi Davíðs, er það margt sem mér finnst jákvætt sem er að gerast og ég veit t.d. að Marisa af eigin frumkvæði hefur boðið upp á biblíuleshóp fyrir ákveðinn ónefndan hóp innan ákveðinnar ónefndrar kirkju.fyrir ónefnda einstaklinga ;) (þið náið myndinni) sem hafa áhuga á að fá svör við ýmsum málefnum og hefur þetta frumkvæði hennar fengið góðar undirtektir. Hún er ekki að gagnrýna og sitja og bora í nefið heldur er hún í þessari barráttu alveg eins og við hin sem þykjum vænt um “kristna kirkju” á Íslandi.

Varðandi síðasta hluta komments Þóru Jennýjar held ég að það sé svakalega gaman ef að fleiri svona viðhorf kæmu fram í umræðuna á bloggi Davíðs varðandi hvað sé “lifandi kirkja”. Mér finnst frábært að fólk hafi skoðun á þessu.

Og enn og aftur þakka ég ykkur fyrir viðbrögðin ykkar.
Með Guðs blessun!
Fjóla Dögg

Anonymous said...

It is with deep grief in my heart that I write today. I am sorely disappointed with the responses Marisa has received to her blog sincerely requesting prayer for some of the Christians in Iceland. She has been involved behind the scenes in ministry since before she can remember as I toted her along with me on street teams. The questions that I continue to ask is where is the fruit of Christ in those who have responded with unsupportive words? Where is the love of Christ that says you must believe the best in one another? Where are the deeds that say when one is down the other will pick them up? If any of you truly know Marisa you know she is the best friend in the world and that her heart is pure. For someone to call her work, for someone to insinuate that she is up to no good or has her nose in a place where she does not belong, shame on you! Take the matter to the Lord! If you do not like what she says, then love her back in Christ and do not wrestle with her in flesh and blood. If you feel she is your enemy then bless her. By all accounts at this moment, those of you who are working against her are merely reinforcing what those of us from a distance hoped was not true. Remember, before she is an American, before she is a foreigner, before she is someone you do not like, Marisa is a sister in Christ. Set your cultural differences aside and listen to her heart. I promise you will find Him there.

Anonymous said...

Góðan daginn, allan daginn!
Ég var beðin um skilgreiningu, satt best að segja finnst mér það hægara sagt en gert. En kirkjan er fólkið. Svo ég held að meðan að fólk mætir til kirkju og meðan fólk er tilbúið að standa upp og verja kirkjuna sína þá hlýtur að vera líf í henni.

Rök reynslunnar eru þau að ég upplifi kirkjuna ekki dauða. Þetta er bara það sama og ég reyni ekki að rökræða að Guð sé til, ég hef bara reynsluna.

Og varðandi umtalið. Að sjálfsögðu er til slæmt umtal sem er þá baktal. En umtal er ekki alltaf baktal og þegar þú ræðir um manneskju en segir ekkert sem hún má ekki heyra þá er það umtal ekki baktal og ekki slæmt umtal. Það var rætt um bloggfærslu Marisu en ætlunin var aldrei að særa hana eða nokkurn annan, við erum bara ósammála.

Mér finnst frábært að heyra um Biblíuleshópinn sem er vonandi að fara af stað í ónefndri kirkju. Það má alltaf bæta kirkjuna og þetta er eitt af því sem vantar!

And to Marisa's mom: I think we all look at Marisa as a sister in Christ. Nobody wanted to hurt her in anyway. I just don't agree with her.

Í Kristi,
Hlínza

Anonymous said...

Fjóla nú fer ég að hætta þessu þessu stagli, en ég ætla samt að fá að kommenta aðeins á síðast kommentið hennar "hlínzu".

"hlínza" skrifar: "Rök reynslunnar eru þau að ég upplifi kirkjuna ekki dauða."

"hlínza", mér finnst þú eiga ýmislegt eftir ólært ef þér finnst að það sé trúverðugt að kasta fram frösum eins og "rök reynslunnar" og segja svo að þú upplifir "rökin". - Ef þú meinar að þú hafir eitthvað á tilfinningunni án þess að geta fært nein "rök" eða "ástæður" fyrir því, þá er einfalt að tala um (eins og þú endar reyndar með að segja) "að þú upplifir" hlutina á einn eða annað hátt. Það teldi ég persónulega mun heiðarlegra heldur en að gefa í skyn að þú hafir einhver rök fram að færa - þegar þér bara "finnst" eitthvað. Að finnast eitthvað flokkast yfirleitt undir smekksatriði og mér finnst einkennilegt að dæma ummæli Marisu "dauð og ómerk" út frá þínum tilfinningum. Það hefur ekki mjög mikið vægi, að mínu mati. Ef það ætti að dæma ummælin "dauð og ómerk", þá er það oftast rökstutt með ástæðum, rökum eða jafnvel "sönnunum"!

Svo segir "hlínza":
"Og varðandi umtalið. Að sjálfsögðu er til slæmt umtal sem er þá baktal."
HALLÓ, bara svo það sé á hreinu þá er slæmt umtal ekki alltaf baktal eins og mér virðist "hlínza" vera að fullyrða!

"hlínza" heldur áfram og segir:"En umtal er ekki alltaf baktal og þegar þú ræðir um manneskju en segir ekkert sem hún má ekki heyra þá er það umtal ekki baktal og ekki slæmt umtal."
HALLÓ aftur! Ertu að reyna að segja að slæmt umtal sé ekki til, ef sá sem er talað um má heyra það? Ertu að grínast? Umtal getur auðveldlega verið slæmt! - þó svo viðkomandi megi og stundum eigi að heyra það! Það sést t.d. reglulega í fjölmiðlum.

Persónulega virðist mér "hlínza" vera að reyna að klóra í bakkann með "útskýringum" á því hvers vegna hún talar um tilfinningar sínar sem "rök" og virðist ekki treysta sér til þess t.d. að skoða Orðið/Biblíuna og sjá hvað það segir um það hvernig lífi við sem kirkja eigum að lifa. VIÐ sem játum með munni okkar að Jesú sé Drottin og trúum í hjarta okkar Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, VIÐ sem játum postulegu trúarjátninguna, VIÐ sem erum kirkjan ... við eigum ekkert smá góða handbók - Biblíuna - sem leiðbeinir okkur ásamt Heilögum Anda um það hvernig lífi VIÐ eigum að lifa í Kristi. - Lífi í kærleika, sátt, umburðarlyndi, fyrirgefningu, stuðningi við trúsystkini okkar ... og svo mætti lengi halda áfram. Við eigum að þekkjast af kærleika okkar!

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað það að ég þurfi að "standa upp og verja" kirkjuna. Ég hef upplifað það að þurfa að krjúpa niður og biðja fyrir henni. Ég hef staðið upprétt og verið stollt af kirkjunni þegar hún velur að velja Guð og hans vegu, óháð utanaðkomandi aðilum eða áhrifum. - En mér hefur aldrei funndist ég þurfa að verja kristindóminn - þar tel ég að Biblíuna og Guð almennt standa alveg óstudd án minnar hjálpar. Ég upplifi frekar þau forréttindi að fá að halla mér upp að og fá allan minn stuðning frá Guði og Hans Orði.

Í Jóh. 13: 34-35 stendur: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars."

Með kærleiks- og friðarkveðjur
Kristín

Anonymous said...

Kristín ég er ekki að klóra í bakkan af því að ég treysti mér ekki til að lesa í Biblíunni. Af hverju læturðu slík orð falla þegar þú hefur aldrei hitt mig og veist ekki hversu oft ég les í Biblíunni?

Allt í lagi stundum má manneskja heyra slæmt umtal, en það sem ég var að reyna að segja í upphafi er að það var ekki talað illa um persónuleika Marisu, það virðist enginn taka eftir því.

Að mínu mati er slæmt umtal baktal. Þú ert ósammála en vilt ekki rökstyðja það betur en með HALLÓ. Þá verð ég að telja tilfinningar betri rök. En mér er svosem sama hvort slæmt umtal er baktal eða ekki, það kemur málinu ekki við.

Ég dæmdi orð Marisu aldrei "dauð og ómerk" út frá mínum tilfinningum. Ég sagði þau hreinlega aldrei "dauð og ómerk"

Nú er ég búin að skilgreina hvað ég tel lifandi kirkju. "En kirkjan er fólkið. Svo ég held að meðan að fólk mætir til kirkju og meðan fólk er tilbúið að standa upp og verja kirkjuna sína þá hlýtur að vera líf í henni." Nú hefur fólk staðið upp til að verja kirkjuna. Við gerum það af því að hún skiptir okkur máli, ekki af því að hún getur ekki staðið sjálf. Ég hef varið Krist, ekki af því að hann getur ekki gert það sjálfur heldur af því að hann skiptir mig máli.

Enn og aftur get ég ekki sannað að kirkjan sé lifandi, sérstaklega þegar fólk notast ekki við sömu skilgreiningar. Ef það fer svona fyrir brjóstið á þér að ég tali um rök reynslunnar, skulum við bara tala um þetta sem reynslu núna. Ég hef reynt það að kirkjan er lifandi.

Ég á margt eftir ólært Kristín en það átt þú líka.

Ég held við ef þessi umræða eigi að halda áfram þá verðum við að einblína á aðalatriðin en ekki standa í hártogunum vegna smáatriða.

Í Kristi,
Hlínza

Anonymous said...

Vildi bara tilkynna það formlega að ég er orðin þreytt á þessari umræðu, finnst hún ekki nægilega málefnaleg og dreg mig þar af leiðandi í hlé.
ég hef komið mínum athugasemdum á framfæri og þarf ekki að svara fyrir neitt.
Vinakveðja, Hlín